Furuno FSV-85 MARK-2

FSV hringsónarar Furuno eru þekktir fyrir áreiðanleika og nákvæmi hvað varðar endurvörp af fiski, sjávarbotni og öðrum fyrirbærum neðansjávar, enda býr Furuno yfir einstakri tækni við úrvinnslu endurvarpa. Vinsældir sónaranna staðfest þetta.

Sónarinn getur unnið með tvo skjái í einu (Dual mode). Þetta kemur sér mjög vel þegar bornar eru saman skjámyndir af mismunandi stillingum, t.d. láréttri framsetningu (Horizontal mode) og lóðréttri framsetningu (Vertical mode), samtímis á sitt hvorum skjánum. Þá má hafa hann stilltan á hallandi framsetningu (Slant mode).

Lárétt framsetning (H2 mode) sýnir 360 gráðu mynd í kring um skipið. Í þessari framsetningu má velja á milli fjögurra skjáframsetninga: “LANDSCAPE”, “PORTRAIT”, “RIGHT INSET” og “LEFT INSET” (langsnið, skammsnið, hægri innfellt og vinstri innfellt). Skali, halli á sendi- og móttökugeisla (Tilt), mögnun og fleira er sjálfstætt stillt fyrir hverja skjáframsetningu.

Hallandi framsetning (Slant mode) sýnir hálfhrings mynd (180 gráður) eins og á hálfhrings sónar.

FSV-85 Mk-2 sónarinn er fyrsti sónarinn sem getur birt tvær lóðréttar sneiðmyndir (Vertical sections) í einni skjámynd. Sónarinn getur birt lóðrétta sneiðmynd (0-90°) í hvaða átt sem er, annað hvort í eina eða tvær áttir. Þannig getur skipstjórnandinn borið saman tvær torfur á sama tíma.

Skipstjórnandi getur sett læsingu (Target lock) á valda torfu og sónarinn fylgir henni sjálfvirkt eftir svo hún hverfi ekki af skjánum. Skalinn og geislahallinn endurstillist sjálfkrafa í samræmi við staðsetningu torfunnar. Tölulegar upplýsingar um fjarlægðina í torfuna, dýpið sem hún er á, stefna hennar og hraði birtast á skjánum.

Súlurit á skjánum sýnir á grafískan átt hvernig styrkur endurvarpa dreifist í torfu og segir þannig til um þéttleika torfunnar. Þetta er gert með því að merkja torfuna með þar til gerðri aðgerð „Estimation Mark“ í láréttu- og dýptarmælisskjámyndinni.

Í FSV-85 Mk-2 sónarnum er sérstök stafræn tækni (Digital filter) til að sía burt truflanir með endurvörpum og lóðningum (Interfering noise), sem gefur hreina og skýra skjámynd á miklum sigldum hraða.

Stöðugleikavinnslan (Beam stabilization) í sónarnum heldur sendigeislanum í réttum halla þannig að endurvörp haldast stöðug, óháð dýfum og veltu. Skjámyndin verður óaðfinnanleg, jafnvel í verstu veðrum.

Vista má einstakar skjámyndir sem sýna lóðningar og GPS upplýsingar. Þær er hægt að skoða hvenær sem er.

Notendavænt viðmót sónarsins gerir auðvelt að kalla fram fastar stillingar sem henta mismunandi aðstæðum, veiðislóð og fiskitegundum. Tíu slíkar fastar stillingar eru í boði, með eða án láréttra eða lóðréttra skjáframsetninga. Í sérstaka F-lykla (Function keys) sem eru á stjórnborðinu má vista allt að 10 aðgerðir (Functions) sem hentar hverjum og einum notanda að hafa þar. Þannig er mjög einfalt að kalla fram algengustu aðgerðirnar.

Það tekur aðeins 8 sekúndur að slaka út eða hífa inn botnstykkið á 800 mm niðurfara, en 11 sekúndur á 1100 mm niðurfara.



Vörulýsing

Tíðni: 80 kHz Skjástærð: BB
Hringsónar: Drægi: 2.000 m
Geislasónar: Nei Sendigeisli: 10.7°
Tilt: -5° til 90° Ölduleiðrétting:
CHIRP: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur FSV-85 Bæklingur
Leiðarvísir FSV-85 Leiðarvísir