Furuno GS-100

Gervitungla hraðamælir, GS-100

Mælirinn sýnir þverhraða (Transverse speed) skips við stefni og skut, einnig fram og aftur hraða (Longitudinal).  Vegna Innbyggðs gervitungla áttavita sýnir GS-100 þverhraða skips, hvar sem er á skipinu.

Gefur upplýsingar um veltu (Roll), dýfu (Pitch) og stefnubreytingar (Angular Information, Yaw) inn á önnur siglingatæki, ratsjá, ECDIS og AIS.  Nákvæmar upplýsingar um afstöðu skipsins (Attitude) stuðla að öruggri og hagfelldri siglingu.

Gefur upplýsingar um stefnuhraða (Velocity, hraða fyrirbæris í tiltekna átt), fyrir stefni, skut og siglingu skipsins áfram eða aftur á bak.

Uppfyllir að fullu SDME (Speed and Distance Measuring Device) staðalinn IEC 61023 og THD (Transmitting Heading Device) staðalinn ISO-22090-3.

Stjórneining er með stórum og skýrum 5.7” LCD litaskjá.

Fyrirferðar lítið loftnet sem einfalt er að setja upp.

Stjórnun er einföld, notast er við valmyndir og bendil eða lyklaborð.

Hraðanákvæmnin er +/- 0,02 hnútar (+/- 62 cm/mín).  Nákvæm hraðamæling á örlítilli hreyfingu er mjög mikilvæg þegar verið er að leggja stórum skipum að bryggju eða hafnarbakka.

8,4” lita LCD skjá má fá aukalega til að setja upp við brúarvæng.  Þessi skjár sýnir tölulegar og grafískar upplýsingar í rauntíma á mjög læsilegan og greinilegan hátt.

Vörulýsing

Skjástærð: 5.7″ Nákvæmni (GPS): 10 m
Ethernet: NMEA2000: Nei
NMEA0183: Roll/Pitch:
Hraði skynjunar: 45° /sek Nákvæmni: +- 0,02 kn (62 cm/mín)
Spenna: 24 VDC Straumtaka: 0.6 A

PDF Skjöl

Bæklingur GS-100 Bæklingur
Leiðarvísir GS-100 Leiðarvísir