Kalltæki (Loud Hailer) Model LH-5000
LH-5000 er mikilvægt öryggistæki þegar vá er fyrir dyrum. Tækið gagnast til viðvarana, samskipta og samhæfinga.
Tækið er 8 rása, tvö gjallarhorn (Hailers) og 6 hátalarar (Intercomms) og hentar mjög vel þegar samhæfa þarf aðgerðir hvort sem er á stórum skipum eða svæðum í landi.
Þegar tækið er stillt á Sírenu (Siren Mode) þarf aðeins að kveikja á rofa til að senda út viðvörunarhljóð. Kalla má í báðar áttir, frá tækinu og til baka gegnum gjallarhornin og hátalarana.
Þoka og slæmt skyggni geta skapað hættuástand til sjós. Í LH-5000 eru 8 mismunandi viðvörunarhljóð, þ.m.t. sérstök þokuviðvörun sem gerir öðrum skipum viðvart um nálægð eigin skips. Þetta getur skipt miklu máli og komið í veg fyrir árekstur.
Gjallarhornin og hátalararnir eru með innbyggðum hljóðnemum sem gerir LH-5000 kalltækið að samskiptatæki í báðar áttir.
Rásum tækisins má gefa nýtt nafn ef uppsetningu kerfisins er breytt.
Sérstakur aðvörunarnemi er í LH-5000 sem gerir tækið að almennu aðvörunarkerfi. Tækið má nota sem innbrotaaðvörunarkerfi.
Með því að tengja LH-5000 við annan búnað, t.d. útvarp eða snjallsíma, og setja það á AUX-stillingu er hægt að spila tónlist o.fl. sem fer um gjallarhornin og hátalarana.
Vörulýsing
Gjallarhorn: | 30 W | Innbyggður hátalari: | 2.5 W |
Hátalarar: | 5 W | Vatnsheld: | IP67 |
Spenna: | 12 VDC | Straumtaka: | 11.0 A |
PDF Skjöl
Bæklingur | LH-5000 Bæklingur |
Leiðarvísir | LH-5000 Leiðarvísir |