
Ýmsar upplýsingar og eiginleikar

RezBoost tækni Furuno er árangur nýrrar tækni sem Furuno notar við stafræna úrvinnslu merkja til að ná fram frábærri aðgreiningu endurvarpa, án þess að skipta þurfi um botnstykki. Í RezBoost er notast við stafrænar aðferðir, sem Furuno hefur þróað og á, við úrvinnslu merkja og framsetningu þeirra á dýptarmælis skjánum í allt að 8 sinnum meiri skerpu en menn eiga að venjast í hefðbundnum dýptarmælum. Þetta gerist án þess að skipta þurfi um botnstykkið sem fyrir er (þ.e. venjulegt botnstykki með þröngt tíðnisvið) eða kaupa nýtt breiðbands botnstykki sem getur haft mikinn kostnað í för með sér.
RezBoost eykur aðgreiningargetu dýptarmælanna sem skilar skýrari og betur aðgreindum endurvörpum, lóðningum. Þessi aukna aðgreiningargeta skilar því einnig að nákvæmni ACCU-FISH tækninnar verður meiri, en hún kemur að afar miklum notum við að ákvarða stærð einstakra fiska í lóðningum. Einn af kostum ACCU-FISH tækninnar er að endurvörp af fiskum eru sjáanleg á dýptarmælinum úr meiri fjarlægð, jafnvel utan af dekki skipsins.

IDENTI-FISH er ný tegundagreiningar tækni sem Furuno hefur þróað, sem greinir fiskitegundir í rauntíma við veiðiskapinn. Þessi tækni gagnast ekki aðeins við að auka framleiðnina við fiskveiðarnar, hún gerir þær sjálfbærari með því að minnka óæskilegan meðafla. Unnið er með tegundagreininguna á sérstakri tegundagreiningar skjámynd og tegundagreiningar grafi/súluriti. Tegundagreiningar skjámyndin er blanda af hátíðni og lágtíðni fiskendurvörpum og tegundagreiningar grafið sýnir hvernig fiskendurvörpin dreifast á afmörkuðu svæði. Þessi tækni gerir kleift að greina sundmagalausar fiskitegundir eins og Atlantshafs makríl, mun betur en áður þekkist. Þetta getur komið sér vel þegar um er að ræða blandaðar torfur af makríl og síld. Með tegundagreiningunni byggja skipstjórnendur einnig upp sín eigin gagnasöfn um ólíkar fiskitegundir.

BDS (Bottom discrimination), eða botngreiningartækni Furuno, vinnur og safnar upplýsingum um sjávarbotninn. Gerð sjávarbotnsins er skipt í fjóra flokka; “Grjót”, “Möl”, “Sandur” og “Leðja”. Allir sjómenn vita að við veiðiskapinn eru upplýsingar um gerð sjávarbotnsins afar mikilvægar. Þessar upplýsingar birtir BDS tæknin í dýptarmælum Furuno með fjölbreytilegum hætti, tölulegum, grafískum o.fl.

ACCU-FISH er tækni sem Furuno hefur þróað og nýtist frábærlega vel við að ákvarða stærð einstakra fiska í lóðningum. Einn af kostum ACCU-FISH tækninnar er að endurvörp af fiskum eru sjáanleg á dýptarmælinum úr meiri fjarlægð, jafnvel utan af dekki bátsins. Með ACCU-FISH tækninni hefur Furuno skapað sér forskot. Tæknin skilar ótrúlega nákvæmum upplýsingum um stærð einstakra fiska í lóðningum og greinir umsvifalaust hvort um er að ræða einn og einn fisk eða litlar eða stórar torfur. ACCU-FISH birtir fisktákn á skjánum og tölur um lengd fiskanna í sm eða á hve miklu dýpi þeir eru (valkvætt). Í ACCU-FISH tækninni er unnið samtímis með háar og lágar tíðnir og endurvörp af fiskum af öllum tegundum verða aðgreinanleg, skýr og skörp. Þannig auðveldar þessi tækni fiskimönnum að sjá hvort lóðar á þorsk, ýsu, ufsa o.s.frv. ACCU-FISH greinir stærðir fiska frá 10 sm til 199 sm langra, á dýpinu frá 2 til 100 metra.

FDF (FURUNO Digital Filter) er tækni sem Furuno hefur þróað til að sía eða hreinsa út úr skjámyndinni óhreinindi og fölsk endurvörp. FDF tæknin ásamt Digital Auto Tuning, sem er sjálfvirk stafræn tíðnistilling, gera það að verkum að dýptarmælar Furuno geta á mjög skýran og greinilega hátt, greint einstaka fiska af ótrúlega mikilli nákvæmni.

Hefðbundnir dýptarmælar, eða mælar sem ekki eru með CHIRP tækninni, vinna á einni eða tveimur senditíðnum og nema og birta á skjánum endurvörp sendigeisla á þeim tilteknu tíðnum. Tíðnisvið CHIRP dýptarmæla spannar mikla breidd, t.d. 30 til 70 kHz á lægra tíðnibandi og 175 til 225 kHz á hærra tíðnibandi. Með CHIRP tækninni þá verður aðgreiningargetan jafnframt óháð lengd sendipúlsins en í hefðbundum dýptarmælum er aðgreiningargetan milli tveggja endurvarpa mjög háð henni. Það er einmitt kostur sem DSP tækni Furuno nýtir við greiningu endurvarpa og þau birtast á skjánum á skarpari og skýrari hátt en áður. Aðgreiningargetan og nákvæmnin hefur stóraukist.
CHIRP er skammstöfun fyrir “Compressed High Intensity Radar Pulse”. Eins og nafnið gefur til kynna er CHIRP tæknin upprunnin úr radartækni, en um er að ræða tíðnimótaðan sendipúls.

