Um Brimrún

Hlutverk

Brimrún ehf er umboðsfyrirtæki Furuno á Íslandi, stofnað í árslok 1992. Megin starfsemi fyrirtækisins er því á vettvangi íslensks sjávarútvegs – sala og þjónusta við skip og báta á búnaði frá Furuno.
Furuno, eða Furuno Electric Company í Japan var stofnað á fimmta áratug síðustu aldar og hóf þá fyrst allra fyrirtækja, framleiðslu á fisksjám. Í kjölfarið fylgdi þróun og framleiðsla á talstöðvum, lórantækjum, ratsjám, sónurum og þannig má lengi telja. Í dag er Furuno í fremstu röð hvað varðar þróun, framleiðslu og úrval siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptabúnaðar fyrir skip og báta. Gæði, áreiðanleiki og ending er megin krafan sem Furuno gerir til eigin framleiðslu. Þessari kröfu hefur verið fylgt eftir með áratuga langri uppbyggingu á þjónustuneti um allan heim. Í Evrópu hefur Furuno stofnað 14 dótturfyrirtæki; FURUNO NORGE AS, FURUNO UK LTD, FURUNO DANMARK AS, FURUNO SVERIGE AB, FURUNO FRANCE SA, FURUNO ESPANA SA, FURUNO FINLAND OY, FURUNO POLSKA Spzoo, FURUNO DEUTSCHLAND GmbH, FURUNO EURUS LLC, FURUNO EUROPE BV, FURUNO HELLAS LTD, FURUNO CYPRUS LTD og FURUNO ITALIA SRL. Auk þeirra eru í Evrópu einni, nokkur hundruð smærri umboðs- og þjónustufyrirtæki.

Brimrún hefur það hlutverk að halda uppi merkjum Furuno hérlendis. Þekking, reynsla og fagmennska við sölu og þjónustu eru í því sambandi aðalatriði, ásamt áhuga og skilningi á aðstæðum viðskiptavinarins.

Starfsmenn

Eiríkur Þórarinsson – Verkstjóri – [email protected] – GSM: 892-8502

Hjalti Þórólfsson – Tæknimaður – [email protected]

Sigurður Tómas Árnason – Tæknimaður – [email protected] – GSM: 697-8028

Hilmar Andri Ásdísarson – Tæknimaður – [email protected] – GSM: 697-8033

Njáll Hilmar Hilmarsson – Tæknimaður – [email protected] – GSM: 697-8027

Sveinn K. Sveinsson – Sölustjóri – [email protected] – GSM: 894-0460

Richard Már Jónsson – Sölumaður – [email protected] – GSM: 892-0784

Kristín Birna Angantýsdóttir – Bókari – [email protected]

Björn Árnason – Framkvæmdastjóri – [email protected] – GSM: 864-1260

Staðsetning

Opnunartími

Opið er alla virka daga:

Verkstæði: 08:00 – 17:00
Söludeild: 09:00 – 17:00
Skrifstofa: 09:00 – 17:00
Ábyrgðarskilmálar

Eftirfarandi ábyrgðarskilmálar gilda um ný tæki og varahluti sem Brimrún ehf afhendir og selur til viðskiptavina og endursöluaðila.

 1. FURUNO tæki
  Tækin eru í ábyrgð næstu 24 mánuði eftir að þau hafa verið sett upp og gangsett af viðurkenndum Furuno umboðsfyrirtækjum, eða næstu 30 mánuði eftir afhendingu. Sá ábyrgðartími gildir sem fyrr rennur út.  Ef til þess kæmi að Brimrún skipti út tæki í ábyrgð fyrir nýtt tæki, gildir ábyrgðartími þess tækis sem skipt er út fyrir nýja tækið.  Ábyrgðin nær ekki til búnaðar sem er staðsettur neðansjávar.
 2. Tæki frá öðrum en FURUNO
  Tæki frá öðrum framleiðendum en Furuno eru að jafnaði með ábyrgð til 12 mánaða frá þeim tíma sem tæknimaður Brimrúnar hefur sett tækið upp og gangsett það, eða til 18 mánaða frá afhendingu. Sá ábyrgðartími gildir sem fyrr rennur út.
  Ef til þess kæmi að Brimrún skipti út tæki í ábyrgð fyrir nýtt tæki, gildir ábyrgðartími þess tækis sem skipt er út fyrir nýja tækið.  Ábyrgðin nær ekki til búnaðar sem er staðsettur neðansjávar.
 3. Varahlutir
  Varahlutir eru í ábyrgð til 6 mánaða frá afhendingu. Ábyrgðin tekur ekki til bilana í tækjum sem rekja má til eftirfarandi:
  Eðlilegs slits við notkun tækja
  Rangrar notkunar tækja
  Skemmda í flutningum eða geymslu
  Rangrar rafspennu
  Rangrar tengingar við rafkerfi eða netkerfi
  Uppsetning tækisins eða viðgerð hefur verið framkvæmd af aðila sem ekki er faglega viðurkenndur til þess.  Brimrún getur samþykkt að einstaklingar í áhöfn skipa sinni viðgerð án þess að ábyrgð skerðist
  Óviðráðanlegra atvika af völdum elds, eldinga, vatns eða annarra ytri atvika sem Brimrún hefur enga stjórn á
  Tengingar við önnur tæki eru ekki í samræmi við staðla eða fyrirmæli framleiðanda.
  Þá nær ábyrgðin ekki til búnaðar sem er staðsettur neðansjávar, eða kostnaðar við reglubundna þjónustu og viðhald.  Hafi framleiðslunúmer tækis verið afmáð eða er ólæsilegt, fellur ábyrgð þess niður.
 4. Varahlutir með takmarkaða eða enga ábyrgð
  Um eftirtalda radarhluti gildir eftirfarandi takmörkuð ábyrgð: Magnetrónur: 2500 klst. notkun frá uppsetningu, en þó aldrei lengur en í 24 mánuði. MIC (microwave integrated circuit): 12 mánuði frá uppsetningu.
  Engin ábyrgð af hálfu Brimrúnar gildir um eftirtalda hluti:  Öryggi, perur, pappír, prentarahausa,  kapla, hlífar, tölvudiska, reimar, rafhlöður og sleppihnífa.
 5. Uppsetning og gangsetning tækja
  Til að ábyrgð Brimrúnar taki gildi, verður tæknimaður Brimrúnar, viðurkenndur FURUNO þjónustuaðili/tæknimaður, eða annar samþykktur fagaðili að sjá um uppsetningu og gangsetningu tækja sem Brimrún selur.
 6. Þættir undanþegnir ábyrgð
  Ábyrgð Brimrúnar gildir ekki um eftirfarandi þætti:
  Ferðakostnað og ferðatíma
  Flutningskostnað
  Innflutnings- og tollkostnað
  Toll, virðisaukaskatt, leyfi o.þ.h.
  Geymslukostnað
  Tryggingar
  Pökkunarkostnað
  Aðkeypta þjónustu, t.d. kranabíla
  Reglubundið viðhald og skoðanir
 7. Bilanir tækja
  Allar bilanir tækja frá Brimrún sem eru í ábyrgð, skal tilkynna Brimrún skriflega án tafar. Taka skal fram hvert hið bilaða tæki er, hvernig bilunin lýsir sér og tilgreina númer sölureiknings Brimrúnar. Brimrún skal grípa tafarlaust til viðeigandi ráðstafana til viðgerða á tækinu.  Ef tækið er sent til Brimrúnar og engin bilun finnst í því, áskilur Brimrún sér rétt til skoðunargjalds.
 8. Gildistaka ábyrgðar
  Ábyrgð á seldu tæki tekur gildi gagnvart kaupanda þegar uppsetningu og gangsetningu þess er lokið af hálfu tæknimanna Brimrúnar, viðurkennds FURUNO þjónustuaðila/tæknimanns, eða annars samþykkts fagaðila.
 9. Ábyrgð á varahlutum
  Ábyrgð til 6 mánaða gildir á varahlutum sem Brimrún selur og eru til viðgerða á FURUNO tækjum. Ítarleg bilunarlýsing verður að fylgja öllum varahlutum sem sendir eru Brimrún og eru taldir vera bilaðir.
 10. Skaðabótaskylda
  Skaðabætur af hálfu Brimrúnar geta ekki orðið hærri en reikningsfærð fjárhæð tækis.
Sölu- og afhendingarskilmálar

