Furuno TS-337A

TS-337A höfuðlínusónarinn frá kanadíska fyrirtækinu Imagenex er OMNI-sónar, þróaður í samstarfi við Furuno í Noregi.  Sónarinn er kapaltæki til notkunar við bæði flottroll og botntroll.  Nýjasta hljóðbylgjutækni (Ultrasonic Technology) er notuð til að fá 360 gráðu rauntímamynd af opnun trollsins.

OMNI-botnstykki (Omnidirectional Transducer) er í höfuðlínusendi sónarsins og sendigeislinn er því eins og í hringsónurum, fer samtímis 360 gráður, allan hringinn, lóðrétt frá botnstykkinu sem snýr fram á sendinum.  Skjámynd sónarsins er því rauntímamynd sem sýnir opnun trollsins, hegðan þess og innkomu.

Í höfuðlínusendinum er  þrýstinemi (Pressure Sensor) sem gefur upplýsingar um fjarlægð að yfirborði (dýpið sem sendirinn er á), hitanemi fyrir sjávarhitann, stefnunemi (Heading Compass) sem sýnir hvernig sendirinn snýr í afstöðu til skipsins, veltunemi (Roll and Pitch Sensor) sem sýnir hvernig sendirinn liggur í afstöðu til lárétts flatar og botnstykki sem snýr aftur (Backward Yransducer) til að taka á móti merkjum frá aflanemum (Catch Sensors).  Þá er dýptarmælir í höfuðlínusendinum  sem vinnur á OMNI-botnstykkinu.  Stefnu sendigeisla dýptarmælisins má breyta (Tilt) með einföldum hætti frá sjálfgefinni lóðréttri stefnu.  Allt gefur þetta afar mikilvægar upplýsingar um hegðan og lögun trollsins og afstöðu þess til botnsins.

Meðal fastra skjáframsetninga (Display Modes) eru; lóðrétt mynd (Vertical Scanning), dýptarmælismynd (Down Sounding) og hita- og dýpismynd (Temp/Depth).  Þá getur skipstjórnandinn  hannað sínar eigin skjáframsetningar á einfaldan hátt.

Með TS-337A má hafa alls 4 aflanema á trollpokanum.  Aflanemarnir senda hljóðbylgjumerki í höfuðlínusendinn þegar netmöskvar trollpokans þenjast út vegna aflans sem safnast í pokann og þaðan berst það um kapalinn í vinnslueininguna.  Þessar upplýsingar koma í veg fyrir að of mikill afli safnist í pokann, geta þannig fyrirbyggt skemmdir á trollinu og segja til um hvenær tímabært er að hífa inn trollið.

Vörulýsing

Skjástærð: BB Tíðni: 120 kHz
Mesta dýpi: 2000 m Skannsvæði: 360 °
Þrepa stærð: 360 ° / 0,8 sec Ending rafhlöðu: 1500 klst
Spenna: 110 – 220 VAC Straumtaka: 1.0 – 2.0 A

PDF Skjöl

Bæklingur TS337A Bæklingur