Furuno FCV-588

FCV-588 dýptarmælirinn er með hinni nýju RezBoost tækni frá Furuno sem eykur aðgreiningargetu dýptarmæla og tengist við botnstykki með þröngu tíðnisviði (Narrowband transducer). Mælirinn er einnig með ACCU-FISH tækni Furuno sem gefur upplýsingar um stærð fiska. Sjá nánar um RezBoost og ACCU-FISH hér að neðan.
Þegar endurvörp berast frá einstökum fiskum birtast á skjánum fiskamerki (Fish mark). Skipstjórnandi velur hvort fiskamerkið birtist sem hringur, rammi eða annað tveggja fisktákna. Fisktáknin birtast í tveimur stærðum, lítið táknar fisk sem er 10 – 49 cm langur, stórt táknar fiska sem eru yfir 50 cm langir. Þegar valið er að nota hring eða ramma sem fiskamerki sést undirliggjandi lóðning á skjánum.

Notenda handbók
á íslensku fylgir
dýptarmælinum

Smelltu á bókina til
að skoða inn í hana

Þessi mælir er einnig með BDS tækni Furuno sem gefur mikilvægar upplýsingar um gerð botnsins undir skipinu. Sjá meira um BDS hér að neðan.
Hvítlínan (White line function) aðgreinir botnlægan fisk frá botni og gefur einnig vísbendingar um þéttleika fiskitorfa. Einnig er í mælinum “fiskviðvörun” (Fish Alarm function) sem virkar þannig að þegar lóðar á fisk á svæði sem skipstjórnandi hefur fyrirfram afmarkað, heyrist í fiskviðvöruninni og á skjánum birtist sérstakt tákn. Þetta innbyggða viðvörunarkerfi má einnig nota til að láta skipstjórnandann vita um breyttar aðstæður, t.d. um breytt dýpi, um tiltekið dýpi, um sjávarhitastig, botngerð o.fl.


Vörulýsing

Tíðni: 50-200 kHz Sendiorka: 600 W / 1 kW
Skjástærð: 8.4″ Drægi: 1200 m
Mótun: CM Geislafjöldi: 1
Spenna: 12-24VDC Straumtaka: 1.3 – 0.6 A
Ölduleiðrétting: Nei FDF:
FFS: Nei NavNet: Nei
AccuFish: CHIRP: Já RezBoost
BDS: DSP: