Furuno GP-170

GP-170 er hágæða staðsetningartæki sem uppfyllir IMO MSC. 114 (73) og IEC 61108-4 staðlana, er áreiðanlegt og nákvæmt og ákjósanlegt í öll skip, stór og smá.  Tækið hentar mjög vel til tengingar við önnur siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptatæki vegna þess hversu gangöruggt og nákvæmt það er, þ.m.t.  eru ratsjár, AIS tæki, ECDIS búnaður, sjálfstýringar, dýptarmælar, sónartæki  og ýmis fjarskiptatæki.

Í tækinu er GPS rás af nýrri hönnun og ný gerð af loftneti sem skila meiri staðsetningarnákvæmni og stöðugleika.  Ný truflanadeyfing er innbyggð í nýjum móttakara tækisins ásamt vörn við gagnastíflum (anti-jamming) og mjög háum þolmörkum gegn veikum eða lélegum merkjum frá GPS tunglunum.

Margar skjáframsetningar eru í boði; “Plotter”, “Course”, “Highway”, “Data” og “Integrity”.  Integrity framsetningin birtir á skjánum mynd af stöðu þeirra GPS gervitungla sem tækið sér á hverjum tíma og móttökustyrk GNSS/SBAS merkja og SNR (Signal Noise Ratio) ásamt sjónarhorni þeirra gervitungla sem eru inni.  GNSS (Global Navigation Satellite System) og SBAS (Satellite-based Augmentation System) eru aðferðir sem betrumbæta gæði GPS staðsetningarkerfisins.

GP-170 gefur frá sér upplýsingar til annarra tækja 10 sinnum á sekúndu (10 Hz).  USB tengi er framan á tækinu sem má nota til að flytja gögn, til og frá tækinu.  Hægt er að nettengja GPS tækið og senda allar leiðaupplýsingar um þá nettengingu til annarra siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptatækja.  Notendaviðmót GP-170 er einfalt og notendavænt.

Vörulýsing

Skjástærð: 5.7″ Nákvæmni: 10 m
Ethernet: Já Lan NMEA2000: Nei
NMEA0183: Já (2) Sjókort: Nei
Spenna: 12-24 VDC Straumtaka: 0.8 – 0.4 A
IMO: Datum:

PDF Skjöl

Bæklingur GP-170 Bæklingur
Leiðarvísir GP-170 Leiðarvísir