Furuno FAR-1513-BB

FAR-1513–BB ratsjáin býr yfir mörgum nýjum eiginleikum sem Furuno hefur þróað og er einstaklega einfalt stjórntæki.  „Target Analyzer“ eiginleikinn (TM), birtir mörk (skip) sem eru á hreyfingu, kyrr mörk, úrkomu, öldur og mörk sem nálgast eigið skip, í mismunandi litum.  Hættuleg mörk þekkjast á lit þeirra.   TM eiginleikinn getur aukið öryggi skipsins.

Aðeins örfáum sekúndum eftir að mark er valið á radarnum birtast upplýsingar um hraða þess og stefnu.  Nákvæmar upplýsingar um hraða og stefnu marka á radarskjánum eru öllum skipstjórnendum afar mikilvægar.

Sjálfvirk truflanadeyfing, ACE (Automatic Clutter Elimination) skilar hreinni radarmynd og skörpum endurvörpum.  Með ACE stillir radarinn sig sjálfvirkt eftir aðstæðum og eyðir truflunum af völdum veðurs, ölduhæðar og úrkomu.

Stakir hnappar til að stilla mögnun (Gain) og deyfa truflanir af völdum veðurs (ölduhæð, úrkoma), ásamt snúningshnappi (RotoKey) og snertistjórnborði (Touch Panel) gera allar aðgerðir í radarnum markvissar og einfaldar.  Eins má fá við radarinn kúlumús og venjulega tölvumús.

Skipstjórnandinn hefur fjölda valmöguleika hvað varðar skjáframsetningu, allt eftir því hvernig hann vill að  upplýsingar birtist á skjánum.  Sem dæmi má nefna möguleikann á að stækka upp þau mörk sem nálgast skipið ásamt siglingafræðilegum upplýsingum um þau.


Vörulýsing

Tíðniband: X-BAND Sendiorka: 12 kW
Skjástærð: BB Drægi: 0.125 – 96 NM
Mótun: Solid State: Nei
Snúningshraði: 24 / 48 rpm Loftnetsstærð: 4′ / 6′
Spenna: 24 VDC Straumtaka: 5.0 – 5.6 A
UHD: Fjöldi ARPA: 10
FTT: ACE:

PDF Skjöl

Bæklingur FAR-15x3 Bæklingur
Leiðarvísir FAR-15x3 Leiðarvísir