GP-33 er fyrirferðarlítið GPS tæki en öflugt og hlaðið öllum helstu eiginleikum sem góður GPS þarf að búa yfir. Tækið er hentugt í flestar gerðir skipa, býr yfir nýjustu tæknieiginleikum Furuno sem skilar nákvæmri og áreiðanlegri staðsetningu. Í tækinu er vandaður 12 rása móttakari sem styðst við WAAS tæknina (Wide Area Augmentation System) sem var m.a. þróuð til þess að auka á nákvæmni GPS staðsetningarkerfisins.
Fjölbreyttir valmöguleikar eru í tækinu hvað varðar framsetningu tölulegra og grafískra upplýsinga og gagna og einfalt er að skipta milli skjáframsetninga. Upplýsingarnar eru greinilegar og vel læsilegar af háskerpuskjá tækisins við öll birtuskilyrði.
Skjár GP-33 er vatnsheldur og sterkbyggður til að þola erfiðustu aðstæður til sjós. Í minni tækisins má geyma allt að 3.000 ferilpunkta í ferli eigin skips, 10.000 punkta fyrir mörk og leiðarpunkta, 100 leiðarferla (routes) með allt að 30 leiðarpunktum í hverjum og einum. Siglingafræðilegar upplýsingar birtast á 4,3” lita LCD skjá.
Í tækinu er “CAN bus” tæknieiginleiki Furuno sem skilar siglingafræðilegum upplýsingum og gögnum á hárnákvæman hátt til annarra siglinga- og fiskileitartækja; ratsjár, Time Zero, leiðarita, NavNet 3D, sjálfstýringa, dýptarmæla, sónartækja o.fl. Can bus er samskiptastaðall sem margmiðlar gögnum og merkjum gegnum einn kapal. Hvaða Can bus tæki sem er má tengja við þennan kapal og þannig stækkar þetta netkerfi á einfaldan og öruggan hátt. Öll tæki sem tengjast Can bus netkerfinu fá sitt auðkenni og þannig er hægt að fylgjast með stöðu hvers tækis. Þá má tengja öll Can bus tæki við NMEA2000 og NMEA0183 netkerfi.
Vörulýsing
Skjástærð: | 4.3″ | Nákvæmni: | 3 m |
Ethernet: | Nei | NMEA2000: | Já |
NMEA0183: | Já | Sjókort: | Nei |
Spenna: | 12-24 VDC | Straumtaka: | 0.12 – 0.24 A |
IMO: | Nei | Datum: | Já |
PDF Skjöl
Bæklingur | GP-33 Bæklingur |
Leiðarvísir | GP-33 Leiðarvísir |