Furuno CH-500

Model CH-500/600 er nýr geislasónar með 12.1” skjá, “High brilliance display” (XGA).  Snúningshraði botnstykkisins er meiri en á eldri gerðum geislasónara og endurvörp skarpari. Óviðjafnanlegur hraði er á snúningi botnstykkisins.  Hraðvirkari mótor skilar auknum hraða á snúningi botnstykkisins.  Þessi aukni hraði hefur marga kosti, þ.m.t. meiri getu sónarsins til að finna fiskitorfur fyrr en eldri gerðir sónara. CH-500/600 sónarinn er afkastamesti og hraðvirkasti sónarinn í sínum stærðarflokki.  Velja má á milli 6 geislabreidda við skönnun (6°, 12°, 15°, 18°, 21° og 24°) á hámarks hraða og breidd valinna sneiða frá 24° til 360°.  Aðeins örfáar sekúndur tekur að skanna alla sneiðina.  Þessi mikla hraðvirkni CH-500/600 sónarsins gerir skipstjóranum kleift að skanna stór svæði á afar stuttum og árangursríkum tíma. Ábending:  Þegar skipið er á mikilli ferð er hagstætt að nota 24° geislabreidd við skönnun.  Þannig eru líkurnar mestar á því að menn missi ekki af torfu.  Þegar endurvarp frá torfu skilar sér stilla menn sónarinn á þrengri geislabreidd og hægja á skipinu til að fá nákvæmari upplýsingar um torfuna. CH-500/600 sónarinn er fyrsti geislasónarinn sem hefur innbyggðan hreyfiskynjara.  Í vondum veðrum skilar hreyfiskynjarinn stöðugum og rétt staðsettum endurvörpum á skjáinn.  Upplýsingar um endurvörp í sónurum sem eru án hreyfiskynjara geta verið mjög ónákvæmar þegar veður er vont.  Þetta vandamál er hverfandi í CH-500/600 sónarnum. Á myndinni hægra megin hér að ofan sést að þegar hreyfiskynjarinn er virkur helst lögun botnsins hringlaga.  Þá veitir sónarinn réttar og nákvæmar upplýsingar þó veður sé vont.  Eins og sjá má með samanburði við myndina vinstra megin, þar sem hreyfiskynjari er ekki til staðar eða er óvirkur, greinir sónarinn fiskitorfu með virkum hreyfiskynjara í vondu veðri, en ekki þegar hreyfiskynjarinn er óvirkur. Í CH-500/600 sónarnum er sérstök stilling (Noise reduction) til að aðgreina endurvörp eftir eðli þeirra.  Á myndunum tveimur hér fyrir neðan er dæmi um það hvernig þessi stilling gagnast við það að greina skipsflak frá botninum. Með A-Scope stillingu sjást aðeins nýjustu endurvörpin á skjánum, í einum lit.  Eðli endurvarpanna skýrist þegar stærð þeirra er mögnuð á skjánum.  Þessi stilling gagnast einnig við greiningu smæstu endurvarpa.  Á A-scope myndinni sjást nýjustu endurvörpin í þéttum lit, eldri endurvörp verða meira gegnsæ.   Í CH-500/600 sónarnum er hljóðgjafi sem gefur breytileg hljóð eftir eðli fyrirbæranna sem endurvarp berst frá, smáar eða stórar torfur, botn, skipsflak, loftbólur o.s.frv.  Þessi eiginleiki er ekki síst gagnlegur með A-scope myndinni við að greina eðli endurvarpa með sem nákvæmustum hætti.  Eins er hann mjög gagnlegur á langri siglingu, þá þarf ekki að fylgjast eins grannt með skjánum.

Mögnun (Gain) stillir móttökustyrk endurvarpa.  Því meiri sem mögnunin er, því greinilegri verða endurvörpin.  En of mikil mögnun leiðir til þess að óæskileg endurvörp, s.s. loftbólur, verða of áberandi á skjánum.  Því er nauðsynlegt að stilla mögnunina reglulega í samræmi við aðstæður hverju sinni.  Furuno eiginleikinn, “Sjálfvirk Stilling Mögnunar (Quick Gain Control) aðlagar jafn harðan sjálfvirkt mögnunina að aðstæðum, þ.a. ekki þarf að bíða eftir endurvörpum frá næsta sendigeisla til að fá rétta mynd á skjáinn af öllum endurvörpum allan hringinn umhverfis skipið.  Þetta skiptir miklu máli og skipstjórnandinn getur brugðist fyrr við breyttum aðstæðum.  Menn missa síður af mikilvægum upplýsingum, jafnt á grunnsævi sem miklu dýpi.  Þessi eiginleiki er sérstaklega mikilvægur þegar fiskitorfan er á miklum hraða. 

11 skjáframsetningar eru í boði í CH-500/600: Horizontal, Horizontal (zoomed), Vertical, Echo sounder, Full-circle A-Scope, Horizontal/History, Horizontal/ Full-circle A-scope, Horizontal/ vertical (split), Horizontal/ Vertical (side window), Horizontal/ A-Scope og Echo Sounder/ A-Scope   Með sérstakri “interpolation” tækni Furuno sem beitt er við úrvinnslu endurvarpa, birtast þau í hágæða skerpu á skjánum og myndin öll verður einstaklega skýr.  Tækið aðgreinir botnlægan fisk frá botninum og sýnir greinilega mismunandi endurvörp eftir ólíkum fyrirbærum. Valmyndir á skjá sónarsins eru hálf gegnsæjar (semi-transparent).  Velja má milli 5 tíðna; 60, 88, 150, 180 og 240 Khz.  Skjárinn (MU-121), lyklaborðið (CH-502) og sendirinn (transceiver) eru vatnsþétt skv. IP55 staðli.  Val er um tvo niðurfara, 25 cm og 40 cm. Sónarinn er fáanlegur í “Black Box” útgáfu, án skjás og þá getur notandinn valið þann HDMI skjá við tækið sem hentar honum best.

Vörulýsing

Tíðni: 60 / 88 / 150 / 180 / 240 kHz Skjástærð: 12.1″ / BB
Hringsónar: Nei Drægi: 2.400 m
Geislasónar: Sendigeisli: 6° / 12° / 15° / 18° / 21° / 24°
Tilt: 0° til 55° Ölduleiðrétting: Já (Innbyggð)
CHIRP: Nei    

PDF Skjöl

Bæklingur CH-500 Bæklingur
Leiðarvísir CH-500 Leiðarvísir