Ratsjárnar úr FAR-3000 línunni (Chart Radars) marka stórt framfaraspor í þróun siglingatækja. Ný tækniþekking við úrvinnslu sendigeisla skilar aukinni greiningargetu á mörkum (skipum) og notendaviðmót ratsjárinnar er nokkuð breytt og endurbætt frá fyrri gerðum ratsjáa. Loftflæðið um loftnetshúsið er betra og margir nýir eiginleikar eru í ratsjánni.
ACE, sjálfvirk eyðing truflana (Automatic Clutter Elimination) er nýr valkvæður eiginleiki sem skilar skarpari endurvörpum af mörkum. Í samræmi við aðstæður til sjós, stillir ratsjáin sjálfvirkt fyrir sjó- og veðurtruflunum (Gain/Sea/Rain). Þessi eiginleiki er afar mikilvægur fyrir skipstjórnandann sem þarf ekki, þegar aðstæður breytast, að verja eins miklum tíma í stillingar og áður. ACE styðst við háþróaða tækni Furuno (Echo averaging), sem birtir endurvarp af mörkum útfrá meðaltalsútreikningum. Sérstakur eiginleiki í IR tækni Furuno (Interference Reduction) á að tryggja að mikilvæg mörk detta ekki út þó svo að IR sé virkt.
Ratsjáin tekur merki frá öðrum tækjum beint í alls 8 inn-/útganga (I/O -input/output) á vinnslu einingunni (Processor). Hægt er að tengja leiðsögumerki frá ratsjánni (t.d. ARPA) um nettengingu. Ratsjáin er þá nettengd inn á netmiðlara t.d. „HUB100“ (Switching Hub) og á þann hátt er leiðsögumerkjum frá ratsjánni dreift um netkerfið. Á sama hátt getur ratsjáin tekið við merkjum um nettenginguna frá öðrum siglingatækjum sem eru tengd inn á sama netkerfi.
Notendaviðmót ratsjárinnar einkennist af vandlega skipulagðri og rökréttri framsetningu aðgerða sem birtast á tveimur stikum; stöðustiku (Status bar) og flýtistiku (Instant Access bar). Á flýtistikunni eru tákn fyrir helstu og algengustu aðgerðir og skipstjórnandinn er fljótur að framkvæma þær með því að velja viðeigandi tákn. Mun einfaldara en í algengum valmyndakerfum. Stöðustikan efst á skjánum inniheldur upplýsingar um notendaviðmót, t.d val á viðmóti og val á aðgerðum fyrir notendaviðmót. Flýtistikan til vinstri á skjánum breytist eftir völdum aðgerðum úr stöðustikunni efst á skjánum. Á þann hátt er alltaf aðgangur að flýtivali úr flýtistikunni sem hentar því notendaviðmóti sem verið er að vinna í. Allar aðgerðir er hægt að framkvæma með kúlu á stjórnborði ratsjárinnar.
Nýja S-Band ratsjáin FAR-3×30-SSD er með nýrri magnetrónulausri tækni sem þarf aðeins 250 W sendiorku og aldrei þarf að skipta um magnetrónu. Þessi nýja tækni gerir ratsjánni kleift að greina merki frá smáum mörkum (skipum) jafnvel þó að endurvarpið sé veikt. Furuno hefur þróað nýjan sendi- og móttökumagnara sem sendir út mótað sendimerki í kringum skipið, á meðan að móttökueining nemur og magnar veik endurvörp. Móttökumerkið er síðan unnið frekar í sendi-og móttökumagnaranum til að minnka suð í myndinni. Ný hönnun viftulauss loftnetshúss gerir það að verkum að það þarfnast langtum minna viðhalds en venjulegar ratsjár sem reiða sig á magnetrónu.
Vörulýsing
Tíðniband: | S-BAND | Sendiorka: | 250 W |
Skjástærð: | BB | Drægi: | 0.125 – 120 NM |
Mótun: | Solid State: | Já | |
Snúningshraði: | 24 / 42 rpm | Loftnetsstærð: | 12′ |
Spenna: | 100 – 230 VAC | Straumtaka: | 2.8 – 5.6 A |
UHD: | Já | Fjöldi ARPA: | 200 |
FTT: | Já | ACE: | Já |
PDF Skjöl
Bæklingur | FAR-3000 Bæklingur |
Leiðarvísir | FAR-3000 Leiðarvísir |