Furuno FS-2575

FS-2575 er sterkbyggð og vönduð Furuno MF/HF talstöð, byggð til að standast verstu aðstæður til sjós, þægileg í allri notkun og auðveld í uppsetningu.  Stöðin samanstendur af stjórneiningu með 4,3“ lita LCD skjá,  stjórnborði og hátalara, sendi- og móttökueiningu, loftnetstengiboxi með síu, handeiningu með hátalara og rofa og vegg-/borðfestingu.  Nýjar stafrænar síur gefa mikil hljóðgæði, bæði  í tali og hlustun.  Sendiorka stöðvarinnar er 250 W.

Stöðin er skiptitals talstöð (Semi-Duplex) sem tengist einu MF/HF sendi- og móttökuloftneti.   Tengja má sérstakt MF/HF móttökuloftnet við stöðina til að taka á móti DSC boðum.  Stór snúningshnappur er til að velja rásir og sérstakir hnappar eru á stjórnborðinu fyrir DSC sendingar.  Innbyggður er hátalari fyrir ýmsar sjálfvirkar viðvaranir auk tals.

Stöðin er viðurkennd GMDSS talstöð, með innbyggðum DSC eiginleika og sjálfvirkri vöktun á MF/HF neyðarrásum.  DSC boð má senda á einstök skip eða öll skip.  Tengja má tölvu og prentara við stjórneininguna og verður stöðin þá GMDSS viðurkenndur búnaður fyrir rafrænar skeytasendingar (Radiotelex). Setja má inn í stöðina nafnalista yfir allt að 256 aðila, með tengingu við þær rásir sem þeir eru á, t.d. Lyngby Radio á 1704 kHz.

Siglingafræðilegar upplýsingar, staðsetning, hraði og stefna birtast á skjá stöðvarinnar.  Með því að tengja stöðina við GPS, er hægt að senda úr talstöðinni þá staðsetningu sem neyð hefur skapast á, yfir í önnur siglingatæki og stýra eftir þeim beint á neyðarstaðinn.

Ein sendi- og móttökueining getur unnið með tveimur stjórneiningum sem mega vera á sitt hvorum staðnum í skipinu.  Lyklaborð stjórneininganna eru með stórum og greinilegum tölustöfum.  Stöðina má tengja við símstöð.

Vörulýsing

Skjástærð: 4.3″ Sendiorka: 250 W
Spenna: 24 VDC Straumtaka: 40.0 A
DSC: IMO:

PDF Skjöl

Bæklingur FS-2575 Bæklingur
Leiðarvísir FS-2575 Leiðarvísir