FICE-100 radarinn er hannaður til að greina ís í sjónum, hann er tengjanlegur við eftirtalda X-band radara frá Furuno; FAR-15×8, FAR-2xx7, FAR-2xx8 og FAR-3000.
Sérhannaður hugbúnaður í radarnum skilar raunsannari mynd af ísskilyrðum, stökum ísjökum og ísbreiðum en hefðbundnir radarar. Radarinn eykur til muna örugga siglingu um ísilögð hafsvæði:
- Greinir og birtir ísjaka í sjónum
- Sýnir hagkvæmustu siglingaleið um ísilagðan hafflöt
- Sýnir slóð annarra skipa um ísilagðan hafflöt í slæmu skyggni
- Sýnir ísjaka í allt að þriggja sjómílna fjarlægð
FICE-100 radarinn notast við ARPA vinnslueininguna (processor) við að greina og skýra veik endurvörp af litlum ísjökum og ís í mikilli fjarlægð. Árangurinn er stöðug, skýr og raunsönn mynd af ís umhverfis skipið.
Notkun FICE-100 radarsins getur sparað eldsneyti og tíma. Radarinn vísar á hagkvæmustu leið, sýnir opnar leiðir um ísilagt haf, slóð ísbrjóta og annarra skipa.
Innrauðar myndavélar geta þurft mikið viðhald þegar aðstæður eru þannig að ísing er mikil. Skip sem eru búin FICE-100 radarnum eru ekki háð því að hafa innrauða myndavél þegar siglt er um ísilögð hafsvæði.
Höfn. Hér sjást siglingaleiðirnar úr höfninni og slóðir eftir ísbrjóta.
Erfiðar aðstæður í ís. Sjá má þrjár eldri slóðir ísbrjóta. Myndin er aðdregin (zoomed).
Greinileg rudd slóð um ísilagðan hafflöt í stefnunni 228,8°.
Vörulýsing
Tíðniband: | X-BAND | Sendiorka: | 12 / 25 / 50 kW |
Skjástærð: | BB | Drægi: | 0.125 – 96 NM |
Ísgreining drægi: | 4 NM | Solid State: | Nei |
Snúningshraði: | 24 / 42 rpm | Loftnetsstærð: | 4′ / 6.5′ / 8′ |
Spenna: | 100 – 230 VAC |
PDF Skjöl
Bæklingur | FICE-100 Bæklingur |