Navitron NT1000 hallamælir

Navitron NT1000 hallamælirinn (Inclinometer) reiknar halla (Heel) skips með aðdráttaraflsmælingum. Niðurstöður mælinganna eru annað hvort birtar sem gráður eða prósentur út frá fleti með hallann núll (Level Zero Plane). NT1000 er mun nákvæmari og áreiðanlegri en mælar sem byggja á notkun pendúls og hefur marga kosti umfram slíka mæla, þar á meðal að geta tengst VDR (Voyage Data Recorder) og BAMS (Bridge Alert Management Systems) búnaði.

NT100 hallamælirinn er hannaður til að uppfylla öryggiskröfur IMO, MSC. 363(92) og er sterkbyggður og nákvæmur EPR hallamælir (Electronic Pitch & Roll).

Þá er NT1000 að fullu viðurkenndur (Fully Type Approved) af flokkunarfélögunum Germanischer Lloyd, Bureau Veritas og Det Norske Veritas.

Upplýsingar um dýfu og veltu (Pitch & Roll) o.fl. birtast í rauntíma á skjá mælisins sem er 4“ litaskjár. Tengja má allt að þrjá auka skjái (Slave Display) við mælinn. Í mælinum eru vistaðar tvær lotur af upplýsingum, annars vegar fyrir síðustu þrjár mínútur og hins vegar fyrir síðustu þrjátíu mínútur. Þessar upplýsingar má fá fram á línuriti á skjánum.

Stillingar varðandi viðvaranir gerir notandi í uppsetningar valmynd (Set Up Menu). Hallaviðvaranir (Heel Limit Alarm) má senda sem skjáviðvörun og / eða hljóðviðvörun til staða utan brúarinnar, t.d. í klefa skipstjórnenda. Einnig er hægt að tengja viðvörunarútgang við ýmis viðvörunarkerfi sem eru til staðar. Ef nota á fleiri en einn skjá þarf Navitron tengikassa (Junction Box).

Hallamælirinn vinnur á 24 VDC. Millikaplar (Interconnections Cables) eru í þriggja metra lengdum og tengi eru ásett, kaplarnir því tilbúnir til tengingar við einingar kerfisins.

Einfalt er að setja hallamælinn upp, til innfellingar í púlt eða með borðfestingum.

Vörulýsing

NMEA0183: NMEA2000:
Skjástærð: 4.3″ Vatnsheld: IP56
Spenna: 12 – 24 VDC Straumtaka: 0.84 – 0.42 A

PDF Skjöl

Bæklingur Navitron NT1000 Bæklingur