Í þessum dýptarmæli er búið að auka sendipúlsa/sek (Transmission rate) um 40% (á 200 m skala) frá því sem venjulegt er í dýptarmælum. Þetta eykur aðgreiningargetu mælisins og skerpu.
Notenda handbók
á íslensku fylgir
dýptarmælinum
Smelltu á bókina til
að skoða inn í hana
|
|
Með því að tengja FCV-1900 mælinn við annan og nettengjanlegan dýptarmæli frá Furuno sem er með botngreiningu (BDS) er hægt að vinna samtímis með allt að 4 senditíðnir í einu á skjánum og óþarfi að tengja við hann fleiri skjái.
Mælirinn vinnur á tveimur styrkstillingum samtímis sem er mikill kostur þegar aðstæður eru breytilegar og/eða hraði skips breytist. Á tvískiptum skjánum birtast tvær ólíkar framsetningar endurvarpanna sem getur verið mikill kostur fyrir skipstjórnandann. Þá er FCV-1900 mælirinn með sérstakri tækni (Zero Line Rejection) sem greinir einstaklega vel endurvörp sem eru innan 3 metra frá botnstykkinu.
Í mælinum er hægt að vista einstakar skjámyndir og taka upp video af lóðningum yfir tiltekinn tíma. Það getur komið sér vel að bera saman lóðningarnar á myndunum og videounum við aflann sem fékkst á þeim tíma. Þá þarf aðeins að ýta á einn takka (Scroll back) til að skoða síðustu skjámynd mælisins. Hægt er að skoða tvær síðustu skjámyndirnar með þessum hætti.
FCV-1900 mælirinn er í 3 útgáfum:
FCV-1900. Þessi mælir er með FFS tækninni. Gengur inn á eldri botnstykki á tíðnisviðinu 15–200 kHz
FCV-1900B. Er með CHIRP. Slökkva má á CHIRP og vera með FFS. Notar nýja gerð af breiðbands botnstykkjum, vinnur á þremur tíðnisvíðum, LOW (28-60 kHz), MEDIUM (80-130 kHz ) og HIGH (130-210 kHz). Mælirinn vinnur á tveimur tíðnisviðum samtímis, sem geta verið: LOW og MEDIUM (LM) eða LOW og HIGH (LH).
FCV-1900G. Eins og FCV-1900B og til viðbótar er í 1900G sérstök aðgerð sem birtir á skjánum graf og tölulegar upplýsingar yfir stærð, fjölda og stærðardreifingu innan torfunnar. Þessi framsetning stærðargreiningar er ítarlegri en venjuleg ACCU-FISH greining.
Tæki sem er framleitt þannig að við það má tengja skjáeiningar frá öðrum framleiðendum sem uppfylla tiltekna staðla. Öll stjórnun er framkvæmd í öðrum einingum (stjórneiningum), þ.e. ekki í sambyggðri skjá- og stjórneiningu. Tæki sem ekki eru Black Box geta verið með skjáeiningum sem eru sambyggðar við stjórneiningar.
ACCU-FISH er tækni sem Furuno hefur þróað og nýtist frábærlega vel við að ákvarða stærð einstakra fiska í lóðningum. Einn af kostum ACCU-FISH tækninnar er að endurvörp af fiskum eru sjáanleg á dýptarmælinum úr meiri fjarlægð, jafnvel utan af dekki bátsins. Með ACCU-FISH tækninni hefur Furuno skapað sér forskot. Tæknin skilar ótrúlega nákvæmum upplýsingum um stærð einstakra fiska í lóðningum og greinir umsvifalaust hvort um er að ræða einn og einn fisk eða litlar eða stórar torfur. ACCU-FISH birtir fisktákn á skjánum og tölur um lengd fiskanna í sm eða á hve miklu dýpi þeir eru (valkvætt). Í ACCU-FISH tækninni er unnið samtímis með háar og lágar tíðnir og endurvörp af fiskum af öllum tegundum verða aðgreinanleg, skýr og skörp. Þannig auðveldar þessi tækni fiskimönnum að sjá hvort lóðar á þorsk, ýsu, ufsa o.s.frv. ACCU-FISH greinir stærðir fiska frá 10 sm til 199 sm langra, á dýpinu frá 2 til 100 metra.
