Skjáir

Furuno MU skjáirnir eru hágæða fjölnota atvinnu-/iðnaðarskjáir til notkunar til sjós. Skjáirnir er afar bjartir lita TFT LCD skjáir með sérstakri síu innbyggðri í glerið sem kemur í veg fyrir glampa (AR, anti-reflective filter). Gleryfirborð skjásins kemur í veg fyrir móðu. Myndgæði skjásins eru mjög mikil við öll skilyrði, skarpir og bjartir litir frá öllum hliðum séð.

Skjáina má nota með fjölda BlackBox tækja frá Furuno; ratsjám, dýptarmælum, sónurum, NavNet tækjum o.fl. Einnig má nota skjáinn við myndavélar, tölvur og fleiri tæki.

Inngangar: 1 hliðrænn RGB, 2 stafrænir DVI (Digital Video Interface) og allt að 3 NTSC/PAL.

Nánar um skjáina í töflu hér fyrir neðan.

MU-150HD
MU-190HD
MU-190
MU-190V
MU-231
MU-270W