Furuno CSH-5L MARK-2

CSH-5L MARK-2 er hringsónar (OMNI, Full Circle Scanning Sonar). Sónarinn vinnur hratt og er öflugt fiskileitartæki sem sýnir greinilega einstaka fiska og torfur við breytilegar aðstæður í hafinu. Dreifing fiska og torfa sem og ástand sjávarbotnsins er sýnd í 16 lita litaskala, allt umhverfis skipið, 360 gráður.
Sónarinn flokkast sem millitíðni sónar sem vinnur á annarri hvorri tíðninni, 55 eða 68 kHz. Hann er því ákjósanlegur til leitar á löngum skölum, allt umhverfis skipið.

Sjálfvirk hallastýring á leitargeislanum er staðalbúnaður í sónarnum. Þetta er mikill kostur sem gerir það að verkum að tækið er afar hentugt við uppsjávarveiðar, bæði með trolli og nót.

CSH-5L MARK-2 er “BlackBox” tæki, sem getur verið nokkur kostur þegar kemur að staðsetningu skjás og fyrirkomulagi í brúm skipa. Aðrar einingar tækisins eru niðurfarinn (Hull Unit), sendi- og móttökueining (Transceiver) og stjórneining (Processor). Hvað varðar val á skjá við tækið, kemur margt til greina. Skjáir frá Furuno, úr MU línunni, eru sérhannaðir fyrir atvinnumennsku og notkun til sjós við allar aðstæður við veiðar og siglingar í úthöfunum. Ákjósanlegt er að velja Furuno skjá við tækið, einnig sem aukaskjá sem tengist beint við stjórneininguna og hægt er að stjórna með fjarstýringu.

Botnstykki hringsónarsins samanstendur af miklum fjölda augna (Elements) sem senda geislann samtímis til allra átta án þess að botnstykkinu sé snúið. Endurvörpin berast nánast samtímis í botnstykkið og birtast á skjánum sem fisklóðningar, botn o.s.frv. Vegna þess hversu hratt sónarinn vinnur, hentar hann mjög vel sem fiskileitartæki, ekki síst þegar fiskitegundin er hraðsynd.

CSH-5L MARK-2 sónarinn fullvinnur hverja geislasendingu á aðeins 0,54 sek. Hefðbundin geislasónar (Searchlight Sonar) er um 32 sek. að fara allan hringinn í mörgum stökum geislum. Það magn upplýsinga sem hringsónar gefur er u.þ.b. 60 sinnum meira en í geislasónar. Hinn mikli hraði í vinnslu hringsónara minnkar mjög líkurnar á því að sónarinn missi af fiskitorfum eða breyttum aðstæðum sem geta skipt máli. Þetta á ekki síst við þegar aðstæður eru þannig að oft þarf að breyta geislahallanum og leitarskalanum við veiðiskapinn. Árangurinn verður meiri, tímasóunin minni.



Vörulýsing

Tíðni: 55 / 68 kHz Skjástærð: BB
Hringsónar: Drægi: 1.600 m
Geislasónar: Nei Sendigeisli: 360°
Tilt: 0° til 55° Ölduleiðrétting:
CHIRP: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur CSH-5L MARK-2 Bæklingur
Leiðarvísir CSH-5L MARK-2 Leiðarvísir