FFS stendur fyrir Furuno Free Synthesizer sem er sendi- og móttökueining, þróuð af Furuno, sem gerir notanda kleift að velja einhverjar tvær hentugar tíðnir til að vinna með í dýptarmælinum. Það ræðst af dýptarmælinum sjálfum hvert tíðnisviðið er sem velja má úr. Með FFS tækninni er einnig hægt að stilla inn réttan sendistyrk í dýptarmælinn, þ.e. þann sem passar að þeim botnstykkjum sem henn er tengdur við. FFS einingin opnar á ýmsa möguleika fyrir framtíðarnotkun, t.d. má bæta við botnstykkjum síðar á öðrum tíðnum en þeim sem fyrir eru undir skipinu og stilla mælinn á tíðnir þeirra. Sama gildir um stærð botnstykkjanna, þ.e. sendiorkuna.

Furuno hefur margsinnis unnið til NMEA verðlauna fyrir radartækni sína, þar á meðal fyrir UHD (Ultra High Definition) ratsjár. UHD tæknin í ratsjám Furuno skilar enn skarpari endurvörpum með sjálfvirkri og stafrænni úrvinnslu á merkjum í rauntíma. Snúningshraða loftnetsins (24/36/48 sn/mín) er breytt sjálfvirkt til samræmis við þá lengd sendipúlsa sem ratsjáin er stillt á. NavNet og TimeZero eru samhæfð við UHD ratsjár Furuno á þann hátt að mögnun (Gain), sjótruflanir (Sea Clutter) og tíðni (Tuning) eru stillt sjálfvirkt til að ná fram hámarks gæðum á ratsjármyndinni. Einn áhugaverðasti kosturinn við Furuno UHD ratsjár er að þær vinna samtímis með tvær sjálfstæðar rauntíma ratsjármyndir á sitt hvorum skalanum, án nokkurra tafa á báðum skjámyndunum. Samhæfing UHD ratsjáa Furuno við þá miklu framþróuðu tækni sem kemur með TimeZero siglingaforritinu veldur því að þegar verið er að þysja (zoom, skalaskipti) í ratsjármyndinni, gerist það hratt, hnökralaust og án þess að myndin hverfi (blackout) af skjánum eins og gerist við þysjun í eldri rödurum. Í TimeZero er afar einfalt að vinna samtímis með ratsjármyndina og sjókortið í TimeZero, ratsjármyndin leggst fullkomlega rétt yfir kortið. Allt styrkir þetta tilfinningu skipstjórnarmannsins fyrir því umhverfi sem hann er í á hverjum tíma.

Furuno hefur þróað LCD skjátækni sem kalla má sólskinsglampavörn (Polarized Friendly display). Hún virkar þannig að ef notast við sólgleraugu (polarized sunglasses) sést skjámyndin óaðfinnanlega vel þrátt fyrir sólgleraugun, þ.e. hún hverfur ekki (black out). Skipstjórnandinn getur jafnframt fært sig til um brúna og séð vel og greinilega á skjáinn úr öllum áttum.

Með splittgeislatækninni er sendur einn geisli beint niður og endurvarpið numið tilbaka með 4 hljóðöldum (augu, elements). Þetta eykur nákvæmni við að staðsetningu lóðninga undir skipinu. Dýptarmælirinn sýnir niðurstöðuna á grafískan hátt þar sem auk staðsetningar torfunnar koma fram upplýsingar um stærð hennar.

Hin nýja DSP tækni Furuno (Digital Signal Processing – Stafræn úrvinnsla merkja) lagar stillingar dýptarmælisins að umhverfi og aðstæðum hverju sinni. Þetta á við um styrkstillingu (Gain), STC (Sensitive time control) og sendistyrk. Þá dregur DSP tæknin endurvarpið næst við kjölinn og botnstykkið (Main bang) saman eins og frekast er unnt. Auk þess verður dýptarmælis myndin skýrari og öll aðgreining betri. DSP tæknin lagar sjálfvirkt styrkstillinguna að stærð leitarsvæðisins (Search range). Þannig er púlslengdin gerð víðari/breiðari þegar fiskileitin á sér stað í dýpri sjó og móttökutíðnin gerð þrengri. Endurvörpin verða betri og skýrari á meira dýpi. Þetta kemur sér afar vel við að finna botnlægan fisk þar sem DSP tæknin aðgreinir “óhrein endurvörp” (Noise) af botninum sjálfum frá endurvörpum af fiski sem liggur mjög nærri botninum.

Tæki sem er framleitt þannig að við það má tengja skjáeiningar frá öðrum framleiðendum sem uppfylla tiltekna staðla. Öll stjórnun er framkvæmd í öðrum einingum (stjórneiningum), þ.e. ekki í sambyggðri skjá- og stjórneiningu. Tæki sem ekki eru Black Box geta verið með skjáeiningum sem eru sambyggðar við stjórneiningar.

LCD skjáir Furuno með gleryfirborði (Bonded LCD) eru móðuvarðir. Þessi eiginleiki gleryfirborðsins tryggir það að móða kemst ekki inn í skjáinn þrátt fyrir snöggar raka- og hitabreytingar. Tryggt er að ekkert loftrými er til staðar undir gleryfirborðinu og að auki verður skjáskerpan meiri.