Eftirfarandi sölu- og afhendingarskilmálar gilda um ný tæki og varahluti sem Brimrún ehf afhendir og selur til viðskiptavina og endursöluaðila.

 1. Verð
  Nema annað sé tekið fram, þá er uppgefið verð Brimrúnar án virðisaukaskatts. Verð miðast við staðgreiðslu og afhendingu vörunnar í starfsstöð Brimrúnar að Fiskislóð 37B, Reykjavík.
 2. Sölutilboð
  Í sölutilboðum Brimrúnar er vörulýsing og ýmsar tæknilegar upplýsingar um þá vöru sem boðin er og tilboðsverð sem getur verið í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum.
  Vörulýsingin og tæknilegar upplýsingar tilboðsins kunna að vera að sumu leyti frábrugðin upplýsingum sem er að finna um viðkomandi vöru eða sambærilega vöru í vörulistum og bæklingum frá framleiðanda. Í þeim tilvikum gildir vörulýsingin í tilboði Brimrúnar, enda hefur tilboðshafi samþykkt það.
  Algengt er að sölutilboð Brimrúnar, sem gerð eru þannig að vöruverð er í íslenskum krónum, hafi að geyma ákvæði um tengingu við erlendan gjaldmiðil.  Verðið í íslenskum krónum getur því hafa breyst á útgáfudegi sölureiknings eða á greiðsludegi til samræmis við gengi íslensku krónunnar gagnvart erlenda gjaldmiðlinum.
 3. Afhending, flutningur og tryggingar
  Nema um annað sé samið, er afhendingarstaður vara sem Brimrún selur, í starfsstöð Brimrúnar að Fiskislóð 37B, Reykjavík, þ.e. samkvæmt svo nefndum EXW skilmála. Þar af leiðir að kostnaður við flutning og tryggingar, sem og allur annar kostnaður við vöruna eftir að afhendingin á sér stað, fellur á kaupandan.
  Í þeim tilvikum sem Brimrún afhendir ekki selda vöru í starfstöðinni að Fiskislóð 37B, heldur sendir þær til kaupanda, telst vöruafhendingin eiga sér stað þegar varan hefur verið afhent þeim farmflytjanda sem vörukaupandi vill að sjái um flutninginn eða hefur séð um hann venju samkvæmt.  Kostnaður við akstur eða flutning vörunnar frá starfsstöð Brimrúnar til farmflytjandans fellur þó á kaupanda.
 4. Greiðslur
  Nema um annað sé samið, skal kaupandi staðgreiða vörukaup hjá Brimrún. Þegar um reikningsviðskipti er að ræða, er gjalddagi 1. dagur næsta mánaðar, eftir vöru- eða þjónustuúttekt og eindagi 20. dagur þess mánaðar.  Komi til vanskila er Brimrún heimilt að reikna dráttarvexti lögum samkvæmt á vanskilin frá gjalddaga, auk kostnaðar við innheimtu.
 5. Eignarréttarfyrirvari
  Sölureikningar Brimrúnar eru ekki afsal fyrir seldum vörum. Þær eru eign Brimrúnar þar til kaupandi hefur greitt verð þeirra að fullu.  Í þeim tilvikum sem kaupandi samþykkir skuldabréf eða víxla fyrir söluverðinu eða hluta þess, telst verðið ekki að fullu greitt fyrr en skuldabréfið eða víxlarnir eru að fullu greiddir.
Persónuverndarstefna

Brimrún ehf., kt. 481188-1219, Fiskislóð 37B, 101 Reykjavík („Brimrún“) er umhugað um persónuvernd og gætir þess í hvívetna að öll vinnsla með persónuupplýsingar sé sanngjörn, örugg og áreiðanleg. Brimrún leggur jafnframt áherslu á lögmæta notkun persónuupplýsinga og vill að viðskiptavinir, starfsfólk og birgjar séu upplýstir um hvernig farið er með slíkar upplýsingar í starfsemi fyrirtækisins.

Í því skyni hefur Brimrún sett sér eftirfarandi persónuverndarstefnu á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í stefnunni má m.a. finna upplýsingar um hvers konar persónuupplýsingar Brimrún safnar og meðhöndlar, í hvaða tilgangi og með hverjum slíkum upplýsingum kann að vera deilt.

Spurningum eða athugasemdum varðandi persónuverndarstefnuna og notkunar Brimrúnar á persónuupplýsingum má beina til félagsins í síma 5 250 250 eða með tölvupósti á [email protected].

1. Hvernig persónuupplýsingar meðhöndlar Brimrún?

Það er stefna Brimrúnar að safna og meðhöndla aðeins persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir starfsemi félagsins eða til að uppfylla áskilnað laga.

Brimrún safnar einkum upplýsingum um eigið starfsfólk annars vegar og starfsfólk viðskiptavina og birgja hins vegar sem er ýmist skylt að varðveita samkvæmt gildandi lögum og samningum eða sem fyrirtækinu eru nauðsynlegar til að veita viðskiptavinum umbeðna þjónustu.

Persónuupplýsingar um ofangreinda aðila sem Brimrún kann að afla geta m.a. verið:

 • nafn, aldur, fæðingardagur og kyn;
 • lögheimili, netfang, símanúmer og álíka tengiliðaupplýsingar;
 • búsetuland og hjúskaparstaða;
 • upplýsingar um starf og menntun; og/eða
 • fjárhagsupplýsingar.

Brimrún safnar ekki viðkvæmum persónuupplýsingum nema lagaskylda geri slíkt nauðsynlegt, s.s. upplýsingar um stéttarfélagsaðild starfsfólks vegna launavinnslu.

2. Hvernig meðhöndlar Brimrún persónuupplýsingar?

Brimrún safnar einkum persónuupplýsingum í tengslum við þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina, s.s. vegna sölu á ýmsum búnaði og námskeiðshalda, en meðhöndlun persónuupplýsinga er þar almennt nauðsynleg.

