Furuno Felcom 18

FELCOM18 er nýjasta Inmarsat-C tæki Furuno.  Tækið heldur uppi hágæða telextengingu annars vegar og gagnatengingu hins vegar milli skipa og milli skipa og aðila í landi.  Allar aðgerðir og þjónusta Inmarsat-C kerfisins eru í boði:  EGC (Enhanced Group Call) (Safety NET/FleetNET), meðhöndlun neyðarboða, geymsla sendi- og móttökuskilaboða og áframsending skilaboða ásamt því að kalla sjálfvirkt eftir upplýsingum úr landi (Polling) úr landi, gagnaskýrslur, E-mail, osfrv.  Neyðarboð eru send frá stakri neyðarboðseiningu (Remote Distress Unit).
Neyðarboðin, þ.m.t. staðsetning eigin skips, má með einföldum hætti endurskrifa (Edit).  Nota má PC tölvu til að endurskrifa boðin yfir LAN (Ethernet) með Felcom hugbúnaði frá Furuno.

Felcom18 samanstendur af loftneti og skjáeiningu með lyklaborði.  Skjáeiningin er 10,4“ lita LCD skjár og vinnslueining (Processor).  Neyðarhnappurinn (Distress Alert Button) er á skjáeiningunni.  Gagnaskrár og hugbúnað er auðvelt að lesa inn í vinnslueininguna gegnum SD minniskortarauf framan á skjáeiningunni.  Tækið ásamt loftnetinu er fyrirferðarlítið og auðvelt að koma því fyrir.  Bæta má við tækið GPS einingu  til þess að það sendi sjálfvirkt upplýsingar um eigin staðsetningu.  Til að uppfylla GMDSS kröfur þarf að tengja tækið við prentara og AC/DC spennugjafa.  Tækið hentar vel fyrir sjálfvirkar tilkynningar fyrir veiðieftirlit.

Felcom 18 er fáanlegt með SSAS eiginleikanum (Ship Security Alert System) sem er hluti af öryggiskerfi IMO (International Maritime Organization).

Vörulýsing

Skjástærð: 10.4″ Innbyggður GPS:
Stærð loftnets: 15.6 cm (ø) x 25.8 cm (H) Þyngd loftnets: 1.4 kg
Spenna: 12 – 24 VDC Straumtaka: 10.8 – 5.4 A

PDF Skjöl

Bæklingur Felcom 18 Bæklingur
Leiðarvísir Felcom 18 Leiðarvísir
Handbók Felcom 18 Handbók