Ratsjárnar úr FAR-3000 línunni (Chart Radars) marka stórt framfaraspor í þróun siglingatækja. Ný tækniþekking við úrvinnslu sendigeisla skilar aukinni greiningargetu á mörkum (skipum) og notendaviðmót ratsjárinnar er nokkuð breytt og endurbætt frá fyrri gerðum ratsjáa. Loftflæðið um loftnetshúsið er betra og margir nýir eiginleikar eru í ratsjánni.
ACE, sjálfvirk eyðing truflana (Automatic Clutter Elimination) er nýr valkvæður eiginleiki sem skilar skarpari endurvörpum af mörkum. Í samræmi við aðstæður til sjós, stillir ratsjáin sjálfvirkt fyrir sjó- og veðurtruflunum (Gain/Sea/Rain). Þessi eiginleiki er afar mikilvægur fyrir skipstjórnandann sem þarf ekki, þegar aðstæður breytast, að verja eins miklum tíma í stillingar og áður. ACE styðst við háþróaða tækni Furuno (Echo averaging), sem birtir endurvarp af mörkum útfrá meðaltalsútreikningum. Sérstakur eiginleiki í IR tækni Furuno (Interference Reduction) á að tryggja að mikilvæg mörk detta ekki út þó svo að IR sé virkt.
Ratsjáin tekur merki frá öðrum tækjum beint í alls 8 inn-/útganga (I/O -input/output) á vinnslu einingunni (processor). Hægt er að tengja leiðsögumerki frá ratsjánni (t.d. ARPA) um nettengingu. Ratsjáin er þá nettengd inn á netmiðlara t.d. „HUB100“ (switching hub) og á þann hátt er leiðsögumerkjum frá ratsjánni dreift um netkerfið. Á sama hátt getur ratsjáin tekið við merkjum um nettenginguna frá öðrum siglingatækjum sem eru tengd inn á sama netkerfi.
Notendaviðmót ratsjárinnar einkennist af vandlega skipulagðri og rökréttri framsetningu aðgerða sem birtast á tveimur stikum; stöðustiku (Status bar) og flýtistiku (Instant Access bar). Á flýtistikunni eru tákn fyrir helstu og algengustu aðgerðir og skipstjórnandinn er fljótur að framkvæma þær með því að velja viðeigandi tákn. Mun einfaldara en í algengum valmyndakerfum. Stöðustikan efst á skjánum inniheldur upplýsingar um notendaviðmót, t.d val á viðmóti og val á aðgerðum fyrir notendaviðmót. Flýtistikan til vinstri á skjánum breytist eftir völdum aðgerðum úr stöðustikunni efst á skjánum. Á þann hátt er alltaf aðgangur að flýtivali úr flýtistikunni sem hentar því notendaviðmóti sem verið er að vinna í. Allar aðgerðir er hægt að framkvæma með kúlu á stjórnborði ratsjárinnar.
Vörulýsing
Tíðniband: | S-BAND | Sendiorka: | 30 kW |
Skjástærð: | BB | Drægi: | 0.125 – 120 NM |
Mótun: | Solid State: | Nei | |
Snúningshraði: | 24 / 42 rpm | Loftnetsstærð: | 12′ |
Spenna: | 100 – 230 VAC | Straumtaka: | 3.7 – 6.4 A |
UHD: | Já | Fjöldi ARPA: | 200 |
FTT: | Já | ACE: | Já |
PDF Skjöl
Bæklingur | FAR-3000 Bæklingur |
Leiðarvísir | FAR-3000 Leiðarvísir |