Persónuupplýsingum er einnig safnað í daglegri starfsemi Brimrúnar, s.s. í tengslum við launavinnslu, bókhald og reikningagerð, kerfisprófanir, öryggisráðstafanir eða í markaðsskyni.

Þá kann Brimrún að meðhöndla persónuupplýsingar til að gæta lagalegra hagsmuna fyrirtækisins eða starfsfólks þess, s.s. í tengslum við hvers konar ágreiningsmál eða útistandandi kröfur.

3. Á hvaða lagagrundvelli vinnur Brimrún persónuupplýsingar?

Brimrún gætir þess í hvívetna að vinnsla persónuupplýsinga byggi á gildandi lögum og reglum hverju sinni. Vinnsla Brimrúnar á persónuupplýsingum grundvallast einkum á einni eða fleiri eftirfarandi heimildum:

i.Vinnsla nauðsynleg vegna framkvæmdar samnings

Brimrún kann að vinna með persónuupplýsingar til að geta veitt umbeðna þjónustu samkvæmt samningi, eða gera ráðstafanir áður en gengið er frá slíkum samningi. Vinnsla persónuupplýsinga er þá nauðsynleg til að efna samninginn og veita þjónustu samkvæmt efni hans.

ii.Vinnsla byggir á samþykki

Í undantekningartilfellum kann Brimrún að meðhöndla persónuupplýsingar á grundvelli samþykkis sem einstaklingar hafa veitt fyrir vinnslunni. Unnt er að afturkalla slíkt samþykki hvenær sem er, en það hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu persónuupplýsinga sem fór fram á grundvelli samþykkisins fram að afturkölluninni.

iii.Vinnsla nauðsynleg til að uppfylla lagaskyldu

Á Brimrún hvílir lagaskylda til að varðveita ákveðnar upplýsingar varðandi viðskiptavini og starfsfólk sem kunna að innihalda persónuupplýsingar. Vinnsla persónuupplýsinga í slíkum tilvikum kemur þá til vegna beinna fyrirmæla í lögum. Bókhaldslög nr. 145/1994 áskilja til dæmis 7 ára varðveislu bókhaldsgagna frá lokum reikningsárs.

iv.Vinnsla byggir á lögmætum hagsmunum Brimrúnar eða þriðja aðila

Vinnsla á persónuupplýsingum kann að byggja á lögmætum hagsmunum Brimrúnar af vinnslunni, svo sem til að geta sinnt eðlilegri starfsemi fyrirtækisins með fullnægjandi hætti, til að verja viðskiptalega hagsmuni og lögvarin réttindi Brimrúnar og starfsfólks þess eða til þess að bæta þjónustu fyrirtækisins.

4. Fær Brimrún persónuupplýsingar afhentar frá þriðja aðila?

Brimrún kann að móttaka upplýsingar um einstaklinga frá þriðja aðila, s.s. frá vinnuveitendum viðkomandi eða stjórnvöldum. Brimrún fer með og verndar slíkar persónuupplýsingar eftir sömu verklagsreglum og þær sem við fyrirtækið aflar sjálft.

5. Deilir Brimrún persónuupplýsingum með öðrum?

Vinnsluaðilar sem þjónusta Brimrún geta haft aðgang að persónuupplýsingum í gegnum vinnslu sína en þar á meðal eru upplýsingatæknifyrirtæki sem sjá um rekstur og hýsingu upplýsingakerfa Brimrúnar. Brimrún hefur gert vinnslusamninga við slíka vinnsluaðila sem kveða á um sömu öryggis- og trúnaðarkröfur og gilda um vinnslu Brimrúnar á persónuupplýsingum.

Brimrún selur aldrei persónuupplýsingar til þriðja aðila. Við þær aðstæður sem greinir í lið 3 hér að framan kunnum við hins vegar að afhenda persónuupplýsingar þínar til þriðja aðila, þ.á.m.:

 • fjármálastofnana, skattyfirvalda og lífeyrissjóða vegna launavinnslu;
 • aðila sem veita Brimrún ráðgjöf og þjónustu (s.s. endurskoðendur og upplýsingatæknifyrirtæki sem hýsa gagnagrunna fyrirtækisins); og
 • annarra aðila ef lagafyrirmæli kveða á um slíka upplýsingagjöf.

6. Hversu lengi varðveitir Brimrún persónuupplýsingar?

Brimrún varðveitir persónuupplýsingar ekki lengur en nauðsyn krefur með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar, samningsskuldbindingum og lagafyrirmælum. Varðveislutími persónuupplýsinga er misjafn eftir tegund og eðli persónuupplýsinga.

7. Hvernig tryggir Brimrún öryggi persónuupplýsinga?

Brimrún hefur innleitt viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar gegn glötun og óleyfilegum aðgangi, miðlun eða notkun. Dæmi um slíkar öryggisráðstafanir eru aðgangsstýringar að tölvum sem kunna að geyma persónuupplýsingar, fræðsla til starfsfólks um öryggisráðstafanir og samningar við vinnsluaðila.

8. Hver er réttur einstaklinga vegna notkunar Brimrúnar á persónuupplýsingum þeirra?

Einstaklingar eiga fullan rétt á að fá aðgang að persónuupplýsingum um sig sem Brimrún kann að varðveita og krefjast leiðréttingar á röngum eða ófullnægjandi persónuupplýsingum komi upp misræmi eða villur í þeim. Í sumum tilvikum geta þeir einnig krafist takmörkunar á vinnslu upplýsinganna eða eyðingu þeirra.

Þegar Brimrún meðhöndlar persónuupplýsingar á grundvelli samþykkis viðkomandi má afturkalla samþykkið hvenær sem er. Afturköllun eða beiðni um eyðingu persónuupplýsinga kann þó að þýða að Brimrún er ókleift að sinna verkefnum sem óskað er eftir.

Hafa ber í huga að lagaskylda um varðveislu gagna í ákveðinn tíma kann að takmarka framangreind réttindi einstaklinga um forræði persónuupplýsinga þeirra.

Brimrún tekur fyrirspurnir varðandi meðhöndlun persónuupplýsinga til afgreiðslu eins fljótt og auðið er og veitir upplýsingar um hvers kyns ákvarðanir og aðgerðir vegna slíkra beiðna innan 30 daga frá móttöku.

Ágreiningi eða kvörtun vegna meðferðar Brimrúnar á persónuupplýsingum má einnig beina til Persónuverndar:

Persónuvernd
Rauðarárstígur 10
105 Reykjavík
Ísland

Um Furuno

Grunnviðhorf fyrirtækisins

Grunnreglur stjórnunar
Þema starfseminnar – lykilfærni
Aðgerðaáætlun – siðareglur


Grunnreglur stjórnunar
 1. Tilgangur félags er að þjóna samfélaginu
 2. Stjórnun þess verður að vera skapandi
 3. Ánægja starfsmanna helst í hendur við vöxt félagsins

Við hjá FURUNO samstæðunni lítum svo á að hlutverk okkar í samfélaginu sé að leggja okkar af mörkum með því að skapa ný gildi eins og kemur skýrt fram í grunnreglum stjórnunar samstæðunnar og þau gildi eru efst í huga okkar.


