Furuno FSS-3BB

FSS-3BB er nýr dýptarmælir frá Furuno, fiskitegunda og fiskmassa dýptarmælir.  Sendiorkan er 1 – 3 kW og senditíðnirnar frá 15 – 242 kHz.  Mælirinn er með nýrri tegundagreiningar tækni (IDENTI-FISH) sem Furuno hefur þróað, sem greinir fiskitegundir í rauntíma við veiðiskapinn.  Þessi tækni gagnast ekki aðeins við að auka framleiðnina við fiskveiðarnar, hún gerir þær sjálfbærari með því að minnka óæskilegan meðafla.

Notenda handbók
á íslensku fylgir
dýptarmælinum

Smelltu á bókina til
að skoða inn í hana

Unnið er með tegundagreininguna á sérstakri tegundagreiningar skjámynd og tegundagreiningar grafi/súluriti.  Tegundagreiningar skjámyndin er blanda af hátíðni og lágtíðni fiskendurvörpum og tegundagreiningar grafið sýnir hvernig fiskendurvörpin dreifast á afmörkuðu svæði.  Þessi tækni gerir mælinum meðal annars kleift að greina sundmagalausar fiskitegundir eins og Atlantshafs makríl, mun betur en áður þekkist.  Þetta getur komið sér vel þegar um er að ræða blandaðar torfur af makríl og síld.  Með tegundagreiningunni byggja skipstjórnendur einnig upp sín eigin gagnasöfn um ólíkar fiskitegundir.

Meðal annarra eiginleika mælisins eru:

  ● 3kW TruEcho CHIRP dýptarmælir
  ● Samtímis sending há- og lágtíðni leitargeisla
  ● Fiskistærðar graf sem sýnir stærð og dreifingu fiska
  ● Skjáskot og upptökur af endurvörpum/skjámyndum sem einfalt er að skoða síðar
  ● Skruna til baka aðgerðin til að skoða síðustu endurvörp og skjámyndir
  ● Upptökur og vistuð gögn má geyma í ytri gagnageymslu
  ● Stillingar á móttökustyrk eru fljótlegar í öllum skjáframsetningum
  ● Upplýsingar frá veiðarfæranemum má birta á skjámyndum
  ● Ölduhæðar leiðrétting
  ● Upplýsingar um staðsetningu fiskitorfa má senda yfir á tengd siglingatæki
  ● Tveggja skjáa uppsetning möguleg
  ● Stjórnun er þægileg og einföld með kúlumúsar stjórneiningu og flýtistiku

 Vörulýsing

Íslensk notenda handbók

Tíðni: 15 – 242 kHz CHIRP Sendiorka: 1/2/3 kW
Skjástærð: BB Drægi: 3000 m
Mótun: CW/FM Geislafjöldi: 1
Spenna sendis: 12-24 VDC Straumtaka sendis: 8.3 – 4.1 A
Spenna tölvu: 12-24 VDC Straumtaka tölvu: 4.0 – 2.0 A
Ölduleiðrétting: FDF: Nei
FFS: Nei NavNet: Nei
IDENTI-FISH: CHIRP:
BDS: Nei DSP: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur FSS-3BB Bæklingur
Leiðarvísir FSS-3BB Leiðarvísir