Furuno FM-8900S

FM-8900S er sterkbyggð og vönduð Furuno VHF talstöð, byggð til að standast verstu aðstæður til sjós, þægileg í allri notkun og auðveld í uppsetningu.  Stöðin samanstendur af stjórneiningu með 4,3“ lita LCD skjá,  stjórnborði og hátalara, handeiningu með hátalara og rofa og vegg-/borðfestingu.  Nýjar stafrænar síur gefa mikil hljóðgæði, bæði  í tali og hlustun.  Val er um 1 W eða 25 W í sendiorku.

Stöðin er skiptitals talstöð (Semi-Duplex), tengist tveimur VHF loftnetum, annað er fyrir sendingu og móttöku og hitt er eingöngu fyrir DSC móttöku á rás 70.  Stór snúningshnappur er til að velja rásir.  Sérstakur þrýstihnappur er til að velja rás 16 (alþjóðleg VHF tal-neyðarrás á 156,800 kHz (156 MHz)).  Innbyggður er hátalari fyrir ýmsar sjálfvirkar viðvaranir auk tals.

Stöðin er viðurkennd GMDSS Class-A talstöð, með innbyggðum DSC eiginleika og sjálfvirkri vöktun á rás 70 (alþjóðleg VHF neyðarrás á 156,525 kHz fyrir DSC boð (ekki fyrir tal)).  DSC boð má senda á einstök skip eða öll skip.  Með því að tengja stöðina við GPS, er hægt að senda úr talstöðinni þá staðsetningu sem neyð hefur skapast á, yfir í önnur siglingatæki og stýra eftir þeim beint á neyðarstaðinn.  Stöðin getur kallað sjálfvirkt (Poll) eftir DSC upplýsingum frá öðrum skipum, þ.m.t. staðsetningu þeirra.

Siglingafræðilegar upplýsingar, staðsetning, hraði og stefna birtast á skjá stöðvarinnar.  Lyklaborð stjórneininganna eru með stórum  tölustöfum.  Tengja má þrjár handeiningar með skjá, stjórnborði,  hátalara og hljóðnema við stöðina.  Þá má tengja hana við símstöð.

Stöðina má setja upp í ATIS framsetningu (Mode) þegar siglt er eftir skurðum og ám.  ATIS (Automatic Transmitter Identification System) virkar eins og AIS, stöðin sendir upplýsingar um eigið skip til eftirlitsstöðva við siglingaleiðir inn með skurðum og ám.

Sérstök handeining með skjá, stjórnborði,  hátalara og hljóðnema er fáanleg með stöðinni.

Vörulýsing

Skjástærð: 4.3″ Sendiorka: 25 W
NMEA2000: Nei NMEA0183:
Spenna: 24 VDC Straumtaka: 4.7 A
DSC: Já Class A IMO:

PDF Skjöl

Bæklingur FM-8900S Bæklingur
Leiðarvísir FM-8900S Leiðarvísir