Furuno VR-7000

Furuno VR-7000 er sjálfvirkur siglingariti (Voyage Data Recorder (VDR)) sem skráir sjálfvirkt allar helstu siglingaupplýsingar til að unnt sé að finna orsök óhappa og slysa við siglingar.  Þessar upplýsingar geta einnig reynst mikilvægar til að fyrirbyggja að slík atvik endurtaki sig.  VR-7000 siglingaritinn uppfyllir allar kröfur IMO.

Sjálfvirkur siglingariti er sambærilegur búnaður og svarti kassinn í flugvélum.  VR-7000 færir rannsakendum sjóslysa upplýsingar um aðgerðir og fyrirmæli við stjórnun skipsins í aðdraganda slyssins.  Búnaðurinn safnar upplýsingum frá öllum siglingatækjum og nemum sem tengd eru við hann og vistar þær í sérstakri afritunarstöð (External Data Recording Unit (DRU)).  Í VR-7000 eru tvær slíkar afritunarstöðvar, innsiglaðar (Tamperproof), önnur er höfð föst í skipinu, hin flýtur.  Afritunarstöðvarnar eru byggðar til að standast mikinn vatnsþrýsting, högg, hita og annað álag sem getur orðið við slys.  Þegar afritunarstöð finnst geta yfirvöld lesið gögnin í henni við rannsókn orsaka slyssins.

Breyta  má myndmerki (DVI, RGB o.fl.) yfir í netstraum og tengja þannig um netkerfið ýmis tæki inn á VR-7000 eins og Furuno radara (FAR-15×8 og FAR- 2xx7), ECDIS og ýmis önnur tæki.  Nýjustu tæki frá Furuno sem hafa nettengi geta tengst beint inn á siglingaritann um netkerfi, svo sem FMD-3100 ECDIS, FAR-3000 radar o.fl.

Allar helstu gerðir nema (Sensors) má tengja við VR-7000 með nemabreytum, hliðræna (Analog) og stafræna (Digital) nemabreyta fyrir hliðræn og stafræn merki.   Eins má notast við nettengjanlega nemabreyta.  Til er mikið úrval af þessum breytum sem gerir það mögulegt að tengja nánast hvaða merki sem sem er inn í kerfið.

VR-7000 geymir gögn síðastliðinna 48 tíma á afritunareiningunum tveimur.  Forritið “Live Player” er notað til að endurspila upptökur úr kerfinu ef fara þarf yfir vistuð gögn.  Einnig geymir siglingaritinn gögn í 30 daga (720 klst) á hörðum diski (Solid State Drive (SSD)) sem er innbyggður í stjórneiningunni.  Myndir frá ratsjám og ECDIS eru vistaðar með 15 sek. millibili.  Siglingaritinn getur geymt myndmerki frá allt að 5 tækjum.  Átta sjálfstæðar hljóðupptökurásir eru í VR-7000 til að nema tal og önnur hljóð í brúnni og á brúarvængjunum.  Þá eru sérstakar rásir fyrir upptöku á VHF talstöðvarsamtölum fyrir þær tvær VHF talstöðvar sem skylt er að tengja við siglingaritann.

Merki frá öllum búnaði sem krafist er af IMO má að sjálfsögðu tengja inn á VR-7000:  AIS, brúarviðvörunar kerfi, stjórnkerfi, stýrisstöðu, brunahurðir, rafrænan hallamæli, rafræna leiðarbók o.fl.

Vörulýsing

Skjástærð: 4.3″ Hljóðrásir: 8
VHF hljóðrásir: 2 LAN tengi: 13 (1 fyrir PC)
Serial inngangur: 8 (hægt að fjölga) Snertu inngangur: Valkostur
Hliðrænn inngangur: Valkostur DVI inngangur: Valkostur (allt að 5)
Skammtímaupptaka: 48 klst Langtímaupptaka: 720 klst
USB: Já (1) Live Player:
Spenna: 100 – 230 VAC Straumtaka: 1.6 – 0.7 A

PDF Skjöl

Bæklingur VR7000 Bæklingur
Leiðarvísir VR7000 Leiðarvísir