Furuno FAR-2258 X-band

Fullkominn ratsjá fyrir fiskiskip. Mikil sendiorka (50 kW) og betri tækni við úrvinnslu endurvarpa sem skilar enn betri mynd, sérstaklega á lengri skölum.
Með svo mikilli sendiorku, 50 kW, er FAR-2258 ratsjáin frábær á löngum skölum. Hún er með nýrri gerð móttakara með nýrri tækni til að minnka suð og truflanir. Veikustu endurvörp birtast greinileg á skjánum.

Í aðgerðalyklum (F-lyklum) má vista allt að 32 aðgerðir og stillingar. Vista má eina eða fleiri aðgerðir í hvern lykil. Með því að velja „Multipul functions“ má vista allt að 8 aðgerðir í einn lykil. Aðgerðin er valin eða framkvæmd með því að ýta á aðgerðalykilinn og svo númer aðgerðarinnar.

Í ratsjánni má hafa allt að 40 föst viðmiðunarmerki (Origin marks), sem er 20 merkjum meira en í eldri ratsjám. Kalla má fram á skjáinn lista yfir föstu viðmiðunarmerkin sem sýnir fjarlægðina og stefnuna frá merkjunum í bendilinn. Þá skiptast merkin í föst viðmiðunarmerki á sjónum (blá) og föst viðmiðunarmerki á landi (græn). Landmerkin vistast og birtast aftur þegar slökkt hefur verið og kveikt aftur á radarnum.

Hitastig sjávarins birtist sjálfvirkt í ferli skipsins. Þannig breytist liturinn þegar hitastigið breytist. Með þessum hætti fær skipstjórnandinn vísbendingar um breytt hitastig sem geta reynst honum gagnlegar við fiskveiðarnar.

Til að afmiðja (off center) skjáinn getur skipstjórnandinn annað hvort fært bendilinn yfir á tiltekið svæði, eða gert það beint með kúlumúsinni þegar bendillinn er falinn.
Í ratsjánni er nýr og endurbættur eiginleiki við úrvinnslu endurvarpa, EAV (Echo Average), sem eyðir ónauðsynlegum endurvörpum og aðgreinir endurvörp betur. Bæði veik og sterk endurvörp verða greinilegri og í skýrari litum.

FAR-2258 ratsjáin birtir endurvörp úr allt að 48 sjómílna fjarlægð sem er 16 sjómílum lengri skali en í fyrra módeli og skipstjórnandi hefur því möguleika á að ferla skip (TT, target tracking) og fylgjast með skipaumferð í mun meiri fjarlægð.

Skipstjórnandi getur merkt hvert AIS merki með sérstökum lit og einnig feril skipa. Þannig getur verið einfalt að átta sig strax á um hvaða skip er að ræða. Hámarks fjöldi er 100.

Einnig getur skipstjórnandi skráð nafn skips sem er ferlað (TT), stillt lit þess, feril og lögun. Vista má allt að 10 slíkar notendastillingar og einfalt er að úthluta þeim eða yfirfæra á tiltekin skip/mörk.

Vörulýsing

Tíðniband: X-BAND Sendiorka: 50 kW
Skjástærð: BB Drægi: 0.125 – 96 NM
Mótun: Solid State: Nei
Snúningshraði: 24 rpm Loftnetsstærð: 10′ / 12.6′
Spenna: 100 – 230 VAC Straumtaka: 5.3 – 2.6 A
WUXGA: Fjöldi ARPA: 100
TT: ACE:

PDF Skjöl

Bæklingur FAR-2258 Bæklingur
Leiðarvísir FAR-2xx8 Leiðarvísir