Furuno FR-8125

FR-8005 radarlínan er með nýjustu tæknieiginleikum Furuno radara við úrvinnslu sendigeisla, sem skila skarpari endurvörpum af mörkum en þekkist í eldri gerðum radara, við erfið veðurskilyrði til sjós.  Radarinn greinir á milli endurvarpa af regni og öldutoppum sem gerir honum kleift að fylgjast með mikilli úrkomu og hreinsa skjáinn af „fölskum“ endurvörpum.

Með „True Motion Trails“ eiginleikanum getur radarinn ferlað önnur mörk (skip) og í Aðdráttar framsetningunni (Zoom Display) eru AIS mörk ferluð.  Þegar eigið skip er á siglingu og skjáframsetningin „True View Mode“ er virk, hreyfast mörk hnökralaust yfir skjáinn.  TT eiginleikinn (Target Tracking) ferlar allt að 10 mörk samtímis og gefur upplýsingar um staðsetningu þeirra.  Til að TT eiginleikinn geti verið virkur þarf radarinn að vera með ARP-11 mini-ARPA.

 





Vörulýsing

Tíðniband: X-BAND Sendiorka: 12 kW
Skjástærð: 12.1″ Drægi: 0.0625 – 72 NM
Mótun: Solid State: Nei
Snúningshraði: 24 / 48 rpm Loftnetsstærð: 4′ / 6′
Spenna: 24 VDC Straumtaka: 3.9 – 4.5 A
UHD: Fjöldi ARPA: 10
FTT: Nei ACE: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur FR-8xx5 Bæklingur
Leiðarvísir FR-8xx5 Leiðarvísir