Furuno NavPilot 300

NAVpilot-300 er ný sjálfstýring sem byggir á margs konar nýjum búnaði sem Furuno hefur þróað, þ.m.t. hreyfifjarstýringu (Gesture Controller) og Fantum Feedback hugbúnaði.  Sjálfstýringin er stöðugt að læra á stýriseiginleika skipsins og eru þær upplýsingar geymdar í minni hennar og eru í sífelldri endurvinnslu til að bæta eiginlega sjálfstýringarinnar.

NAVpilot-300 er auðveld í uppsetningu og hún er með NMEA2000 tengi.  Vinnslueiningin (Processing Unit) er vatnsþétt skv. IP55 staðli og stjórneiningin (Control Unit) skv. IP56 staðli.

Í stýringunni eru sérstakir eiginleikar til að auka á örugga siglingu (Safe Helm) og nýtingu eldsneytisins (Power Assist).

Velja má milli ýmissa skjáframsetninga, allt eftir því hvaða upplýsingar hentar að hafa á skjánum hverju sinni.  Valmyndir og myndrænar framsetningar eru einfaldar og notendavænar.  Skjáinn má stilla á dag- eða næturstillingu, upplýsingar eru því mjög greinilegar, óháð birtu og tíma dags.

NAVpilot-300 er tengjanleg við NavNet Time Zero Touch og stjórna má stýringunni frá MFD skjá (Multi Function Display) þess tækis, þ.m.t. skjáframsetningum, stefnu, frumstillingum o.fl.

Vörulýsing

NMEA0183: Nei NMEA2000:
Skjástærð: 4.1″ Vatnsheld: IP55 / IP56
Spenna: 12 – 24 VDC Straumtaka: 0.22 – 0.11 A
Fantum Feedback: FPS:

PDF Skjöl

Bæklingur NAVpilot300 Bæklingur
Leiðarvísir NAVpilot300 Leiðarvísir