Þema starfseminnar

Tækni fyrir sýnileika

FURUNO vinnur að því að leggja sitt af mörkum fyrir ánægjulegt samfélag þar sem ríkir öryggi og hugarró með því að svipta hulunni af því sem fólk sér almennt ekki, eins og skilyrðum neðansjávar, aðstæðum umhverfis skip, breytingum á jarðskorpuflekum, líkamlegu ástand fólks o.s.frv.

Með því að samþætta þá þekkingu, færni og verkvit sem hefur orðið til í starfsemi okkar og mynda saman kjarnann í tæknisérfræðiþekkingu okkar, þ.e.a.s. skynjun, úrvinnslu, miðlun og samþætting, leggjum við til lausn sem er mikils virði fyrir viðskiptavini okkar. Í þessu felast verðmætin sem FURUNO færir samfélaginu og eru kjarninn í sérhæfingu okkar. Við vísum svo í upphafsstafi þessara hugtaka á ensku með heitinu „SPC & I“ (Sensing, Processing, Communication, Integration).


Aðgerðaáætlun

Haldið á vit framtíðarinnar
Um leið og við lítum staðföst fram á veginn og skerpum hugsjónir okkar og framtíðarsýn, vinnum við að því að láta þær rætast.

Áskorun um að stefna á það besta
Við leitumst ávallt við að ná mestu gæðum í allri starfsemi félagsins.

Staðfesta um að vera skapandi
Frá upphafi hefur sköpunargleðin verið talin verðmætasta einkenni okkar. Við erum staðráðin í að efla enn frekar skapandi nálgun í öllum rekstrarþáttum okkar.

Virðing fyrir einlægni
Við eigum samtal við samfélagið af dýpstu einlægni.


Siðareglur FURUNO samstæðunnar
Grunnreglur

Rísa undir trausti samfélagsins og fara fram úr væntingum þess, jafnframt því að fara að grunnreglum okkar um stjórnun.

  1. Í viðskiptaháttum erum við sanngjörn, traust, einlæg og breytum siðferðilega rétt.
  2. Við erum örugg og áreiðanleg í þróun og afhendingu vöru og
  3. Við förum að lögum og reglum, virðum samfélagslegar siðareglur í hverju landi og á hverju svæði, fylgjum alþjóðlegum reglum, viðskiptasamningum og okkar eigin reglum.


Hugsunarháttur starfsmanna FURUNO samstæðunnar

( 1 ) Framkoma sem starfsmaður FURUNO samstæðunnar

 • Við erum meðvituð um að við erum hluti af samfélaginu, sýnum virðingu, háttprýði og velsæmi, jafnframt því að virða siðgæði samfélagsins og kurteisi.

( 2 ) Virðing fyrir menningu, hefðum, mannréttindum og vinnuumhverfi

 • Við leggjum okkur eftir fremsta megni fram um að skilja og virða menningu á hverjum stað, siði í hverju landi og leitumst við að lifa saman í sátt og samlyndi.
 • Við virðum grundvallar mannréttindi án mismununar á grundvelli kynþáttar, þjóðernis, trúar, skoðana, fæðingarstaðar, kyns, aldurs, félagslegrar stöðu, andlegrar eða líkamlegrar skerðingar eða annarra þátta.
 • Til að viðhalda og bæta öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi okkar förum við að gildandi lögum og reglum, okkar eigin reglum og sköpum þannig vinnuumhverfi þar sem allir fá notið sín.
Athugunarefni varðandi atvinnustarfsemi

( 3 ) Vörur / þjónusta

 • Við leggjum til öruggar, notendavænar vörur og þjónustu til að vinna traust viðskiptavina með því að virða skoðanir þeirra. Við vinnum af eljusemi að því að þróa og bæta hágæða vörur og þjónustu.
 • Við förum að gildandi lögum og reglum, virðum samfélagslegar siðareglur í hverju landi og á hverju svæði, fylgjum alþjóðlegum reglum, viðskiptasamningum og okkar eigin reglum um rannsóknir og þróun, framleiðslu, sölu og þjónustu.

 ( 4 ) Umhverfisvernd

 • Við vinnum að bættri orkunýtingu, nýtingu hráefna, endurvinnslu efna og grænum innkaupum, ásamt því að þróa og selja umhverfisvænar vörur og þjónustu.
 • Við styðjum með virkum hætti aðgerðir til að vernda umhverfi okkar og erum stöðugt að efla þá viðleitni. Á sama tíma förum við að alþjóðlegum stöðlum, lögum og eigin stöðlum varðandi umhverfisvernd til að leggja okkar af mörkum til að samfélagið verði sjálfbært.

( 5 ) Frjáls samkeppni og góðir viðskiptahættir

 • Við förum að gildandi lögum og reglum hvers lands og landsvæðis um frjálsa samkeppni og góða viðskiptahætti.

( 6 ) Útflutningstakmarkanir

 • Við förum að gildandi lögum og reglum hvers lands og landssvæðis sem varða útflutningstakmarkanir sem ætlað er að styðja við öryggi og frið á alþjóðavettvangi.

( 7 ) Tengsl við stjórnmál og stjórnsýslu

 • Við forðumst eindregið að taka afstöðu innan stjórnmála og stjórnsýslu sem gæti orðið til þess að samfélagið líti það sem óviðeigandi tengsl.
 • Við högum starfsemi okkar með viðeigandi hætti í samræmi við gildandi lög og reglur með það að markmiði að koma á traustum og góðum tengslum við stjórnmálaflokka og opinberar stofnanir.

( 8 ) Tengsl við viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila

 • Við bjóðum aldrei né tökum við óviðeigandi hagnaði eða persónulegum ávinningi af neinum toga innan ramma atvinnustarfsemi okkar, til að viðhalda traustu sambandi við viðskipavini okkar, birgja eða samstarfsaðila. Við störfum með lögmætum og siðferðilega réttum hætti og komum þannig í veg fyrir að upp komi misskilningur eða gagnrýni frá samfélaginu.
 • Við gerum aldrei neitt sem gengur gegn hagsmunum félagsins né tökum við þátt í persónulegum viðfangsefnum sem gætu komið sér illa fyrir starfsemi okkar.

( 9 ) Aðild að andfélagslegum öflum

 • Við höfnum öllum samskiptum eða tengslum við „andfélagsleg öfl“ sem ógna reglu og öryggi samfélagsins og hafa skaðleg áhrif á góða atvinnustarfsemi okkar.

( 10 ) Reikningsskil, skattur

 • Við sinnum skráningum og reikningsskilum rétt, skilum skattframtali með viðeigandi hætti í samræmi við gildandi lög og reglur, reikningsskilastaðla og okkar eigin reglur.

( 11 ) Upplýsingagjöf

 • Við birtum og veitum upplýsingar um félagið tímanlega, skýrt og skilmerkilega í samræmi við gildandi lög og reglur, sem og innanhússreglur okkar. Þannig aukum við sanngirni og gegnsæi stjórnunar og styrkjum ímynd félagsins.
 • Almannatengsl félagsins verða á grundvelli markverðra viðfangsefna, þar sem beitt verður viðeigandi aðferðum til að koma á framfæri réttum skilningi á félaginu meðal viðskiptavina okkar, fjárfesta og samfélagsins á hverjum stað.
Eignir félagsins

( 12 ) Eignir félagsins

 • Við gerum okkur grein fyrir að eignir félagsins eru nauðsynlegar og fengnar okkur til að sinna atvinnustarfsemi fyrir félagið og við beitum þeim með viðeigandi og ábyrgum hætti.
 • Við förum með eignir sem viðskiptavinir okkar eða viðskiptafélagar fela okkur með viðeigandi hætti í samræmi við samningsskilyrði um þau.

