McMurdo S5 AIS SART

S5 AIS SART – AIS neyðarsendir frá McMurdo

Frá árinu 2010 hefur AIS-SART (Search and Rescue Transmitter) verið valkostur sem GMDSS búnaður í stað radarsvara.  AIS-SART er með innbyggðum GPS móttakara og sendir neyðarboð á VHF bandi AIS kerfisins (161,975 MHz og 162,025 MHz) ásamt upplýsingum um eigið skip og staðsetningu þess.  Upplýsingarnar birtast á AIS tækjum og ECDIS tækjum annarra skipa sem nema neyðarboðin.

S5 AIS neyðarsendirinn er fyrirferðarlítill og léttbyggður, hannaður til að standast ströngustu kröfur IMO og GMDSS fyrir skip og flugvélar.   McMurdo hefur sérhæft sig í hönnun og framleiðslu neyðarbúnaðar og S4 er ætlað rísa undir ítrustu kröfum um áreiðanleika þegar neyðarástand skapast.

Vörulýsing

GMDSS / IMO: Vatnsheld: > 10 m
Geymsla rafhlöðu: 5 ár Ending rafhlöðu: 96 klst

PDF Skjöl

Bæklingur McMurdo S5 Bæklingur
Leiðarvísir McMurdo S5 Leiðarvísir