Furuno GP-330B

GP-330B móttöku loftnetið er „CAN bus“ tæki sem vinnur sjálfstætt inn á önnur siglinga- og fiskileitartæki og er hentugt fyrir allar gerðir skipa. Fyrirferðarlítið og verðið hagstætt. Tækið gefur mjög nákvæma staðsetningu, skekkjumörk eru innan þriggja metra í WAAS stillingu (Wide Area Augmentation System). GP-330B gefur frá sér gögn á NMEA2000 sniði auk CAN bus sniðs. Með loftnetinu fylgja allar nauðsynlegar festingar.

  • Uppsetning loftnetsins er einföld, „plug and play“
  • Mikil nákvæmni, 14 rása móttakari (parallel), 12 GPS rásir og 2 SABS rásir
  • NMEA2000 vottaður GPS loftnetsnemi
  • Mjög mikill uppkeyrsluhraði, aðeins ein mínúta
  • Staðsetningar uppfærslur með sekúndu millibili
  • Innbyggt endaviðnám einfaldar tengingu fyrir NMEA 2000 net (Backbone). Valkvætt hvort það er tengt eða ekki. Þannig má tengja loftnetið inn á NMEA 2000 net bæði í NMEA 2000 “backbone” tengingu eða sem NMEA2000 “drop down” tengingu.
  • Auðvelt í uppsetningu við þröngar aðstæður
  • Hentar fullkomlega sem staðsetningargjafi fyrir NavNet 3D
  • Tengist beint við allar Furuno DRS ratsjár

Vörulýsing

Skjástærð: BB Nákvæmni: 3 m
Ethernet: Nei NMEA2000: 1
NMEA0183: 1 Sjókort: Nei
Spenna: 12 VDC Straumtaka: 0.175 A
IMO: Datum:

PDF Skjöl

Leiðarvísir GP-330B Leiðarvísir