Furuno FAR-2238 S-Band NXT

Furuno FAR-22×8 glæný sería af ratsjám. Það sem helst einkennir þessar ratsjár er annars vegar ný tækni Furuno við úrvinnslu sendigeisla (Signal Processing) og hins vegar ný gerð ratsjárloftneta (Antenna, Scanner) sem Furuno hefur þróað. Þróun og hönnun Furuno miðar að stöðugt notendavænni og nákvæmari ratsjám sem auka enn og meir á öryggi sæfarenda.

Nýja S-Band ratsjáin FAR-2238S-NXT er með nýrri magnetrónulausri tækni sem þarf aðeins 250 W sendiorku og aldrei þarf að skipta um magnetrónu. Þessi nýja tækni gerir ratsjánni kleift að greina merki frá smáum mörkum (skipum) jafnvel þó að endurvarpið sé veikt. Furuno hefur þróað nýjan sendi- og móttökumagnara sem sendir út mótað sendimerki í kringum skipið, á meðan að móttökueining nemur og magnar veik endurvörp. Móttökumerkið er síðan unnið frekar í sendi-og móttökumagnaranum til að minnka suð í myndinni. Ný hönnun viftulauss loftnetshúss gerir það að verkum að það þarfnast langtum minna viðhalds en venjulegar ratsjár sem reiða sig á magnetrónu.

ACE, sjálfvirk eyðing truflana (Automatic Clutter Elimination) er nýr valkvæður eiginleiki sem skilar skarpari endurvörpum af mörkum. Í samræmi við aðstæður til sjós, stillir ratsjáin sjálfvirkt fyrir sjó- og veðurtruflunum (Gain/Sea/Rain). Þessi eiginleiki er afar mikilvægur fyrir skipstjórnandann sem þarf ekki, þegar aðstæður breytast, að verja eins miklum tíma í stillingar og áður. ACE styðst við háþróaða tækni Furuno (Echo Averaging), sem birtir endurvarp af mörkum útfrá meðaltalsútreikningum. Sérstakur eiginleiki í IR tækni Furuno (Interference Reduction) á að tryggja að mikilvæg mörk detta ekki út þó svo að IR sé virkt.

Í ratsjánum er sérstakur eiginleiki, “Fast Target Tracking™” (TT), sem Furuno hefur þróað til að skip geti forðast með sem mestum fyrirvara, hættulegar aðstæður sem eru í uppsiglingu. Eiginleikinn birtir mjög hratt, á örfáum sekúndum, nákvæmar upplýsingar um ferla skipa, hraða og stefnur, sem gera skipstjórnandanum kleift að bregðast við hættum með meiri fyrirvara en hægt hefur verið í ratsjám hingað til.

Hugbúnaðarviðmót ratsjárinnar einkennist af vandlega skipulagðri og rökréttri framsetningu aðgerða sem birtast á tveimur stikum; stöðustiku (Status bar) og flýtistiku (Instant Access bar). Á flýtistikunni eru tákn fyrir helstu og algengustu aðgerðir og skipstjórnandinn er fljótur að framkvæma þær með því að velja viðeigandi tákn. Mun einfaldara en í algengum valmyndakerfum. Stöðustikan efst á skjánum inniheldur upplýsingar um hugbúnaðarviðmót, t.d val á viðmóti og val á aðgerðum fyrir hugbúnaðarviðmót. Flýtistikan til vinstri á skjánum breytist eftir völdum aðgerðum úr stöðustikunni efst á skjánum. Á þann hátt er alltaf aðgangur að flýtivali úr flýtistikunni sem hentar því hugbúnaðarviðmóti sem verið er að vinna í. Allar aðgerðir er hægt að framkvæma með kúlu á stjórnborði ratsjárinnar. Stjórneiningar eru hannaðar þannig að þær séu sem þægilegastar í notkun, falli sem best að mannshöndinni o.s.frv. Allar aðgerðir í ratsjánum má framkvæma með kúlumús.

Ratsjárnar eru með nýrri gerð loftneta sem eru nákvæmari en eldri gerðir hvað varðar móttöku og úrvinnslu sendigeislans (Signal Accuracy). Þróun loftneta Furuno miðar stöðugt að aukinni endingu og áreiðanleika.

FAR-22×8/23×8 ratsjárnar gefa skýrari og nákvæmari ratsjármyndir af umhverfi skipsins og eru enn áreiðanlegri en eldri gerðir ratsjáa. Þróun þeirra miðaði jafnframt að því að minnka rekstrar- og viðhaldskostnað, einfalda reglubundið viðhald ratsjánna og gera þær þannig að enn hagstæðari fjárfestingu fyrir útgerðir.
Hágæða upplausn á skjámyndum verður til í vinnslueiningunni (Signal Processor Unit) í loftneti ratsjárinnar, þar sem hliðrænu merki (Analog Signal) er breytt í stafrænt merki (Digital Signal) áður en það er sent í aðal vinnslueiningu ratsjárinnar (Main Processor Unit). Merkin flytjast frá vinnslueiningu loftnetsins um iðnet (Ethernet) ratsjárinnar í aðal vinnslueiningu hennar innan skips.

Ný hönnun á lögun loftnetsins er til að draga úr loftmótstöðu þess og létta álagi á mótor, drifi (Gear Box) tannhjólum o.fl. í loftnetshúsinu. Einnig hefur drifið sjálft verið endurhannað. Minni loftmótstaða á loftnetinu og kolalaus DC mótor tryggja langan endingartíma drifsins, mun lengri en í eldri hönnunum.
Uppsetning og viðhald FAR-22×8/23×8 ratsjánna er umtalsvert auðveldara en í eldri gerðum ratsjáa. Allir hlutar drifsins eru á einni plötu (Block) sem auðvelt er að losa frá drifinu þegar viðhaldsvinna á sér stað. Kapallinn í drifið tengist í hlið þess.



Vörulýsing

Tíðniband: S-BAND Sendiorka: 250 W
Skjástærð: BB Drægi: 0.125 – 96 NM
Mótun: Solid State:
Snúningshraði: 24 / 42 rpm Loftnetsstærð: 12′
Spenna: 100 – 230 VAC Straumtaka: 5.8 – 2.6 A
UHD: Fjöldi ARPA: 100
FTT: ACE:

PDF Skjöl

Bæklingur FAR-22x8 Bæklingur
Leiðarvísir FAR-22x8 Leiðarvísir