Furuno TS-331A

TS-331A höfuðlínusónarinn frá kanadíska fyrirtækinu Imagenex er þróaður í samstarfi við Furuno í Noregi.  Sónarinn er kapaltæki til notkunar við uppsjávar togveiðar.

Hraði skipsins, lengd togvíra og straumar hafa áhrif á opnun trollsins og hegðan þess í sjónum.  TS-331A birtir þetta myndrænt á skjá tækisins, hegðan trollsins, opnun, hreyfingu og dýpt og nýtir til þess nýjustu hljóðbylgjutækni (Ultrasonic Technology).

TS-331A samanstendur af höfuðlínusendi (Sonar Head) sem staðsettur er á höfuðlínu trollsins, vinnslueiningu (Processor) í skipsbrúnni og kapli (Data Wire).  Í höfuðlínusendinum er innbyggt geislasónars botnstykki (Scanning Array Transducer), dýptarmælis botnstykki (Down Sounding Transducer), þrýstinemi (Pressure Sensor) sem gefur upplýsingar um fjarlægð að yfirborði (dýpið sem sendirinn er á), botnstykki sem snýr aftur (Backward Transducer) til að taka á móti merkjum frá aflanemum (Catch Sensors) og afar nákvæmur hreyfiskynjari (Motion Sensor).  Hreyfiskynjarinn nemur hreyfingu eða tilfærslu trollsins og birtir hana á skjá tækisins.  Þessar upplýsingar eru afar gagnlegar skipstjórnandanum við veiðiskapinn.

Meðal skjáframsetninga (Display Modes) sem eru í boði eru; lóðréttur sendigeisli (Vertical Scanning), dýptarmælir og hita- og dýpisgraf.  Myndin fyrir lóðréttan sendigeisla sýnir lögun trollopsins, hreyfingu trollsins og trollið í afstöðu til botnsins.  Allar skjáframsetningarnar geta verið samtímis á skjánum og stærð og staðsetning glugga hverrar framsetningar getur skipstjórnandinn hannað og ákveðið eftir því sem hentar á hverjum tíma.  Með TS-331A má hafa alls  4 aflanema á trollpokanum.  Aflanemarnir senda hljóðbylgjumerki í höfuðlínusendinn þegar netmöskvar trollpokans þenjast út vegna aflans sem safnast í pokann og þaðan berst það um kapalinn í vinnslueininguna.  Þessar upplýsingar koma í veg fyrir að of mikill afli safnist í pokann, geta þannig fyrirbyggt skemmdir á trollinu og segja til um hvenær tímabært er að hífa inn trollið.

Vörulýsing

Skjástærð: BB Tíðni: 120 kHz
Mesta dýpi: 2000 m Skannsvæði: 360 °
Þrepa stærð: 0.3, 0.6, 0.9, 1.2, 2.4 ° Ending rafhlöðu: 1000 klst
Spenna: 110 – 220 VAC Straumtaka: 1.0 – 2.0 A

PDF Skjöl

Bæklingur TS331 Bæklingur