VSAT (Very Small Aperture Terminal) er breiðbands samskiptabúnaður fyrir gervitungl, tal- (VOIP) og internetsamband.
FV-110 VSAT búnaðurinn er nýr búnaður frá Furuno, hlaðinn allri þeirri hátækni sem prýðir það besta í VSAT tækninni. Búnaðurinn færir skipinu alla helstu kosti háhraða internets.
Kerfið samanstendur af tveimur einingum; loftneti, ADU (Above Deck Unit) og stjórneiningu, BDU (Below Deck Unit). Eingöngu þarf einn kapal á milli eininganna fyrir merki og einn fyrir straum sem einfaldar bæði uppsetningu og viðhald. Í búnaðinum er ABS eiginleiki (Auto Beam Switching) sem er sjálfvirk skipting á milli gervihnatta eftir hafsvæðum. Nota má búnaðinn við flestar gerðir módema.
Vörulýsing
Tíðniband: | KU / KA | Sendiorka (BUC): | 8W |
Innbyggður GPS: | Já | Stærð disks: | 103 cm |
Stærð loftnets: | 130,4 cm (ø) x 149,7 cm (H) | Þyngd loftnets: | 126,5 kg |
Spenna: | 20 – 32 VDC | Straumtaka: | 8.8 – 5.5 A |
PDF Skjöl
Leiðarvísir | FV-110 Leiðarvísir |