Furuno DRS12A X-Class

DRS12A X-Class radarinn býr yfir tækni sem áður var eingöngu í rödurum fyrir stærstu skip.  Í radarnum er notast við allt það besta úr hefðbundinni radartækni Furuno og margt nýtt kynnt til sögunnar.  Árangurinn er enn einn framúrskarandi radarinn frá Furuno hvað varðar áreiðanleika og gæði.  Mörk eru skarpari en í eldri rödurum og truflanir (Gain/Sea/Rain) hverfandi, bæði á stuttum og löngum skölum.  Radarinn gefur afar nákvæma mynd af lögun lands á löngum skölum, merkjanlega betri en almennt gerist í eldri rödurum.  Aðgreiningargeta radarsins á styttri skölum er að sama skapi betri en áður var.  Sérstök skjástilling fyrir fugla (bird mode) er í radarnum sem greinir og birtir á skjánum endurvörp af fuglum, marktæka vísbendingu um hvar fisk er að finna.
DRS12A X-Class radarinn er með „Fast Target Tracking“ eiginleikanum og vinnur með allt að 30 mörk samtímis.  Ekki þarf sérstakan aflgjafa með radarnum.






Vörulýsing

Tíðniband: X-BAND Sendiorka: 12 kW
Skjástærð: BB Drægi: 0.0625 – 96 NM
Mótun: Solid State: Nei
Snúningshraði: 24/36/48 rpm Loftnetsstærð: 4′ / 6′
Spenna: 24 VDC Straumtaka: 4.0 A
UHD: Fjöldi ARPA: 30
FTT: ACE:

PDF Skjöl

Bæklingur DRS12A-X Class Bæklingur