Furuno BR-500

Furuno Model BR-500
Vaktviðvörunarkerfi (Bridge Navigational Watch Alarm System – BNWAS)

Vaktviðvörunarkerfi hafa þann tilgang að fylgjast með (vakta, vera vökustaur) því sem fram fer við stjórnun skips og gera viðvart um atvik sem benda til þess að eitthvað sé að fara úrskeiðis og getur valdið slysi.

Model BR-500 krefst þess að skipstjórnandi ýti á hnapp á sérstöku stjórnborði (Timer Reset Panel) með vissu millibili, til staðfestingar á því að hann sé að standa vaktina.  Með því að framkvæma aðgerðir í siglingatækjum, t.d. ECDIS eða ratsjá, með vissu millibili, hefur hann einnig staðfest að hann sé að standa vaktina.  Þetta millibil er stillanlegt á 3 til 12 mínútur.  Kerfið fylgist með viðveru skipstjórnanda í brú og sendir viðvaranir í vistarverur annarra skipstjórnenda ef núverandi skipstjórnandi í brú staðfestir ekki viðveru sína á þennan hátt eða bregst ekki rétt við viðvörunum og neyðarköllum.

Kerfið uppfyllir IMO ákvæði MSC.128 um vaktviðvörunarkerfi – Bridge Navigational Watch Alarm System – BNWAS

Stjórnun er með þægilegum þrýstihnöppum og tölulegar og grafískar skjáupplýsingar eru skýrar og greinilegar

BR-500 sendir boð til skipstjórnenda á bakvakt ef truflun eða bilun kemur fram í siglingatækjum sem stjórna sigldri leið (Track Control System)

Viðvaranir eru vistaðar í siglingarita (VDR – Voyage Data Recorder (svarti kassinn í skipum))

Tengja má hreyfiskynjara og blikkljós við BR-500

Aðgangur að grunnstillingum í valmynd krefst aðgangsorðs

 

Vörulýsing

Skjástærð: 4.3″ Hreyfiskynjari: Já (valkvætt)
Viðvörun í klefa: Já (valkvætt) Vatnshelt stjórnborð: Já (valkvætt)
Snertu inngangar: 6 Snertu útgangar: 2
VDR útgangur Já (NMEA-0183) IMO:
Spenna: 100 – 230 VAC / 24 VDC (Varaafl) Straumtaka: 0.6 – 0.4 A / 1.0 A

PDF Skjöl

Bæklingur BR-500 Bæklingur
Leiðarvísir BR-500 Leiðarvísir