Hefðbundnir dýptarmælar, eða mælar sem ekki eru með CHIRP tækninni, vinna á einni eða tveimur senditíðnum og nema og birta á skjánum endurvörp sendigeisla á þeim tilteknu tíðnum. Tíðnisvið CHIRP dýptarmæla spannar mikla breidd, t.d. 30 til 70 kHz á lægra tíðnibandi og 175 til 225 kHz á hærra tíðnibandi. Með CHIRP tækninni þá verður aðgreiningargetan jafnframt óháð lengd sendipúlsins en í hefðbundum dýptarmælum er aðgreiningargetan milli tveggja endurvarpa mjög háð henni. Það er einmitt kostur sem DSP tækni Furuno nýtir við greiningu endurvarpa og þau birtast á skjánum á skarpari og skýrari hátt en áður. Aðgreiningargetan og nákvæmnin hefur stóraukist.
CHIRP er skammstöfun fyrir “Compressed High Intensity Radar Pulse”. Eins og nafnið gefur til kynna er CHIRP tæknin upprunnin úr radartækni, en um er að ræða tíðnimótaðan sendipúls.
FFS stendur fyrir Furuno Free Synthesizer sem er sendi- og móttökueining, þróuð af Furuno, sem gerir notanda kleift að velja einhverjar tvær hentugar tíðnir til að vinna með í dýptarmælinum. Það ræðst af dýptarmælinum sjálfum hvert tíðnisviðið er sem velja má úr. Með FFS tækninni er einnig hægt að stilla inn réttan sendistyrk í dýptarmælinn, þ.e. þann sem passar að þeim botnstykkjum sem henn er tengdur við. FFS einingin opnar á ýmsa möguleika fyrir framtíðarnotkun, t.d. má bæta við botnstykkjum síðar á öðrum tíðnum en þeim sem fyrir eru undir skipinu og stilla mælinn á tíðnir þeirra. Sama gildir um stærð botnstykkjanna, þ.e. sendiorkuna.
FDF (FURUNO Digital Filter) er tækni sem Furuno hefur þróað til að sía eða hreinsa út úr skjámyndinni óhreinindi og fölsk endurvörp. FDF tæknin ásamt Digital Auto Tuning, sem er sjálfvirk stafræn tíðnistilling, gera það að verkum að dýptarmælar Furuno geta á mjög skýran og greinilega hátt, greint einstaka fiska af ótrúlega mikilli nákvæmni.
Hin nýja DSP tækni Furuno (Digital Signal Processing – Stafræn úrvinnsla merkja) lagar stillingar dýptarmælisins að umhverfi og aðstæðum hverju sinni. Þetta á við um styrkstillingu (Gain), STC (Sensitive time control) og sendistyrk. Þá dregur DSP tæknin endurvarpið næst við kjölinn og botnstykkið (Main bang) saman eins og frekast er unnt. Auk þess verður dýptarmælis myndin skýrari og öll aðgreining betri. DSP tæknin lagar sjálfvirkt styrkstillinguna að stærð leitarsvæðisins (Search range). Þannig er púlslengdin gerð víðari/breiðari þegar fiskileitin á sér stað í dýpri sjó og móttökutíðnin gerð þrengri. Endurvörpin verða betri og skýrari á meira dýpi. Þetta kemur sér afar vel við að finna botnlægan fisk þar sem DSP tæknin aðgreinir “óhrein endurvörp” (Noise) af botninum sjálfum frá endurvörpum af fiski sem liggur mjög nærri botninum.
Hreyfing skips á bárunni vegna mismunandi ölduhæðar (heaving) veldur skekkjum á dýptarmælismyndinni. Furuno hefur þróað ölduhæðarleiðréttingartækni sem leiðréttir bæði sendi- og móttökugeislana fyrir skekkjum sem mismunandi ölduhæð veldur, jafnvel í verstu veðrum. Dýptarmælismyndin verður betri og réttari.
Til að ölduhæðarleiðréttingin verði virk, þarf dýptarmælirinn að vera tengdur GPS áttavita.
Ath. Ölduhæðarleiðrétting er annað en ölduleiðrétting. Ölduleiðrétting (Furuno´s exclusive Stabilizer Technology) leiðréttir fyrir skekkjum sem mismunandi ölduhæð, dýfur og veltur valda.
- 3kW CM599LHG, (CHIRP Lág/Hátíðni kvarðað)
- 3kW CM599LMG, (CHIRP Lág/Millitíðni kvarðað)
- 1kW CM265LHG, (CHIRP Lág/Hátíðni)
- 1kW CM265LMG, (CHIRP Lág/Millitíðni)