Furuno FSV-75-3D

Þessi nýi hálfhringsónar, FSV-75, er óviðjafnanlega gott verkfæri til að finna makríl og aðrar sundmagalausar  fiskitegundir, litlar fiskitorfur og til að nema svif.  Eins er hann að nýtast sérstaklega vel í ýmsum erfiðum aðstæðum eins og miklum straumum, breytilegu hitastigi sjávar (straumskil og hitaskil) og breytilegu seltustigi.  Í sónarnum er ný vinnslueining (Signal Processor) sem ásamt annarri tækni sem Furuno hefur nýlega lokið við að þróa, skilar 25% meira langdrægi en áður þekkist, truflanalausum og afar skörpum lóðningum af fiskitorfum, veiðarfærum og öðru neðansjávar.  FSV-75 vinnur á tíðninni 180 kHz.  Ný tækni eyðir hliðargeislum að mestu.

Notenda handbók
á íslensku fylgir
sónarnum

Smelltu á bókina til
að skoða inn í hana

FSV-75 aðgreinir botnlægar fiskitegundir og sjávarbotninn einstaklega vel.  Þá fylgir sónarinn torfum mjög vel eftir, bæði hraðsyndum fiskitegundum við yfirborðið, t.d. túnfiski, og fiskitorfum sem eru við sjávarbotninn.  Tækið mælir mjög nákvæmlega dýpt á torfur og hversu nálægt sjávarbotninum þær eru.

Stjórnborð sem er sérstaklega hannað fyrir hálfhringsónara gerir alla stjórnun og stillingar sónarsins við fiskileit einfalda og örugga.  Á stjórnborðinu eru 10 aðgerðarlyklar (F-keys) fyrir algengustu aðgerðir.  Velja má milli 40 aðgerða sem eru í boði í sónarnum og einfalt er að skipta á milli aðgerða, allt eftir því hvað hentar aðstæðum hverju sinni.

Meðal annarra eiginleika FSV-75 eru:

-3D í rauntíma!  FSV-75 verður með þrívíddar hugbúnaði upp úr miðju ári 2020 – Valkvæður eiginleiki

-Mælir fiskmassa í torfum, tveir möguleikar hvað varðar framsetningu

-Þrívíddar framsetning skjámynda er nú í hönnun og verður fáanleg í tækið síðar

-Truflanalausar myndir af afar skörpum lóðningum frá 50 – 2000 m.

-Skannar óvenju hratt, 180° á aðeins 8 sekúndum

-Lárétti geislinn er 6°

-Halli (Tilt) botnstykkisins er frá 0° – 90°

-Sjálfvirk eftirfylgni á torfum

-Mynd af stöðu niðurfarans sést á skjánum

-Má nota sem dýptarmæli

-VeltuleiðréttingVörulýsing

Íslensk notenda handbók

Tíðni: 180 kHz Skjástærð: BB
Hringsónar: Nei (hálfhringsónar) Drægi: 2.000 m
Geislasónar: Sendigeisli:
Tilt: 0° til 90° Ölduleiðrétting:
CHIRP: Nei