Furuno FA-40 / FA-70

Furuno FA-70 AIS tækið (Class B) getur tengst Furuno Navnet tækjum, kortaplotterum með inngang fyrir AIS og ratsjám og sendir upplýsingar til þessara tækja í rauntíma. Upplýsingarnar birtast á grafískan hátt og eru þannig mikilvægar til að fylgjast með öðrum skipum og forða því að árekstrarhætta skapist. Tækið tekur á móti öllum þeim upplýsingum frá öðrum AIS tækjum sem gerð er krafa um til B-tækja (sjá hér að neðan “AIS”), nafn skips, kallmerki, staðsetningu, COG, SOG og öðrum mikilvægum upplýsingum. FA-70 tækið, er Class B+ tæki sem sendir upplýsingar um eigið skip af meiri sendistyrk og hraðar en venjuleg Class B tæki gera, sem gerir skipið öruggara. FA-70 hefur eitt NMEA2000 tengi og tvö NMEA0183 tengi. Þá er tækið með innbyggðum VHF deili (Splitter) þannig að ekki þarf að tengja tvö loftnet við tækið.

Furuno FA-40 tækið er samskonar tæki og FA-70, nema það sendir ekki, er eingöngu AIS móttakari.



Vörulýsing

Skjástærð: BB Innbyggður GPS:
Ethernet: Nei NMEA0183: 2
Spenna: 12-24VDC Straumtaka: 1.8 – 0.9 A
Class: B+ IMO: Nei

PDF Skjöl

Bæklingur FA-40 & FA-70 Bæklingur
FA-70 Leiðarvísir FA-70 Leiðarvísir
FA-40 Leiðarvísir FA-40 Leiðarvísir