Furuno FMD-3200-BB

ECDIS eða Electronic Chart Display and Information System er sjálfstæður siglingabúnaður sem meðal annars gerir pappírskort óþörf.

Í ECDIS eru lögleg rafræn sjókort sem uppfylla alla nauðsynlega staðla og eru IMO viðurkennd. Kortin er hægt að fá í áskrift þannig að þau uppfærast sjálfkrafa og eru því alltaf eins nákvæm og völ er á. Brimrún þjónustar ENC sjókort frá Admiralty, bresku sjómælingastofnunni (United Kingdom Hydrographic Office – Admiralty Maritime Product and Service). Admiralty leigir kortin í 3, 6, 9 eða 12 mánuði. Kortin eru virk að leigutímanum loknum en til að fá þau uppfærð verður að endurnýja leiguleyfið.

FMD-3200BB er BlackBox tæki, stjórneiningin er án skjás og lyklaborðs.  Val er um að stjórna tækinu alfarið með einni kúlumús eða með lyklaborði með innbyggðri kúlumús og flýtivalstökkum.

Hægt er að kalla ýmisskonar skjámyndir fram á tækinu t.d. ratsjármynd eingöngu eða ratsjármynd yfir kortið. Þá má fá ECDIS kortið inn á FAR 3000 ratsjána. Einnig er hægt að kalla fram svokallaða leiðsöguskjámynd (Conning display) sem sýnir ýmisskonar upplýsingar sem sendar eru inn á tækið frá öðrum búnaði.

Margskonar viðvaranir eru í ECDIS. Gert er ráð fyrir því að djúprista skipsins sé skráð inn í búnaðinn. Ef sett er út leið yfir sker eða grynningar sem eru á minna dýpi en djúpristan, gefur ECDIS út viðvörun og heimilar ekki þessa siglingaleið. Einnig gefur ECDIS út viðvörun ef stefnulína gefur til kynna að grynnra vatn sé fyrir stafni. Hérna er því um gríðarlegt öryggistæki að ræða.

Vörulýsing

Skjástærð: BB Aukaskjár: Já (1)
Conning: Sjálfstýring NAV:
Upptaka: Já (12 klst) NMEA0183: 8
Ethernet: 3 IMO:
Spenna: 110 – 230 VAC Straumtaka: 1.5 – 0.7 A

PDF Skjöl

Bæklingur FMD-3200BB Bæklingur
Leiðarvísir FMD-3200BB Leiðarvísir
Handbók FMD-3200BB Handbók