Furuno NavPilot 700

Furuno NavPilot er framúrskarandi sjálfstýring fyrir margar gerðir skipa. Hugbúnaður í sjálfstýringunni aðlagar stýringuna að siglingu og stýriseiginleikum eigin skips og heldur skipinu á réttri stefnu með stöðugri úrvinnslu mikilvægustu siglingaupplýsinga, þ.e. hraða skipsins, drift, veðri o.fl.
Margar skjámyndir eru í boði, sem gerir notanda kleift að setja upplýsingar fram á skjáinn á þann hátt sem hentar eigin þörfum, með tölulegum og grafískum upplýsingum.
Allt frá því að sjálfstýringin er sett upp um borð, til síðustu siglingar, lærir NavPilot 700 á stýriseiginleika skipsins. Þetta gerir sjálfstýringunni kleift að bregðast sífellt við gagnvart hraða, drift, veðri o.s.frv. Þessar upplýsingar eru síðan geymdar í minni í stjórneiningunni þar sem þær eru í sífelldri endurvinnslu til að bæta eiginlega sjálfstýringarinnar.

Vörulýsing

NMEA0183: Já (2) NMEA2000:
Skjástærð: 4.6″ Vatnsheld: IP56
Spenna: 12 – 24 VDC Straumtaka: 4.0 – 2.0 A
Fantum Feedback: FPS:

PDF Skjöl

Bæklingur NAVpilot700 Bæklingur
Leiðarvísir NAVpilot700 Leiðarvísir