WASSP F3

F3 er ný kynslóð WASSP dýptarmæla sem eru framleiddir af nýsjálenska fyrirtækinu WASSP sem er að hluta til í eigu Furuno. Mælirinn er fjölgeislamælir, endurhönnun eldri WASSP mæla sem byggir á nýrri gerð af stafrænum sendi (DRX transceiver). Við hönnunina var lögð áhersla á notendavænt viðmót, fjölbreytileika og nákvæmni. Mælinn má fá í ýmsum útgáfum, allt eftir því hvað hentar hverju skipi og veiðiskap.

Geislabreiddin, sem er samsett úr 224 sendigeislum, er mest 120 gráður og mælirinn gjörbreytir þvi veiðum á grunnsævi. Stilla má sendigeislann þrengra en 120 gráður. Þá er notuð ný tækni við úrvinnslu endurvarpa sendigeislans sem gefur frábæra tví- og þrívíddarmynd af botninum.

Fullyrða má að enginn dýptarmælir gefi betri gögn í rauntíma en F3. Þegar unnið er með 224 geisla samtímis á svo stóru svæði sem svarar til 120 gráðu geislabreiddar, finnst fiskur fyrr en gerist í hefðbundnum dýptarmælum með mun þrengri geisla. F3 mælirinn gefur einnig betri mynd af sjávarbotninum en menn eiga að venjast, þar með talið botnhörkunni. Allt skilar þetta sér einnig í minni tímasóun, olíusparnaði og færri tjónum á veiðarfærum.

F3 WASSP mælirinn dregur raunverulega upp ótrúlega góð kort af sjávarbotninum, lögun hans og hörku, hraðar en þekkist í öðrum mælum. Einnig er hægt að kaupa með honum hugbúnaðareiningu sem gerir mælinn tengjanlegan við TimeZero. Þar með opnast enn meiri möguleikar til botnkortagerðar, sem byggir á sjálfvirkri söfnun dýpisupplýsinga fyrir tví- og þrívíð botnkort. Botnkortin er svo hægt að vinna með beint í TimeZero.






Vörulýsing

Tíðni: 136 – 184 kHz Sendiorka: 1.2 kW
Skjástærð: BB Drægi: 150 m
Mótun: CM/FM Geislafjöldi: 224
Spenna: 12-24 VDC Straumtaka: 0.5 – 1.0 A
Ölduleiðrétting: FDF: Nei
FFS: Nei NavNet:
AccuFish: Nei CHIRP:
BDS: Já (Botnharka) DSP: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur WASSP-F3 Bæklingur
Bæklingur WASSP-F3 Tæknileg atriði