Furuno FM-4850

Model FM-4850 er ný VHF talstöð með innbyggðum fjórum öðrum tækjum, GPS, AIS móttakara, Kalltæki (Laud hailer) og DSC (Digital Selective Calling).

Innbyggða GPS tækið er með 72 rása GPS og innbyggðu loftneti.  Við það sparast vinna við kapallögn og tengingar.

Þegar Model FM-4850 er tengt við MFD skjá (Multi Function Display) eða korta leiðarita (Chart Plotter) sem getur lesið og birt AIS upplýsingar, virkar tækið eins og fullkomið AIS tæki sem á að tryggja örugga siglingu eins og önnur AIS tæki.  Tækið vinnur með öll AIS gögn sem þarf til, svo fyrir liggi skýr mynd af nálægum skipum og siglingu þeirra, allt sem til þarf til að forðast árekstra og aðrar hættur.

Kalltækið (Loud Hailer) er 30 W með 8 sjálfvirkum viðvörunarmerkjum fyrir þoku og hlustunar eiginleika sem gerir tækið að “tveggja átta” samskiptatæki.

Þar sem FM-4850 er með innbyggðu DSC, getur tækið sent bæði venjuleg stafræn valköll og DSC –neyðarköll þegar hættuástand skapast.

FM-4850 er með NMEA2000 tengi og er því einfalt að tengja hana við siglingabúnað skipsins.  Þegar stöðin er tengd við NavNet Time Zero touch er hægt að framkvæma DSC sendingar frá MFD skjánum.

Velja má við stöðina HS-4800 hand- og stjórneiningu.  Með henni er hægt að framkvæma allar aðgerðir í tækinu.

Vörulýsing

Skjástærð: 3.3″ Sendiorka: 25 W
NMEA2000: NMEA0183:
Spenna: 12 VDC Straumtaka: 5.0 A
DSC: Já Class D IMO: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur FM-4850 Bæklingur
Leiðarvísir FM-4850 Leiðarvísir