( 13 ) Hugverkaréttur

 • Við erum virk í að skapa hugverkarétt og líta á hann sem mikilvægan feng fyrir félagið. Við verndum hugverkarétt og sérfræðiþekkingu í samræmi við gildandi lög og reglur og okkar eigin reglur, um leið og við nýtum þau með skilvirkum hætti í starfsemi okkar.
 • Við virðum hugverkarétt þriðja aðila og brjótum ekki gegn honum.
Meðferð upplýsinga

( 14 ) Trúnaðarupplýsingar

 • Við höfum eftirlit með og verndum upplýsingar innan félagsins í samræmi við gildandi lög og reglur, okkar eigin reglur og viðkomandi samningsskilyrði.
 • Við erum stöðugt meðvituð um að upplýsingar innan félagsins eru afar mikilvægar fyrir starfsemina og nýtum þær með viðeigandi og skilvirkum hætti. Við gerum okkar ýtrasta til að fara varlega með trúnaðarupplýsingar félagsins og þriðju aðila, gætum þess að þær tapist ekki, verjum þær gegn þjófnaði, breytingum og rangri notkun.
 • Við grípum einnig til ráðstafana fyrir upplýsingaöryggi til að koma í veg fyrir slíkt.

( 15) Persónuupplýsingar

 • Við virðum mikilvægi persónuupplýsinga viðskiptavina okkar, birgja, viðskiptafélaga og starfsmanna. Við söfnum, meðhöndlum, notum og veitum persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög og reglur, okkar eigin reglur og þau samningsskilyrði sem um upplýsingarnar gilda.

( 16 ) Innherjaviðskipti

 • Við förum með viðeigandi hætti með innherjaupplýsingar um okkar félag eða önnur félög sem okkur berast við venjubundna starfsemi eða frá öðrum félögum, í samræmi við gildandi lög og reglugerðir sem og okkar eigin reglur. Við munum ekki eiga aðild að sölu hlutabréfa og skuldabréfa félagsins í tengslum við slíkar upplýsingar fyrr en þær hafa verið gerðar opinberar.

Samþykkt: 1. september 2011
Endurskoðað: 1. mars, 2016


Framtíðarsýn / Viðskiptasvið
Grunnreglur atvinnustarfseminnar

Ná betra öryggi og hugarró til að koma á umhverfisvænu samfélagi

Með því að nýta til fulls kjarnann í tækniþekkingu okkar, þ.e. skynjun, úrvinnslu og miðlun, vinnur FURUNO að öryggi og skilvirkni í rekstri skipa, sjálfbærum fiskveiðum með vandlegri stjórnun aðfanga, góðri heilbrigðisþjónustu og ánægjulegu samfélagi þar sem ríkir öryggi og hugarró.

Viðskiptasvið

Á grundvelli nematækni okkar, þar sem notuð er ómtækni og útvarpsbylgjur, þróar FURUNO og selur rafeindabúnað í skip, en einnig rafeindatæki og -kerfi fyrir iðnað um allan heim.

Rafeindabúnaður í skip

FURUNO framleiðir úrval hátæknibúnaðar, meðal annars ratsjár, GPS staðsetningartæki og annan leiðsögubúnað, fisksjár, hljóðsjár og annan fiskveiðibúnað, gervihnattasamskiptakerfi, GMDSS og annars konar fjarskiptabúnað, hljóðsjár til að kortleggja hafsbotninn, straummælakerfi og annars konar hafrannsóknarbúnað. Frá upphafi hefur FURUNO einbeitt sér að því að beita nýjungum í vísindum við fiskveiðar og til að auka öryggi og skilvirkni við siglingar.

Rafeindabúnaður fyrir iðnað

FURUNO vinnur stöðugt að því að styrkja stöðu sína á nýjum mörkuðum og viðskiptasviðum með framleiðslu og sölu leiðsögukerfa í bíla, viðmiðunar-tíðnisveiflugjafa, staðsetningartæki fyrir jarðskorpuhreyfingar og aðrar GNSS/GPS vörur, ITS búnað (fyrir skynvædd flutningakerfi) þar á meðal rafræn kerfi fyrir innheimtu vegtolla, lækningatæki þar sem fara saman rafeindavélfræði, skynjun og myndvinnslutækni, og kerfi sem byggja á háþróaðri tækni við gagnaúrvinnslu og vélstýringu.


Um kennimerkið / merkið
Um kennimerki fyrirtækisins

 

Heitið „FURUNO“ er ekki aðeins skýr vísun í heiti félagsins heldur hefur það verið þekkt lengi, bæði innan og utan félagsins. Auk þess hefur FURUNO kennimerkið á ratsjárloftnetum greypt heiti félagsins í minni margra.

Djúpblár var valinn einkennislitur félagsins. Það er litur jarðarinnar og sýnir þannig að viðskiptasviðið nær um allan heim

Um merki fyrirtækisins

 

 

 

Merki fyrirtækisins er tákn fyrir þrennt:

 1. Fyrsti stafurinn í heiti félagsins „F(f)“.
 2. Stefnumynstur upprunalega fiskileitartækisins okkar.
 3. Tveir fiskar með samtvinnaða sporða.

Ennfremur mynda samtvinnuðu sporðarnir stafinn „Z“ sem er alþjóðlegt tákn fyrir rafmagn.


Rannsóknir og þróun
Stefna

Kjarninn í sérþekkingu FURUNO á tæknisviði er skynjun, úrvinnsla og miðlun. Við munum leggja okkur fram um að auka samkeppnishæfni okkar á þessum þremur tæknisviðum svo við getum aukið til muna verðmæti vöru okkar og þjónustu á núverandi viðskiptasviðum okkar, þ.e. í rafeindabúnaði fyrir skip. Ennfremur ætlum við að ráðstafa þeim tilföngum sem við höfum í rannsóknir og þróun svo okkur verið kleift að stækka enn frekar þann vettvang sem við störfum á.

Útgjöld til rannsókna og þróunar á síðustu fimm árum

2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Milljónir jena 4.983 4.332 5.237 4.539 4.786 4.786 4.253 4.470 4.707
Hlutfall hreinnar sölu (%) 6,4 6,0 6,9 5,3 5,3 5,3 5,4 5,7 5,7

 

Á grundvelli vegvísis okkar fyrir rannsóknir og þróunarstarfsemi, sem unninn er af stakri kostgæfni samkvæmt starfsáætlun okkar, verður einnig komið á náinni samvinnu rannsókna- og þróunardeildar og hugverkaréttardeildar. Því næst er ætlunin að skapa mikilvæg hugverk sem nota má til að efla atvinnustarfsemi okkar í framtíðinni.


