Furuno FCV-38

FCV-38 er nýr 4 kW fjölgeisla dýptarmælir með 5 sjálfstæðum geislum. Skipstjórnandinn getur beint hverjum þeirra í hvaða átt sem er, mest getur hallinn verið 20 gráður. Endurvörp allra geislanna birtast samtímis á skjánum. Mælirinn vinnur á 38 kHz og staðsetur fiskilóðningar í hverjum geisla í afstöðu frá skipinu og greinir hvernig þær dreifast. Leitargeislinn vinnur á allt að 1500 m dýpi.

Notenda handbók
á íslensku fylgir
dýptarmælinum

Smelltu á bókina til
að skoða inn í hana

Meðal helstu eiginleika mælisins eru:
● Fiskistærðar graf sýnir stærð einstakra fiska og dreifingu.
● Ferlun á hreyfingu torfa.
● Fimm skjáframsetningar, þ.m.t. fjölgeisla, splittgeisla og þysjun.
● Gagnasöfnun, skjáskot og vídeóupptökur er auðvelt að vista, skoða og spila síðar.
● „Skruna til baka“ aðgerð (Scroll-back) sýnir síðastliðin gögn/endurvörp.
● Breytt styrkstilling gildir fyrir allar virkar skjámyndir (allra 5 geislanna).
● Vistaðar upptökur má geyma á diskum utan mælisins.
● Fá má á skjáinn, allt að þrjár dýptarmælismyndir frá öðrum nettengdum dýptarmælum (t.d. DFF-3).
● Upplýsingar um staðsetningu fiskitorfu má senda yfir á önnur siglingatæki (navigation equipment).
● ACCU-FISH eiginleikinn metur og gefur upplýsingar um stærð einstakra fiska.
● Tengist veiðarfæranemum og birtir upplýsingarnar í veiðarfæranema grafi.
● Kvörðun og útflutningur gagna fyrir fiskifræðirannsóknir.
Hreyfing skips á bárunni, dýfur og veltur og mismunandi ölduhæð valda ekki aðeins skekkjum á dýptarmælismyndinni, heldur einnig á stærðargreiningu fiska. Furuno hefur þróað ölduleiðréttingartækni (Furuno´s exclusive Stabilizer Technology) sem leiðréttir bæði sendi- og móttökugeislana fyrir skekkjum sem mismunandi ölduhæð, dýfur og veltur valda, jafnvel í verstu veðrum. Útkoman er rétt og hárnákvæm mynd á dýptarmælinum.
FCV-38 dýptarmælirinn er með fjölgeislatækni Furuno (Multi-Beam) og ölduleiðréttingu. Hér er sannarlega um hátækni mæli að ræða sem nýtist afar vel við flestar aðstæður og veiðiskap. Þá er í honum splittgeisla tækni (Split-Beam) tækni sem nýtist við fiskirannsóknir og vísindaveiðar. Forskot Furuno í tæknilegri úrvinnslu endurvarpa setur FCV-38 mælinn í fremstu röð fiskileitartækja af stærri gerðinni.
Í mælinum má velja milli fimm framsetninga á skjámyndinni í háskerpu: Fjölgeisla, splittgeisla, þysjun, ytri dýptarmælir á hátíðni og ytri dýptarmælir á lágtíðni.
Í fjölgeisla framsetningunni er hægt að senda samtímis í allt að fimm áttir og fá fram staðsetningu og dreifingu fiskitorfa allt í kringum skipið. Hverjum geislanna er beint sjálfstætt í hvaða átt sem er. Þessi tækni gagnast einnig við að greina samsetningu botnsins, ójöfnur og brekkur sem gagnast skipstjórnandanum við að ákveða hvaða hraði og stefna koma sér best á hverri togslóð.
Þegar mælirinn er í splittgeisla framsetningu verður virk einstök stærðar- og dreifigreiningartækni Furuno. Stærðargreininginn segir til um lengd einstakra fiska í torfu og eru þær upplýsingar settar fram í formi súlurits. Dreifigreininginn segir til um hvar í geislanum einstakir fiskar eru og birtir þá staðsetningu á skjánum.
Velja má milli fjögurra gerða þysjunar skjámynda, þær eru: Botnlæsing, botnþysjun, sviðsstækkun og botngreining. Með þysjunarlínum er svæðið afmarkað sem stækka á með þysjun.
FCV-38 mælirinn er “BlackBox” dýptarmælir (BB), sem samanstendur af stjórneiningu, vinnslueiningu, sendi- og móttöku einingu og botnstykki.
Stjórneiningin samanstendur aðeins af kúlumús, skrunhjóli og nokkrum hnöppum. Mælirinn er hannaður fyrir atvinnuveiðar og mjög hentugt er að nota við hann Furuno skjái. Eins má nota við hann venjulega tölvuskjái. Hægt er að nota tvo skjái samtímis við mælinn með sitt hvorri myndinni.
Innbyggður hreyfiskynjari í mælinum ásamt ölduleiðréttingunni halda sendigeislanum stöðugum og þannig er komið í veg fyrir að mælirinn missi út fisklóðningar, t.d. í mikilli brælu. Geislarnir eru stöðugir þrátt fyrir dýfur og veltur (pitch and roll) og þegar mælirinn er tengdur Furuno GPS áttavita greinir hann ölduhæðarbreytingar (heaving) ásamt dýfum og veltum, leiðréttir botnlögunina og fiskendurvörp. Allt eykur þetta gæði skjámyndanna þrátt fyrir brælur og stærðargreiningin verður mjög nákvæm.Vörulýsing

Íslensk notenda handbók

Tíðni: 38 kHz Sendiorka: 4 kW
Skjástærð: BB Drægi: 3000 m
Mótun: CW/FM Geislafjöldi: 64
Spenna sendis: 100-120 / 200-240 VAC Straumtaka sendis: 5.0 A
Spenna tölvu: 12-24 VDC Straumtaka tölvu: 4.0 – 2.0 A
Ölduleiðrétting: FDF: Nei
FFS: Nei NavNet: Nei
AccuFish: (Split Beam) CHIRP: Nei
BDS: Nei DSP: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur FCV-38 Bæklingur
Leiðarvísir FCV-38 Leiðarvísir