Furuno DFF-3D

Furuno DFF-3D er nýr fjölgeisla dýptarmælir, fisksjá og sónar, ein þessara tækninýjunga sem marka raunveruleg framfaraspor.  Eiginleikar mælisins eru þannig að margir „trúa ekki fyrr en þeir sjá“.

Mælirinn er með nýrri fjölgeislatækni.  Ásamt háþróaðri tækni Furuno við úrvinnslu endurvarpa  og nýju fjölgeisla botnstykki, birtir hann svo nákvæma þrívíddarmynd af botninum, fiskitorfum og öðru neðansjávar, að smáatriðin koma mönnum á óvart.

Þrívíddarmyndirnar má vista og vinna með í gagnagrunni Time Zero Professional.

Botnstykkið er með innbyggðum hreyfiskynjara sem leiðréttir skjámyndirnar fyrir veltu skipsins, jafnvel í versta veðri.  Einnig er hitanemi innbyggður í botnstykkið.

Mælirinn vinnur á þremur sendigeislum, miðgeisla og tveimur hliðargeislum.  Miðgeislinn, sem beinist beint niður, vinnur á allt að 300 metra dýpi.  Mesta geislabreidd hvers geisla er 40°, þannig er heildar geislabreiddin mest 120°.  Hliðargeislarnir vinna mest á allt að 200 metra dýpi, miðað við 120° heildar geislabreidd.  Stilla má hvern geisla þannig að þeir verði þrengri en 40°.  Hliðargeislunum má beina þannig að þeir myndi einn geisla með miðgeislanum, eða til hliðanna þannig að þeir sjást eins og tveir aðskildir geislar frá miðgeislanum.

Fjórar skjámyndaframsetningar eru í boði:  Þrívíddar dýptarmælismynd (3D Sounder History Mode), eins/þriggja geisla mynd (Single/Triple Beam Mode), sneiðmynd (Cross Section Mode) og hliðarskönnunarmynd (Side Scan Mode).  Notandinn getur valið að hafa eina eða fleiri af myndunum á skjánum í einu, allt eftir því hvað hentar hverju sinni.

Þrívíddar dýptarmælismynd (3D Sounder History Mode) sýnir sjávarbotninn, fiskitorfur og önnur fyrirbæri á afar greinilegan grafískan hátt í þrívídd og lit.  Mjög gagnlegar upplýsingar við að meta aðstæður, ástand sjávarbotnsins, veiðistaði o.m.fl.  Þessi þrívíddarmynd af sjávarbotninum safnast upp í gagnagrunn Time Zero Professional.

 

Eins/þriggja geisla mynd (Single/Triple Beam Mode).  Hér er valið að láta mælinn vinna á einum eða þremur sendigeislum.  Þriggja geisla framsetningin veitir nákvæmari upplýsingar um ástand botnsins til hverrar áttar og á hvaða dýpi fiskitorfurnar þar eru á og í hvaða átt þær stefna.  Stilla má breidd og horn hvers geisla.

 

Sneiðmynd (Cross Section Mode) sýnir í rauntíma endurvörp 120° sendigeisla af fiskitorfum og öðru á sneiðmyndarformi, 60° í stjórnborð og 60° í bakborð.  Veitir gleggri upplýsingar um staðsetningu fiskitorfu undir og til hliðar við skipið.

 

Hliðarskönnunarmynd (Side Scan Mode) sýnir mjög greinilega (High Definition Image) lögun neðansjávarfyrirbæra, sjávarbotninn og annað, annars vegar stjórnborðsmegin og hins vegar bakborðsmegin við skipið.  Mjög gagnlegt við fiskileit og til að fá góða mynd af lögun botnsins.

 

 

 

 

Vörulýsing

Tíðni: 165 kHz Sendiorka: 800 W
Skjástærð: BB Drægi: 300 m
Mótun: FM Geislafjöldi: 3
Spenna: 12-24 VDC Straumtaka: 1.4 – 0.7 A
Ölduleiðrétting: Já (Innbyggð) FDF: Nei
FFS: Nei NavNet:
AccuFish: Nei CHIRP: Nei
BDS: Nei DSP: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur DFF-3D Bæklingur
Leiðarvísir DFF-3D Leiðarvísir
Handbók og botnstykkis upplýsingar DFF-3D Handbók

Botnstykkis upplýsingar