Furuno DRS4D-NXT

Radar sem markar nýtt upphaf í hönnun og framleiðslu radara.  DRS4D-NXT er magnetrónulaus radar með nýrri senditækni sem þarf aðeins 25 W orku.  Tæknieiginleikarnir; „Target Analyzer“, „Fast Target Tracking“, „Doppler Technology“ og „RezBoost Technology, sem Furuno hefur þróað eru allir innbyggðir í radarinn.  Loftnetið er í hatti, þvermálið er 24“.
Sérstök skjástilling fyrir fugla (bird mode) er í radarnum sem greinir og birtir á skjánum endurvörp af fuglum, marktæk vísbending um hvar fisk er að finna.  Einfalt er að setja radarinn upp, óþarft er að opna hattinn og ekki þarf að kaupa sérstakan spennugjafa.  Grannur netkapall fylgir radarnum sem auðvelt ætti að vera að leggja eftir hefðbundinni kapalleið upp í loftnetið.  Radarinn er tilbúinn  til notkunar um leið og kveikt hefur verið á honum, enginn upphitunartími.
Vörulýsing

Tíðniband: X-BAND Sendiorka: 25 W
Skjástærð: BB Drægi: 0.0625 – 36 NM
Mótun: Doppler Solid State:
Snúningshraði: 24/36/48 rpm Loftnetsstærð: 24″
Spenna: 12-24 VDC Straumtaka: 2.5 – 1.3 A
UHD: Fjöldi ARPA: 100
FTT: ACE:

PDF Skjöl

Bæklingur DRS4D-NXT Bæklingur