Furuno FSV-25-3D

Ný tækni Furuno við framleiðslu lágtíðni botnstykkja, úrvinnslu sendigeisla og endurvarpa ásamt auknum sendistyrk skila sér í 30% auknu langdrægi í FSV-25 sónarnum frá fyrri gerðum. Torfur finnast í allt að 10 km fjarlægð og auðvelt er að fylgja þeim eftir.

3D í rauntíma! FSV-25 er með þrívíddar hugbúnaði. Valkvæður eiginleiki.

Notenda handbækur
á íslensku fylgja
sónarnum

Smelltu á bækurnar til
að skoða inn í þær

Súlurit sem sýnir stærðardreifingu innan torfu og magnmælingu hennar kemur á skjáinn um leið og búið er að “læsa ” (Lock) á torfuna.

Niðurfarinn sem er 1200 mm, er aðeins 12 sek. að fara alla leið niður (eða upp), 1600 mm niðurfarinn 16 sek. Þetta er mikill hraði sem getur komið sé mjög vel við vissar aðstæður. Velja má hve langt niðurfarinn er látinn fara í hvert skipti, stoppa hann ef ástæða er til þess, hætta við í miðjum klíðum o.s.frv.
Á skjánum er ávallt grafísk framsetning á því hversu langt niðri niðurfarinn er á hverjum tíma. Þetta getur m.a. stuðlað að meira öryggi við fiskileit og siglingu.
Geta tækisins til að fylgja eftir fiskum sem fara hratt yfir (t.d. makríl og túnfiski) hefur verið aukin og nú er hægt að fylgja betur eftir þannig fisktegundum í meiri nálægð við skipið en áður.

Þessi sónar er notendavænni en fyrri gerðir, einfalt er að setja inn fastar stillingar sem henta mismunandi aðstæðum, t.d. eftir því hver fiskitegundin er sem verið er að veiða.
FSV-25 sónarinn læsir sjálfvirkt á torfur sem hann finnur og birtir upplýsingar um áætlaða fjarlægð í torfuna, dýpið sem hún er á, hraðann á henni og hvert torfan stefnir. Læsa má á föst fyrirbæri (t.d. sker) og þá þarf sónarinn að fá inn hraða og stefnu, t.d. frá GPS áttavita.

Stöðugleikavinnslan (Stabilization Function) í sónarnum tryggir að endurvörp haldast stöðug og í réttri afstöðu frá skipinu, óháð ölduhæð, dýfum og veltu.
Ný tækni Furuno við úrvinnslu truflana, yfirborðstruflana, truflana frá svifi og öðru sem gefur dauft endurvarp nærri sjávarbotninum, hreinsar þessar truflanir betur út en áður þekkist og skjámyndin verður hreinni og skarpari.

Sjálfvirk sía (Auto Filter) tryggir að endurvörp verða hrein og skýr, jafnvel þegar skipið er á mikilli siglingu. Sían vinnur einnig þannig að merki og sendingar frá fiskileitartækjum annarra skipa eru hreinsuð frá og trufla ekki sónarinn.

Mælt er með því að Furuno skjáir séu tengdir við þennan sónar, t.d. MU-190HD eða MU-231, sem eru sérstaklega hannaðir fyrir fjölbreytilegar aðstæður til sjós. Fullyrða má að með þessum skjáum náist óviðjafnanleg gæði og virkni, bæði í sterkri sól og við litla birtu.

Vista má í sónarnum einstakar skjámyndir og taka upp video af lóðningum yfir tiltekinn tíma og spila þetta hvenær sem er. Eins má vista þetta á USB lykil.
TLL (Target Latitude and Longitude) er sérstök aðgerð sónarnum til að senda sérstakar staðsetningar yfir í siglingaforrit, Maxsea.Vörulýsing

Íslensk notenda handbók

Tíðni: 20 kHz Skjástærð: BB
Hringsónar: Drægi: 5.000 m (10.000 m FSV-25S)
Geislasónar: Nei Sendigeisli: 7° – 10°
Tilt: -5° til 60° Ölduleiðrétting:
CHIRP:

PDF Skjöl

Bæklingur FSV-25 Bæklingur
Leiðarvísir FSV-25 Leiðarvísir