Furuno DS-80

DS-80 Doppler hraðamælir

DS-80 er hraðamælir (fram/aftur) sem gefur upp hraða í sjó (STW). Hraði og fjarlægðir eru birtar á fyrirferðarlitlum 4,5” einlita LCD skjá.

Úrvinnsla upplýsinga í mælinum er byggð á Doppler útreikningum og er þ.a.l. mjög nákvæm.

Senditíðni er 1 MHz, sem þýðir að langdrægi er lítið. Tækið sendir út tvo geisla um botnstykkið, einn fram og annan aftur. Botnstykkið er staðsett undir skipinu annað hvort í botnstykkistanki eða botnloka.

Botnstykkið er með innbyggðan hitanema til leiðréttingar á stefnuhraða fyrir hitbreytingum í sjó, vegna mismunandi hraða hljóðs í sjó eftir hitastigi.

Nákvæmni tækisins truflast hvorki vegna breytilegs sjávarhita eða saltmagns, né af völdum veltu/dýfu sem er innan +/-10°.

Hraðamælingin byggir á því að tækið nemur svif í sjónum sem sendigeislinn endurvarpast af. Svif er venjulega á um 2ja metra dýpi. Ef sjórinn er líflaus í efstu lögum, t.d. ef kuldi veldur því að svifið vantar, þá á sér engin hraðamæling stað.

Tækið reiknar ekki hraða ef dýpi undir botnstykkinu er innan við 3 metrar.

Upphafsstillingar og leiðréttingar eru einfaldar í framkvæmd.

Mælirinn gefur hraðaupplýsingar til: ARPA, ratsjáa, ECDIS, AIS, VDR, GMDSS búnaðar o.fl. tækja.

DS-80 uppfyllir eftirtalda IMO staðla; MSC.96(72), A.824(19), A.694(17), IEC 61023 og aðra sambærilega staðla.

Mælirinn uppfyllir SOLAS kröfur til skipa sem eru stærri en 300 brúttó tonn.

Vörulýsing

Skjástærð: 4.5″ Lágmarks dýpi: 3 m
Ethernet: Nei NMEA2000: Nei
NMEA0183: Já (2) Roll/Pitch: Nei
Analog útgangur: Já (4) Nákvæmni: +- 0,1 kn
Spenna: 115 / 230 VAC Straumtaka: 1.5 / 0.7 A

PDF Skjöl

Bæklingur DS-80 Bæklingur
Leiðarvísir DS-80 Leiðarvísir