S4 SART radarsvari frá McMurdo
SART (Search And Rescue Transponder) radarsvarinn er neyðarsendir sem er hannaður fyrir björgunarbáta í skipum annars vegar og hins vegar til að vera handbúnaður sem menn taka með sér frá skipsborði ef yfirgefa þarf skipið í neyð. Þegar radarsvarinn nemur sendigeisla frá X-band ratsjá annars skips eða flugvélar fer hann sjálfvirkt í gang og sendir svarmerki sem birtist á ratsjá skipsins sem röð 12 punkta milli radarsvarans og skipsins.
Radarsvara þarf að setja handvirkt í gang þegar um borð í björgunarbát er komið. Það að hann hefji ekki sendingar fyrr en hann nemur merki frá X-band ratsjá lengir endingartíma rafhlöðunnar . Algengt er að rafhlaðan endist í um 96 klst. eftir að radarsvarinn er settur í gang.
S4 radarsvarinn er fyrirferðarlítill og léttbyggður, hannaður til að standast ströngustu kröfur IMO og GMDSS fyrir skip og flugvélar. McMurdo hefur sérhæft sig í hönnun og framleiðslu neyðarbúnaðar og S4 er ætlað rísa undir ítrustu kröfum um áreiðanleika þegar neyðarástand skapast.
Vörulýsing
GMDSS / IMO: | Já | Vatnsheld: | > 10 m |
Geymsla rafhlöðu: | 5 ár | Ending rafhlöðu: | 96 klst |
PDF Skjöl
Bæklingur | McMurdo S4 Bæklingur |
Leiðarvísir | McMurdo S4 Leiðarvísir |