Furuno FAR-2137S-BB

Furuno ARPA radararnir úr FAR-21×7 línunni uppfylla allar kröfur sem gerðar eru af sömu stofnunum til allra skipa undir 10.000 BT að stærð. Radararnir eru hannaðir til að uppfylla ítrustu kröfur sem gerðar eru í dag af siglinga- og sjávarútvegsfyrirtækjum.
FAR-21×7/28×7 ratsjárnar eru með innbyggðum DVI útgangi (Digital Video Interface) sem auka á hreinleika og skerpu skjámyndanna. Ný hátækni Furuno við úrvinnslu sendigeisla ratsjánna skilar aukinni getu til að greina mörk (Targets) nær og fjær skipinu, eiginleiki sem skilar frábærlega skörpum endurvörpum af mörkum á stuttum skölum. Ratsjáin vinnur með AIS upplýsingar þegar hún hefur verið tengd við AIS móttakara. Þannig eykst öryggi við siglingar og veiðar til mikilla muna. Furuno ARPA ratsjárnar FAR-21×7/28×7 eru meðal bestu siglingatækja sem völ er á fyrir örugga siglingu og skipsstjórn.
Innra netkerfi (Ethernet) sem er innbyggt í ratsjána er notað til að tengja allt að fjórar FAR-21×7/28×7 ratsjár saman eða til samskipta við önnur tæki eins og ECDIS eða Time Zero. Tengingin býður upp á mikinn samskiptahraða og örugga leið til að deila upplýsingum á milli tækja innan netkerfisins. Þessi tenging gerir það að verkum að hægt er hafa eina vinnustöð til að vinna á mörg tæki samtímis.
Í TT aðgerð (Target Tracking) í FAR-21×7/28×7 ratsjánum er hægt að ferla (plotta) allt að 100 skip/mörk auk þess að sýna allt að 1000 mörk samtímis frá AIS móttakara. Ítarlegar upplýsingar um skipin/mörkin birtast á skjá ratsjárinnar. TT og AIS upplýsingarnar auðvelda skipstjórnandanum að hafa fulla stjórn á aðstæðum í mikilli skipaumferð. Tegund AIS táknsins sýnir hvort markið (skipið) er; óvirkt (Sleeping), venjulegt (Normal), valið (Selected), hættulegt (Dangerous) eða tapað (Lost).

AIS Tákn
Lengd COG/SOG (Course Over Ground / Speed Over Ground) vektorsins breytist með breyttum hraða skipsins. ROT (Rate Of Turn) merki birtist við topp (enda) COG/SOG vektorsins þegar það skip (Mark) er með Furuno SC-50/110 GPS áttavita sem gefur frá sér ROT serial sentence.

Afmarka má tvö svæði, Automatic Acquisition Zones, á ratsjárskjánum, tiltekinn geira eða svæði af hvaða lögun sem er og vinnur ratsjáin þá sjálfvirkt einungis með það svæði og það sem innan þess er. ARPA, AIS mörk o.fl. utan afmarkaða svæðisins hverfa af skjánum og mörk innan svæðisins eru sýnd með tákni fyrir öfugan þríhyrning. Skipstjórnandi getur þó með handvirkum hætti valið mörk utan svæðisins, t.d. í ARPA vinnslu.
Afmarka má sérstök aðvörunarsvæði á ratsjárskjánum og öll merki (AIS/ARPA) sem sigla inn í þau setja af stað mynd og hljóð aðvaranir. Eins má afmarka svæði sem akkerisaðvörunarsvæði og fer þá aðvörunin í gang ef eigið skip eða önnur mörk, rekur út fyrir svæðið.

CPA aðvörun
TT táknið breytist í þríhyrning þegar sigling skipsins stefnir innfyrir þau mörk sem skipstjórnandi hefur sett sem CPA/TCPA (Closest Point of Approach og Time to CPA) fyrir önnur skip (mörk). Þannig er skipstjórnandanum gert viðvart um yfirvofandi árekstrarhættu. Skipstjórnandi getur hvenær sem er breytt lengd vektora við mat á siglingu og stefnubreytingu annarra skipa.
Slóð marka (Target Trail) er það þegar eftirglóð sést á ratsjárskjánum í kjölfari marka. Þetta getur verið mjög gagnlegt fyrir skipstjórnandann, sérstaklega þegar skipaumferð er mikil. Eftirglóðina má láta birtast á skjánum, bæði í framsetningunni Afstæð hreyfing (Relative Motion) og Raunhreyfing (True Motion). Þegar ratsjáin er í framsetningunni Afstæð hreyfing birtast eftirglóðir marka og eigin skips afstætt. Þegar ratsjáin er í framsetningunni Raunhreyfing þarf hún að vera tengd gyro áttavita og fá upplýsingar um hraða eigin skips til að geta leiðrétt fyrir hreyfingu eigin skips og birt raunhreyfingar annarra marka, þ.e. réttan hraða þeirra (SOG) og rétta stefnu (COG).
Eigin vistuð ratsjárkort (Radar Map) samanstanda af línum og ýmsum siglingamerkjum og –táknum sem skipstjórnandinn velur og notast við þegar hann afmarkar siglingasvæði og setur út siglingaleiðir. Slíkt eigið ratsjárkort getur innihaldið allt að 20.000 punkta fyrir línur, merki og tákn. Fyrir endurteknar siglingaleiðir getur verið gott að vista þessi kort í ratsjánni og kalla fram þegar ástæða er til þess. Skipulagðar og vistaðar leiðir í Furuno ECDIS búnaði má flytja yfir í ratsjána þegar ECDIS búnaðurinn er nettengdur ratsjánni.
Stjórnborð ratsjárinnar er þannig hannað að aðgerðir á því eru framkvæmanlegar í rökréttu samhengi, ýmist með þrýstihnöppum eða kúlu (Trackball). Valmyndir eru hannaðar með tilliti til þess að sem einfaldast sé að framkvæma aðgerðir með kúlunni.

Ís- og olíuflákar
Við X-band ratsjár úr FAR-2xx7 línunni má bæta vinnslueiningu sem er sérstaklega ætlað að greina ís- og olíufláka.Vörulýsing

Tíðniband: S-BAND Sendiorka: 30 kW
Skjástærð: BB Drægi: 0.125 – 96 NM
Mótun: Solid State: Nei
Snúningshraði: 21 – 26 / 45 rpm Loftnetsstærð: 10′ / 12′
Spenna: Sjá bækling Straumtaka: Sjá bækling
UHD: Nei Fjöldi ARPA: 100
FTT: Nei ACE: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur FAR-21x7 Bæklingur
Leiðarvísir FAR-2xx7 Leiðarvísir