Sonihull

Gróðurmyndun af völdum frumdýra og gerla kostar sjávarútvegsfyrirtæki heimsins billjarða króna árlega. Þörungar, hrúðurkarlar og óæskilegur sjávargróður sem vex á skipsskrokknum orsaka mikla sjávarmótstöðu við siglingu skipsins, sem eykur olíunotkun og losun gróðurhúsa lofttegunda. Sonihull kemur í veg fyrir og heftir þessa óæskilegu gróðurmyndun og vöxt.

Sonihull búnaðurinn byggir á örhljóðsbylgjutækni sem er laus við örplast, eiturefni og önnur sæfiefni (lífeyðandi efni) og samanstendur af ferjöldum (botnstykkjum (Transducers)) sem tengjast sendi- og stjórneiningu með innbyggðum spennugjafa. Búnaðurinn er fáanlegur í misstórum stöðluðum kerfum með mismunandi mörgum ferjöldum, allt frá einu til tólf ferjalda og stærri kerfin eru stækkanleg um nokkur hundruð ferjöld.

Sonihull virkar gegn gróðurmyndun af völdum frumdýra og gerla á flestum gerðum skipsskrokka, þ.m.t. úr stáli, ryðfríu stáli, áli, trefjastyrktu plasti (glerstyrktu), Kevlar gervitrefjum, títan og hörðu plasti. Búnaðinum er öllum komið fyrir innan skips. Uppsetning búnaðarins getur farið fram hvenær sem er og þarf ekki að miðast við slipptöku.

Ávinningur Sonihull kemur strax í ljós á þeim stöðum á skipsskrokknum sem eru útsettir fyrir gróðurmyndun og þörungavexti, við sjóinntök, stýrisbúnað, sjókæla o.fl. Með kerfinu má draga verulega úr notkun málningar sem ætlað er að minnka gróðurmyndun og inniheldur mikið magn óumhverfisvænna efna. Lífríkisins og umhverfisins vegna er Sonihull góð fjárfesting.

Búnaðurinn truflar ekki önnur tæki eða rafeindabúnað, svo sem sónara og dýptarmæla. Uppsetning er einföld, ferjöldunum er komið fyrir innanskips, engin suðuvinna.

Sonihull búnaðurinn hentar einnig vel til að verja varmaskipta og annan sambærilegan búnað sem notar mikið vatn eða sjó, fyrir myndun örveirufilmu. Hún minnkar afköst og veldur því að nauðsynlegt er að taka varmaskiptana reglulega í sundur til hreinsunar. Með því að nota Sonihull þá minnkar verulega sá tími sem fer í rekstrarstöðvun á varmaskiptunum og sambærilegum búnaði vegna upptektar og hreinsunar. Þá dregur Sonihull búnaðurinn mjög úr þörf á notkun hreinsiefna, sem gerir hann að mjög umhverfisvænum kosti.

Vörulýsing

Mono / Duo / Sonihull8 afl 3,6W / 7,2W / 30W Spenna: 110-240 VAC / 12-24 VDC
ferjalda vatnsheld: IP68 Stýrisbúnaður vatnsheld: IP65
Sonihull Mono ferjaldar 1 Sonihull Duo ferjaldar 2
Sonihull8 ferjaldar 8 fyrir hvert stjórnbox (hámark 256)

PDF Skjöl

Bæklingur Sonihull Bæklingur
Leiðarvísir Sonihull Leiðarvísir
Leiðarvísir Sonihull8 Leiðarvísir