Umhverfisstefna

Til að vinna að sjálfbærni höfum við sett okkur umhverfisstefnu sem byggir á „verndun umhverfis jarðarinnar allrar“, „samfélagi sem aðhyllist endurvinnslu“ og „varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni“.
Við ætlum að beita umhverfisstjórnun, axla þá ábyrgð sem við berum sem félag og uppfylla væntingar samfélagsins til þess sem við framleiðum.

Skilaboð til samfélagsins

Við skulum vernda jörðina! Stefnum að því að 21. öldin verði öld vistfræðilegrar vitundar! FURUNO heldur áfram að gera allt sem í þess valdi stendur til að framleiða umhverfisvænar vörur.

Leiðbeiningar til verka

Vernda umhverfi jarðarinnar allrar
Við vinnum að því að draga úr notkun orku og aðfanga, minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda í öllu innkaupaferlinu, framleiðslu, dreifingu og losun með umhverfisvænni hönnun og þróun umhverfisvænnar vöru og þjónustu.

Skapa samfélag sem aðhyllist endurvinnslu
Við vinnum að því að fækka úrgangsefnum frá starfsemi okkar og á líftíma vörunnar með því að beita okkur fyrir því að minna fari til spillis, efni sé endurnýtt eða endurunnin.

Varðveita líffræðilegra fjölbreytni
Við beitum efnaáhættustjórnun til að vinna að því að draga úr notkun kemískra efna og finna önnur í stað þeirra sem hafa neikvæð áhrif á lífverur og umhverfið allt. Ennfremur vinnum við að því að leggja okkar af mörkum til verndunar sjávarumhverfisins og til að fiskveiðar verði sjálfbærar með þróun og sölu vara og kerfa sem stuðla að skilvirkari veiðum og nýtingu sjávarauðlinda.

Hlynna að fyrirtækjamenningu þar sem áherslan er á samlyndi við umhverfi og samfélag.
Til að stuðla að samræðu um umhverfismál ætlum við að styrkja og efla það traust sem við njótum. Það gerum við með því að upplýsa með virkum hætti um umhverfisstefnu okkar, starfsemi og árangur jafnt innan sem utan félagsins, og með góðum samskiptum við hagsmunaaðila. Við hvetjum líka mannafla okkar til að fylgja umhverfislöggjöf og reglum sem hafa áhrif á starfsemi okkar, vinna að góðri sambúð við samfélagið, axla samfélagslega ábyrgð okkar með aðgerðum í þágu umhverfisins og eiga frumkvæði sem kemur samfélaginu á hverjum stað og í heild til góða.


Innkaupastefna

FURUNO ELECTRIC CO., LTD. hefur haldið til haga grundvallarreglum sínum við innkaup til að þau okkar fari ávallt fram á hinn besta veg. Ennfremur höfum við sett okkur viðmið fyrir val á fyrirtækjum til samstarfs á grundvelli hlutlauss mats, með það að markmiði að rækta og viðhalda góðri samvinnu við þau fyrirtæki.

Grunnregla við innkaup

( 1 ) Fara að siðareglum fyrir innkaup

 • Við leggjum okkur fram um að fylgja viðkomandi lögum og reglum jafnt innanlands sem alþjóðlega sem og siðareglum FURUNO samstæðunnar. Til að innkaup okkar séu opinská og heiðarleg erum við staðráðin í að þiggja engan persónulegan ábata, skemmtun eða gjöf sem gengur lengra en eðlilegt má teljast í hverju samfélagi, frá fyrirtækjum sem við eigum í samstarfi við bæði nú og síðar.

( 2 ) Réttmætir viðskiptahættir

 • Við erum staðráðin í að veita öllum fyrirtækjum, án tillits til þjóðernis eða umfangs viðskipta, jöfn viðskiptatækifæri. Við metum fyrirhugaða samstarfsaðila með sanngjörnum hætti á grundvelli rökréttra, gagnsærra viðmiða eingöngu.

( 3 ) Lifað í sátt og samlyndi við fyrirtæki sem við eigum í samstarfi við

 • Við erum staðráðin í að jafnræði og fyllsta einlægni ríki í samskipti okkar við alla samstarfsaðila án tillits til þjóðernis þeirra og umfangs viðskipta. Við leggjum okkur fram við að koma á og viðhalda viðskiptatengslum við samstarfsaðila okkar sem byggja á gagnkvæmu trausti.

( 4 ) Unnið að því að móta besta umhverfi innkaupa

 • Til að innkaupum sé sinnt með besta hætti, jafnt innanlands sem alþjóðlega, leggjum við okkur fram um að beita þannig aðferðum við innkaup að okkur takist að efla gæði, ná betra verði og skemmri afhendingartíma, en taka á sama tíma tillit til sjónarmiða okkar um náttúruvernd.

( 5 ) Samfélagsleg ábyrgð í framkvæmd

 • Í náinni samvinnu við samstarfsaðila okkar leggjum við okkur fram um að uppfylla samfélagslega ábyrgð okkar sem fyrirtæki innan FURUNO samstæðunnar í gegnum alla aðfangakeðjuna.

 

Viðmið fyrir val á fyrirtækjum til samstarfs

( 1 ) Meginregla viðskipta

 • Rekstur og háttsemi fyrirtækja sem eru í samstarfi við okkur verða að vera opinská og heiðarleg um leið og tekið er tillit til reglufylgni og velferðar náttúrunnar.

( 2 ) Unnið að hámörkun við innkaup

 • Fyrirtækin sem við eigum í samstarfi við þurfa að fara að þeim stöðlum sem FURUNO setur um gæði, verð, afhendingartíma og náttúruvernd.

( 3 ) Stöðugt framboð smíðaefnis

 • Samstarfsaðilarnir þurfa að sjá okkur fyrir þeim smíðaefnum sem framleiðslurammi okkar og pantanastaða krefst og til staðar verður að vera stjórnunarkerfi sem auðveldar stöðugt framboð smíðaefnis.

( 4 ) Tækniþekking

 • Samstarfsaðilarnir þurfa að búa yfir nægilegri tækniþekkingu sem styður við aukna samkeppnishæfni í afköstum, gæðum og kostnaði.

( 5 ) Færni á sviði upplýsingastjórnunar

 • Fyrirtækin sem starfa með okkur þurfa að búa yfir upplýsingastjórnunarkerfum þannig að unnt sé að nota viðeigandi persónuupplýsingar, trúnaðarupplýsingar og allar aðrar upplýsingar sem teljast nauðsynlegar fyrir atvinnustarfsemi.

 

Afstaða FURUNO samstæðunnar til málma frá átakasvæðum

Samkvæmt grein 1502 í lögunum „Dodd-Frank Wall Street Reform and Consumer Protection Act“, sem samþykkt voru í Bandaríkjunum í júlí 2010, er þess krafist að fyrirtæki sem skráð eru í BNA gefi upp tilteknar upplýsingar varðandi málma frá átakasvæðum, þar með talið að hve miklu leyti þau nota málma frá átakasvæðum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó eða nágrannaríkjum þess í vörum sínum.
Til að vera áfram félagslega ábyrg að þessu leyti grípum við til aðgerða til að forðast notkun málma frá átakasvæðum, meðal annars tantal, tin, gull, volfram og önnur steinefni, þar sem möguleiki er á að afrakstur af sölu þeirra kunni að vera notaður til að fjármagna vopnaða hópa.
Við leitum eftir skilningi hjá fyrirtækjum sem við störfum með og þátttöku þeirra í eftirliti okkar.


