Tölva fyrir rekka

Flytjum inn tölvur, sérstaklega framleiddar fyrir Brimrún, sem eingöngu eru saman settar úr einingum sem standast ítrustu kröfur um gæði. Auk þess að vera ætlað að ráða sem best við aðstæður til sjós og endast vel og lengi, nýta tölvurnar eiginleika Maxsea Time Zero til fulls og halda uppi fullum samskiptum við önnur siglingatæki. Tölvurnar hafa fyllilega staðið undir væntingum sem hágæða vara sem uppfyllir sífellt vaxandi kröfur sem gerðar eru til tölvubúnaðar í dag.

Staðalstærð rekka kassans er 3U.

Vörulýsing

Stærð: 48,2 cm (B) 39,0 cm (D) x 13,3 cm (H) Þyngd: 10,5 kg
Spenna: 100 – 240 VAC Straumtaka: 6.3 – 3.15 A