McMurdo SmartFind E5A EPIRB

EPIRP (Emergency Position Indicating Radio Beacon) er neyðarsendir/-bauja fyrir skip, sem gefur upp staðsetningu sendisins og ýmsar aðrar upplýsingar. Þegar sendirinn fer í gang sendir hann neyðarboð á neyðartíðninni 406 MHz sem COSPAS-SARSAT gervitunglakerfið nemur og sendir áfram um jarðstöð til strandstöðva (Rescue Coordination Centre (RCC)) næst sendinum sem setja í gang björgunarferli. COSPAS-SARSAT gervitunglin mynda hnattrænt net og nema neyðarsendingar frá öllum svæðum jarðarinnar.

Tvenns konar EPIRP sendar sem fljóta (baujur) eru til fyrir skip. Annars vegar sendir sem er festur í brú skipsins við útgöngudyr og losa þarf handvirkt ef skipið sekkur. Hins vegar sendir sem losnar sjálfvirkt og flýtur upp ef skip sekkur. Báðir sendarnir senda neyðarboð sjálfvirkt þegar þeir lenda í sjó og báða má setja handvirkt í gang.

EPIRP neyðarsendarnir frá McMurdo heita Smartfind E5 og G5. G5 er með innbyggðum GPS móttakara, ekki E5. Staðsetningarnákvæmni E5 sendanna er 3ja sjómílna radíus, G5 100 metra radíus. Endingartími rafhlöðunnar er að lágmarki 48 klst. eftir að sendirinn fer í gang. Geymsluendingartími hennar er 5 ár.

Smartfind E5 og G5 fyrir handvirka losun eru í sérstakri festingu fyrir handvirka losun. Smartfind E5 og G5 fyrir sjálfvirka losun eru í sérstöku húsi sem uppfyllir kröfur SOLAS um sjálfvirka losun.

Auk þess að senda neyðarboð á 406 MHz, senda Smartfind E5 og G5 neyðarboð á 121,5 MHz, sem er neyðartíðni flugvéla á VHF bandi.

Vörulýsing

GMDSS / IMO: Senditíðni: 406 / 121.5 MHz
Innbyggður GPS: Nei Ábyrgð: 5 ár
Geymsla rafhlöðu: 6 ár Ending rafhlöðu: 48 klst