Græn innkaup

FURUNO setur í forgang þætti sem hafa minni áhrif á umhverfið þegar kemur að innkaupum íhluta, smíðaefna, ritfanga, innréttinga og svo framvegis. Ennfremur forðumst við notkun eða hvetjum til þess að dregið sé úr notkun ákveðinna hættulegra kemískra efna við innkaup íhluta og smíðaefna. Með slíkum „grænum innkaupum“ erum við staðráðin í að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið við framleiðslu vara okkar.

 

Áhugi almennings á umhverfisvernd í heiminum hefur vaxið á undanförnum árum og Evrópusambandið hefur hert á reglugerðum um umhverfismál með því að framfylgja til dæmis tilskipununum um raf- og rafeindabúnaðarúrgang (WEEE) og um takmarkanir á hættulegum efnum (RoHS). Árið 2004 setti FURUNO sér græna innkaupastaðla fyrir íhluti og smíðaefni til að uppfylla þá félagslegu ábyrgð okkar að vernda umhverfið ásamt því að fara að reglugerðum sem fyrir voru. Eftir það hafa innkaup okkar tekið mið af grunnreglu umhverfisverndar og við höfum beint sjónum okkar aðallega að kemískum efnum í íhlutum og íðefnum í vörum okkar. Það væri ánægjulegt ef birgjar okkar, sem við metum mikils, legðust á árar með okkur þegar við vinnum að markmiði okkar um umhverfisvernd.

 

Til viðskiptavina okkar

Við hjá FURUNO leggjum okkur fram um að tryggja að vörur okkar uppfylli kröfur RoHS tilskipunarinnar og við munum gefa út samræmisyfirlýsingu á vefsíðu hverrar vöru þegar samræmi hefur verið staðfest.


NMEA verðlaun

Allt frá því að FURUNO vann til sinna fyrstu NMEA verðlauna árið 1971, í flokknum Besta fisksjáin, hefur FURUNO á hverju ári unnið til verðlauna í ýmsum flokkum.

NMEA samtökin (National Marine Electronics Association) hafa annars vegar það hlutverk, að styðja við áframhaldandi þróun hátækni hjá fyrirtækjum á sviði siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptatækja fyrir skip og báta og hins vegar að stuðla að því að sú tækni sé aðgengileg sem flestum.  Samtökin setja fyrirtækjum innan sviðsins staðla um stafræn samskipti milli einstakra tækja, samskiptareglur og fleira innan greinarinnar.

Á hverju ári veita NMEA samtökin verðlaun fyrir bestu hönnun, eiginleika og áreiðanleika.  Frá árinu 1971 hefur FURUNO hlotið 235 NMEA verðlaun, sem er meira en næstu tvö fyrirtækin hafa hlotið samanlagt.  Aðilar að NMEA samtökunum eru seljendur, dreifendur, sérfræðingar innan greinarinnar og tæknimenn sem samtökin viðurkenna.  Þeir úthluta NMEA verðlaununum með kosningu.  Það eykur orðspor FURUNO um allan heim, að hafa unnið til þessa mikla fjölda NMEA verðlauna, sem framleiðandi framúrskarandi og áreiðanlegra tækja.

NMEA verðlaun veitt FURUNO nokkur síðustu ár:

