Furuno Model 1815

Model 1815 radarinn er 8,4“ lita LCD radar, hannaður fyrir smærri fiskiskip, skútur og skemmtibáta. Radarinn er með ýmsum snjöllum nýjungum en einfaldur í notkun. Gæði og áreiðanleiki einkenna þennan radar eins og aðra Furuno radara. Við slæmar aðstæður eins og mikla þoku og mikinn vindstyrk er skjámyndin frábærlega skýr. Ný tækni Furuno sem nýtir þrönga sendipúlsa og tvöfalda IF bandbreidd skilar því að land og mörk í lítilli fjarlægð birtast á mjög nákvæman og greinilegan hátt á skjánum. Skjárinn er vatnsheldur og hentar í opna báta.

Í radarnum er notast við „Fast Target Tracking“ tækni Furuno og „True Trail Mode“ og „True View Mode“ tæknilausnirnar til að tryggja hámarks árangur við að greina og staðsetja mörk.

Fast Target Tracking eiginleikinn í þessari ratsjá vinnur með 10 mörk samtímis. Þegar einstök mörk (skip) eru skoðuð nánar birtast upplýsingar um hraða og stefnu þeirra á skjá radarsins eftir aðeins nokkrar sekúndur. Fyrir skipstjórnandann er afar mikilvægt að fá þessar upplýsingar með svo einföldum hætti.

Þegar Model 1815 radarinn er tengdur við Furuno FA-30/50 AIS tæki, má ferla og fá upplýsingar um allt að 100 AIS mörk fram á radarskjáinn. AIS tækin auka öryggi við siglingar, annars vegar með því að senda ýmsar upplýsingarnar um eigið skip, þ.m.t. stefnu og hraða, til annarra nálægra skipa sem eru með AIS tæki og hins vegar með því að taka á móti sömu upplýsingum frá öðrum skipum.

Í True Trail framsetningunni birtast mörk sem hreyfast með eftirglóð. Á augabragði verður hreyfing og stefna nálægra skipa mjög áberandi á skjá tækisins.
Vörulýsing

Tíðniband: X-BAND Sendiorka: 4 kW
Skjástærð: 8.4″ Drægi: 0.0625 – 36 NM
Mótun: Solid State: Nei
Snúningshraði: 24 rpm Loftnetsstærð: 19″
Spenna: 12 – 24 VDC Straumtaka: 3.2 – 1.6 A
UHD: Nei Fjöldi ARPA: 10
FTT: ACE: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur Model 1815 Bæklingur
Leiðarvísir Model 1815 Leiðarvísir