Furuno FCV-1900 B/G

Í þessum dýptarmæli er búið að auka sendipúlsa/sek (Transmission rate) um 40% (á 200 m skala) frá því sem venjulegt er í dýptarmælum. Þetta eykur aðgreiningargetu mælisins og skerpu.

Notenda handbók
á íslensku fylgir
dýptarmælinum

Smelltu á bókina til
að skoða inn í hana

Með því að tengja FCV-1900 mælinn við annan og nettengjanlegan dýptarmæli frá Furuno sem er með botngreiningu (BDS) er hægt að vinna samtímis með allt að 4 senditíðnir í einu á skjánum og óþarfi að tengja við hann fleiri skjái.

Mælirinn vinnur á tveimur styrkstillingum samtímis sem er mikill kostur þegar aðstæður eru breytilegar og/eða hraði skips breytist. Á tvískiptum skjánum birtast tvær ólíkar framsetningar endurvarpanna sem getur verið mikill kostur fyrir skipstjórnandann. Þá er FCV-1900 mælirinn með sérstakri tækni (Zero Line Rejection) sem greinir einstaklega vel endurvörp sem eru innan 3 metra frá botnstykkinu.

Í mælinum er hægt að vista einstakar skjámyndir og taka upp video af lóðningum yfir tiltekinn tíma. Það getur komið sér vel að bera saman lóðningarnar á myndunum og videounum við aflann sem fékkst á þeim tíma. Þá þarf aðeins að ýta á einn takka (Scroll back) til að skoða síðustu skjámynd mælisins. Hægt er að skoða tvær síðustu skjámyndirnar með þessum hætti.

FCV-1900 mælirinn er í 3 útgáfum:

FCV-1900.  Þessi mælir er með FFS tækninni.  Gengur inn á eldri botnstykki á tíðnisviðinu 15–200 kHz

FCV-1900B. Er með CHIRP. Slökkva má á CHIRP og vera með FFS. Notar nýja gerð af breiðbands botnstykkjum, vinnur á þremur tíðnisvíðum, LOW (28-60 kHz), MEDIUM (80-130 kHz ) og HIGH (130-210 kHz). Mælirinn vinnur á tveimur tíðnisviðum samtímis, sem geta verið: LOW og MEDIUM (LM) eða LOW og HIGH (LH).

FCV-1900G. Eins og FCV-1900B og til viðbótar er í 1900G sérstök aðgerð sem birtir á skjánum graf og tölulegar upplýsingar yfir stærð, fjölda og stærðardreifingu innan torfunnar. Þessi framsetning stærðargreiningar er ítarlegri en venjuleg ACCU-FISH greining.










Vörulýsing

Íslensk notenda handbók

Tíðni: 15-200 kHz Sendiorka: 1/2/3 kW
Skjástærð: BB Drægi: 3000 m
Mótun: CM (FM B/G) Geislafjöldi: 1
Spenna: 12-24VDC Straumtaka: 8.3 – 3.9 A
Ölduleiðrétting: FDF:
FFS: NavNet: Nei
AccuFish: (FCV-1900G sjá texta) CHIRP: Já (FCV-1900B/G)
BDS: Nei DSP:

PDF Skjöl

Bæklingur FCV-1900BG Bæklingur
Leiðarvísir FCV-1900BG Leiðarvísir