2020 Product of Excellence – Radar: Solid State Doppler Radar (DRS4D-NXT)
Product of Excellence – Fish Finder: Network Multi Beam Sonar (DFF-3D)
Product of Excellence – Commercial: IMO Radar (FAR-2228-BB)
Product of Excellence – NMEA2000 Sensor: Satellite Compass (SCX-20)
Product of Excellence – Marine Specialty: DEEP IMPACT TruEcho CHIRP™ (DI-FFAMP)
2019 Product of Excellence – Radar: Solid State Doppler Radar (DRS4D-NXT)
Product of Excellence – Fish Finder: Network Multi Beam Sonar (DFF-3D)
Product of Excellence – AIS: Class A AIS Transponder (FA-170)
Product of Excellence – NMEA2000 Sensor: Satellite Compass (SC-33)
Product of Excellence – Commercial: IMO Radar (FAR-2228-BB)
2018 Product of Excellence – Radar: Solid State Doppler Radar (DRS4D-NXT)
Product of Excellence – Fish Finder: Multi-Beam Sonar (DFF-3D)
Product of Excellence – AIS: Class A AIS (FA-170)
Product of Excellence – NMEA2000 Sensor: Satellite Compass (SC-33)
Product of Excellence – Commercial: IMO Radar (FAR-2127)
2017 NMEA Technology Of The Year: Network Multi Beam Sonar (DFF-3D)
Product of Excellence – Commercial: IMO Radar (FAR-2127)
2016 Product of Excellence – Radar: Solid State Doppler Radar (DRS4D-NXT)
Product of Excellence – Commercial: IMO Radar (FAR-2117)
NMEA Technology Of The Year: Solid State Doppler Radar (DRS4D-NXT)
2015 Best Radar: 12″ MARINE RADAR (FR-8065)
Best Navigation: Class A Ais Transponder (FA-150)
Best Fish Finding: Black Box Network Sounder (DFF1-UHD)
2014 Radar: NavNet TZtouch (TZTBB with DRS6A antenna)
Navigation: NavNet TZtouch (TZT14)
Fish Finding: 8.4″ COLOR LCD Fish Finder (FCV-587)
Manufacturer of the Year – Support: FURUNO U.S.A., INC.
2013 Radar: FURUNO NavNet TZtouch (TZT14, DRS4D UHD)
Navigation: FURUNO NavNet TZtouch (TZTBB)
Manufacturer of the Year – Support: FURUNO U.S.A., INC.
2012 Radar: FURUNO NavNet TZtouch (TZT9, DRS4D UHD)
Navigation: FURUNO NavNet TZtouch (TZT14)
Fish Finding: 8.4″ COLOR LCD Fish Finder (FCV-587)
Manufacturer of the Year – Support: FURUNO U.S.A., INC.
2011 Radar: FURUNO NavNet 3D DRS Ultra Hi-Def Radar Series
Navigation: FURUNO NavNet 3D MFDl2 Multi-Function Display
Fish Finding: FURUNO FCV-295 Digital Fish Finder
Marine Speciality: FURUNO SC-30 Satellite Compass
Manufacturer of the Year – Support: FURUNO U.S.A., INC.
Úr sögu Furuno
1938 FURUNO ELECTRIC SHOKAI LTD stofnað í Nagasaki, Japan.
1948 FURUNO setur á markað fyrsta fiskileitar dýptarmælinn í heiminum.
FURUNO ELECTRIC INDUSTRIES LTD stofnað í Nagasaki.
1951 SUISAN ELECTRIC INDUSTRIES, CO. LTD stofnað.
1955 FURUNO ELECTRIC CO. LTD. stofnað með yfirtöku á rekstri FURUNO ELECTRIC INDUSTRIES LTD.
1958 Útflutningur hefst, til Argentínu, Ástralíu og Kína.
1959 Ratsjár þróaðar fyrir skip.
1961 Fyrstu nótarsökknemarnir í heiminum þróaðir.
1964 Höfuðstöðvar FURUNO eru fluttar frá Nagasaki til Nishinomiya.
1965 Fyrsti höfuðlínumælirinn í heiminum þróaður.
1966 Framleiðsla hefst á tæknibúnaði fyrir aðra markaði en skip og báta.
1967 Framleiðsla hefst á sónurum, veðurkortaritum og miðunarstöðvum.
1971 Þróun Omega móttakara (staðsetningarkerfi).
1972 Furuno hlýtur NMEA verðlaun í flokknum Besta framleiðslan.
Þróaður er fyrsti japanski Doppler sónarinn og Scanning sónarinn.
1973 Sjálfstýringar, staðsetningar búnaður fyrir gervitungl og einfaldar hand talstöðvar þróaðar.
1974 Þróaður er Full-Circle Scanning sónar og Gyro áttaviti.
FURUNO NORGE A/S er stofnað í Noregi.
1976 Þróuð er Ultra-Compact ratsjá og Half-Circle Scanning sónar.
1978 FURUNO USA INC stofnað í Bandaríkjunum.
1978 Lokið er byggingu Miki verksmiðjunnar í Nishinomiya.
FURUNO UK LTD stofnað í Bretlandi.
1980 Þróaður er fyrsti straummælirinn í heiminum, leiðaritar með skjá og mikið endurbættir veðurkortaritar.
1981 Dýptarmælir fyrir vísindi þróaður.
1985 Þróuð fyrsta lita ratsjáin, lita höfuðlínumælir, botn sónar og ARPA (automatic radar plotting aid).
1986 Fyrsti „fugla“ radarinn þróaður og búnaður fyrir GPS staðsetningarkerfið.
1987 Þróuð er Fishery Monitoring ratsjá og fyrsta LORAN tækið með skjá.
FURUNO DANMARK AS er stofnað í Danmörku og FURUNO SVERIGE AB er stofnað í Svíþjóð.
1989 Stofnun FURUNO INT Center, ný miðstöð rannsókna og þróunar.
1990 Sjósett er skipið Spirit of Furuno 21 sem er rannsókna og tilrauna skip FURUNO fyrir fiskveiðar.
FURUNO FRANCE SA stofnað í Frakklandi.
1991 Þróuð er fyrsta þráðlausa skipsflautan, ratsjá fyrir fiskveiðar og Digital Mapping System.
1992 Kinematic GPS tæki þróað og GPS tæki fyrir flugvélar.
FURUNO ESPANA SA stofnað á Spáni.
1993 DGPS tæki sett á markað.
1994 NAVNET, Integrated Navigation skjátæki þróuð.
1995 Integrated Bridge System þróað ásamt GPS-time server.
1998 Sambyggt tæki með ratsjá, leiðarita og dýptarmæli sett á markað.
1999 Þróaður búnaður til að fylgjast með jarðskorpu hreyfingum.
2000 GPS áttavitar þróaðir
2001 Navnet búnaðurinn settur á markað.
2002 AIS tæki og VDR búnaður þróaður.
FURUNO NAVINTRA OY (nú FURUNO FINLAND OY) stofnaði í Finnlandi.
Framleiðsla á eigin magnetrónum hefst.
2003 FURUNO SOFTECH CO LTD stofnað í Dalian, Kína.
2004 Þróaður er Tanken Maru fiskveiðibúnaður fyrir skemmtibáta.
FURUNO POLSKA Spzoo stofnað í Póllandi.
FURUNO European Distribution Centre (FEDC) stofnað í Hollandi.
2005 Fyrsti tveggja tíðna sónarinn í heiminum þróaður af FURUNO.
Framleiðsla hefst i nýrri verksmiðju í Kína; FURUNO DONG GUAN FACTORY.
FURUNO DEUTSCHLAND GmbH stofnað í Þýskalandi.
FURUNO EURUS LLC stofnað í Rússlandi.
FURUNO INS Training Center (INSTC) stofnað í Danmörku.
2006 FURUNO kaupir 49% hlut í franska fyrirtækinu SIGNET SA, framleiðanda Maxsea.
FURUNO EUROPE BV er stofnað í Hollandi.
Þróaður er VR-3000S búnaðurinn og Ultra Sensitive GPS móttakarinn GM-83.
2007 AIS móttakarinn FA-30 þróaður.
Fjölnota tækið Navnet 3D sett á markað.
FURUNO SHANGHAI CO LTD stofnað í Kína.
2009 FURUNO HELLAS LTD stofnað í Grikklandi.
FURUNO BROADBAND SERVICE CENTER ApS stofnað í Danmörku.
FV-100 VSAT búnaður og FELCOM 250/500 Inmarsat búnaður settur á markað.
SafeComNet þjónustan fyrir notendur gervitungla sett á laggirnar.
2010 FURUNO yfirtekur fyrirtækið RICO PTE í Singapore.
2011 FURUNO INS Training Center (INSTC) stofnað í Singapore.
FUNOTEC (DALIAN) CO LTD stofnað í Kína.
2012 FURUNO NavSkills og Computer Aided Training (NavSkills CAT) sett á laggirnar.
FURUNO CYPRUS LTD  stofnað á Kýpur.
2013 FURUNO KOREA CO LTD stofnað í Suður Kóreu.
Nettengdi Black Box dýptarmælirinn DFF1-UHD þróaður.
Veður ratsjárnar WR-2100 og WR-50 þróaðar.
2014 FURUNO ITALIA SRL stofnað á Ítalíu.
Þráðlausa LAN ratsjáin DRS4W þróuð.
2015 Nafni RICO PTE í Singapore breytt í FURUNO SINGAPORE PTE LTD.
FCV-1900G dýptarmælirinn þróaður með TruEcho CHIRP tækninni sem gefur óviðjafnanlega stærðargreiningu á einstökum fiskum.
2016 FURUNO CHINA CO LTD stofnað í Kína.
2017 PT Furuno Electric Indónesía stofnað í Indónesíu.
Furuno Panama, S.A. stofnað í Panama.
Þróuð er Doppler veðurratsjá, WR110.
2018 Furuno kaupir meirihluta hlutabréfa í nýsjálenska fyrirtækinu Electronic Navigation Limited
Furuno Electric Malaysia SDN. BHD. stofnað í Malasíu
2019 Þróaður er GNSS sveiflugjafi (Oscillator), GF-88
Þróaður er siglingabúnaðurinn og -kerfið FURUNO ENVISION AR Navigation System (Model AR-100M)
2020 Furuno yfirtekur fyrirtækið EMRI A/S í Danmörku.
HermAce fjarvöktunar- og stjórnunarbúnaður Furuno hlýtur „Digital Twin Ready“ vottun Lloyd’s Register.
Þróaður er NavNet TZtouch3 búnaður.
Þróaður er þrívíddar hálfhrings litasónarinn FSV-75.
2021 Þróaður er dýptarmælirinn FCV-38, með stöðugleika eiginleika og stærðargreiningu.